Fylgið hefur streymt til vinstri út frá miðjunni.

Rúmt síðasta ár hefur orðið svipuð breyting á fylgi stjórnmálaflokka hér og í mörgum öðrum Evrópulöndum, fylgið hefur frá miðjunni út á jaðrana til hægri og vinstri.

Í síðustu kosningum fengu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur samanlagt 49% atkvæða.

Nú hafa þeir 38% eða 11 prósentustigum minna.

Píratar og Vinstri grænir höfðu um 18% samanlagt en hafa nú um 45%. Fylgi þessara tveggja flokka samanlagt hefuru vaxið um hvorki meira né minna en 27 prósentustig og gert gott betur en að tvöfaldast. Þessi 27 prósentustiga fjölgun er svipað að stærð og allt fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Í grófum dráttum hefur fylgið streymt til vinstri. Að vísu er ekki hægt að skilgreina Pírata sem hreinan vinstriflokk, en þó frekar þeim megin en hægra megin, enda í stjórnarandstöðu við hægri stjórn.

Vinstri grænir fara langt með að tvöfalda fylgi sitt og þeir eru hreinn vinstri flokkur.

Hvernig í ósköpunum menn fara að því að túlka hreyfinguna í fylgi stjórnmálaflokkanna þannig að taflið sé´snúast við í áttina til hægri er mér hulin ráðgáta.

Árni Páll Árnason telur í blaðaviðtali að Samfylkingin þurfi að færa sig til hægri í litrófinu til þess að ná í fylgi af miðjunni.

Hvaða miðju? Er virkilega svona mikið að atkvæðum að fá úr því miðjufylgi, sem er ekki nema svipur hjá sjón?

Og á sama tíma streymir fylgið frá miðjunni framhjá Samfylkingunni og úr hennar röðum yfir til Pírata og Vinstri grænna.


mbl.is Taflið er að snúast við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tenging kynslóðanna.

NASA hét upphaflega Sjálfstæðishúsið fyrir 70 árum og var Sjalli Reykjavíkur um árabil. Um skeið hét staðurinn Sigtún.

Síðasti hluti blómaskeiðs revíanna var þar frá stríðslokum til 1960.

Það er vel ef salurinn verður nú sem svipaðastur því sem hann var í fyrstu.

Það gefur honum sögulegt gildi og tengir saman kynslóðirnar.

Hann hafði þann kost fram yfir Súlnasalinn á Sögu og síðar Broadway í Mjódd og Brodway við Ármúla, að áhorfendur voru nokkurn veginn beint fyrir framan þá sem komu fram á sviðinu, en á hinum þremur stöðunum var helmingur áhorfenda til beggja hliða.

Þegar Victor Borge kom fram í Brodway, sá hann, að helmingur áhorfenda sæu ekki framan í hann, ef hann sneri beint fram.

Hann sneri sér þess vegna fljótlega á ská til vinstri til að fá sjóntengingu við 75% áhorfenda og láta 25% eiga sig.

Síðan sneri hann sér á ská til hægri og prófaði það.

Nú var hann búinn að reyna alla þrjá möguleikana, sneri sér á ská til vinstri og hélt þeirr stöðu að mestu það sem eftir var af dagskrá hans.

Engar svona ráðstafanir þurfti að gera í Sjálfstæðishúsinu. Þar var gott að koma fram.


mbl.is Endurbyggja Nasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband