En hvað þetta var líklegt og eftir öðru.

Orðið fáránlegt á við sum fyrirbærin, sem þrífast undarlega vel í öflugasta lýðræðissamfélagi heims sem bjargaði Evrópu frá ógn hræðilegs og villimannlegs einræðis í Seinni heimsstyrjöldinni.

Í Bandaríkjunum fer saman fáránlega mikil byssueign og fáránleg há tíðni manndrápa með byssum.

Röksemdir byssufíkla fyrir byssuvæðingunni er sú að í landnámslandi (frontier country) sé eðlilegt að byssur séu svona margar og drápstíðnin svona há.

En þetta heldur ekki vatni. Kanada, Ástralía og fleiri sambærileg lönd geta alveg eins talist "frontier" en þar eru bæði byssueign og manndráp miklu færri en í Bandaríkjunum.

Það var eftir mörgu öðru að Donald Trump sé sólginn í stuðning hinna fáránlega valdamiklu hagsmunasamtök byssueigenda í landi hans.  


mbl.is Þyrftu að „kyssa byssurnar bless“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðing af fjölgun frambjóðendanna.

Bent hefur verið á það að fjöldi tilskilinna meðmælenda fyrir forsetakosningar sé úr takt við það, að kjósendur nú meira en tvöfalt fleiri en þegar lögin um þær voru sett.

Þess vegna þurfi að hækka þessa tölu.

En það er önnur hlið á málinu. Þegar frambjóðendur eru orðnir á annan tug eins og nú, vegur það alveg upp á móti því sem þurfti þegar frambjóðendur voru tveir til fjórir.

Ástæðan er sú, að hver meðmælandi má aðeins nota nafn sitt hjá einum frambjóðanda.

Það bitnar mest á þeim frambjóðendum, sem síðast byrja að safna meðmælendum.


mbl.is „Það geta ekki allir unnið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið í pípunum?

Lítil verðbólga síðustu misseri skýrist af lækkandi verði á olíu á heimsmarkaði og gríðarlegri fjölgun ferðamanna, sem hefur hækkað gengi krónunnar um 16% ef marka má frétt í útvarpi í gær.

En í sömu frétt kom fram að verslunin hefði í meginatriðum svikið landsmenn um ábatann af skattalækkunum og gengishækkun.

Ef olíuverð fer að hækka aftur og gengi krónunnar getur ekki hækkað meira má búast við að mikið sé í pípunum eins og það er stundum orðað, varðandi þrýsting á verðhækkanir og vaxandi verðbólgu.

Verður fróðlegt að sjá framvinduna í þeim efnum.


mbl.is Bensín ekki dýrara síðan í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband