Tæplega 100 ára aldursmunur hjólafólks í Kópavogi í dag.

Reiðhjólafólk setti svip sinn á þennan bjarta laugardag beggja vegna Fossvogar í dag.Hjólaferð Kóp 21.5.16

Í Öskjuhlíð spreyttu börn innan ellefu ára sig á þrautum og sjá mátti hjólafólk á ýmsum aldri þar.

En hinum megin við Kópavoginn var fjölbreytni hjóla og fólks ennþá meiri og það var gaman að taka þátt í hjólaferð meðfram ströndinni umhverfis Kársnesið ásamt um 60 manns á bæði tveggja og þriggja hjóla reiðhjólum af mjög fjölbreyttu tagi. Hjólaferð Kóp Amma, börn

Staðkunnugir menn fræddu ferðafólkið um merkisstaði á leiðinni og það var afar gaman að verða samferða þessum fjölskrúðugaða hópi á rafhjólinu Perslu, sem er systir hjólsins Sörla, sem var notaður til að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur í fyrrasumar.

Veður var bjart og þarna var ég að upplifa í fyrsta sinn alveg nýja sýn á þennan hluta höfuðborgarsvæðisins.

Á einu þriggja hjóla rafhjólinu í dag mátti sjá tvo farþega, sem voru samtals 194 ára, hannn 203ja og hún 91, þannig að meðalaldurinn um borð var 97 ár.

Þau eru á neðstu myndinni hér á síðunni.

Hjólaferð 194 ára


mbl.is Spreyttu sig á hjólum í Öskjuhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á Heklu.

Hekla er eldfjall, sem sýnist vera býsna líkt eldfjallinu í Indónesíu, sem gaus í morgun.

Hekla er kannski mesta ólíkindatól íslenskra eldfjalla og hugsanlega eitt það hættulegasta.Búðafoss í Þjórsá

Hekla, Katla og Eldfellið á Heimaey hafa öll kostað beint eða óbeint mannslíf á þessari öld, glóandi hraunbjarg féll á Steinþór Sigurðsson jarðfræðing við Heklu 1947, maður fórst af völdum eldingar, sem kennd var Kötlu 1928 og eiturgufa í kjallara frá Eldfelli varð manni að bana í Heimaey.

Hekla er nú á því stigi, að hún gæti gosið fyrirvaralaust innan klukkustundar frá fyrstu vísbendingum um gos, og það er ekki útilokað að einhvern tíma verði gríðarlegt sprengigos í fjallinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, jafnvel á þann hátt að fjallið klofni og gífurlegt eimyrjuflóð, sem eyði öllu lífi, sem á vegi þess verður æði með ógnarhraða frá því, líkt og þegar bæirnir St. Pierre og Pompei eyddust.

Fleiri eldfjöll en Hekla geta verið stórhættuleg hér á landi, en um aldir, allt fram að gosinu í Eyjafjallajökli, var full ástæða til þess að Hekla væri illræmdasta eldfjall Íslands og jafnvel anddyri sjálfs helvítis.

Og hvað heitir svo þessi fallegi foss í Þjórsá á þeim slóðum þar sem stefnt er að því að virkja hana?  Búðafoss heitir hann, oft kallaður Búði, eitt af býsna vel varðveittum leyndarmálum íslenskrar náttúru.


mbl.is Þrír létu lífið í eldgosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig Eurovision var gerð áhugaverð og arðvænleg.

Árum saman var reynt að spara sem allra mest varðandi þátttöku Íslendinga í Eurovisionkeppninni.

Engin undankeppni var haldin hér heima, einn ákveðinn fulltrúi var valinn til ferðar og þannig var útgjöldum haldið niðri sem mest mátti verða.

En sagt er, að það þurfi stundum peninga til að búa til peninga og síðustu árin hefur sú aðferð verið prófuð á þann hátt að gera keppnina, bæði undankeppnina hér heima og alla þátttökuna, sem áhugaverðasta og glæsilegasta og nýta sér útvarps- og sjonvarpsrásir til þess að fá inn sem mestar auglýsingatekjur og áhorf.

Megnið af keppninni fer fram á þeim tíma ársins þegar mest þörf er fyrir áhugavert sjónvarpsefni í skammdeginu og þess vegna gott mál að hafa eitthvað í gangi sem vekur umtal og þar með áhorf.

Þegar þetta er borið saman við þau ár, sem svo mikið varð að spara að keppendur hurfu nánast þegar þeir komu á kepppnisstað og urðu þar með að bíða mikið afhroð, stundum að ósekju, er gott að sá tími sé liðinn.


mbl.is 62,2% horfðu á Gretu Salóme
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband