Íslendingar fjarlægðu gögn í raun úr SÞ skýrslu.

Enska skammtstöfunin N/A þýðir "Not Available", þ. e. að gögn eða upplýsingar um ákveðið málefni eða hluti liggi ekki fyrir.

Ástralir hafa nú látið fjarlægja öll gögn úr skýrlu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar af því að þeim finnst hún koma ekki nógu vel út fyrir þá.

Hefðu líka getað haft þann háttinn á að láta engar upplýsingar í té ef það hefði verið tæknilega mögulegt að koma í veg fyrir birtingu gagnanna.

Báðar aðferðirnar fela í raun í sé það sama, að villa um fyrir fólki.

En þetta er svo sem ekki nýtt fyrirbæri.  

SÞ gerði ítarlega úttekt á stöðu umhverfismála í löndum heims um síðustu aldamót og birtu síðan lista yfir þau lönd, sem fremst stæðu á vettvangi umhverfismála og umhverfisverndar.

Ísland lenti á meðal efstu fimm þjóðanna og var því hampað mikið hér heima.

Mér fannst ég stunda kranablaðamennsku ef ég tæki þátt í þessum dýrðarsöng án þess að fá í hendur forsendurnar fyrir þessarar niðurstöðu hjá þjóð sem var í þann veginn að fremja stórfelldustu náttúruspjöll aldarinnar í Evrópu og byggi í landi, þar sem jarðvegur og gróður væri verr leikinn af mannavöldum en í nokkru öðru landi.

Ég óskaði því eftir því að sjá skýrsluna og fékk það.

Þegar hún var skoðuð blasti skýringin við: Ekkert var þar um komandi Kárahnjúkavirkjun, og í dálkinum, þar sem stóð "Ástand jarðvegs og gróðurs" stóð: "N/A", þ.e. engin fyrirliggjandi gögn.

Örfáar aðrar þjóðir notuðu svipaða aðferð, t.d. Úkraína með sitt Chernobyl og tvær aðrar þjóðir í Austur-Evrópu sem allir vissu að hefðu verið mestu umhverfissóðar álfunnar.

"N/A" var hrein staðleysa hjá Íslendingum. Nokkrum árum fyrr hafði Ólafur Arnalds orðið eini Íslendingurinn, sem fengið hefur umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.

Og um hvað skyldi nú einstakt vísindalegt afreksverk hans í umhverfisrannsóknum hafa fjallað: Jú, "ástand jarðvegs og gróðurs á Íslandi."

Sem Íslendingar höfðu hampað ríkulega af mikilli verðskuldaðri hrifningu, rétt eins og þeir hömpuðu örfáum árum síðar skýrslu af enn meira yfirlæti, þar sem afrek Ólafs var þaggað í hel!

Sú þöggun jafngilti því og að farið hefði verið inn í skýrslu Sþ og réttar upplýsningar fjarlægðar en "N/A" sett í staðinn.


mbl.is Ástralar létu ritskoða SÞ-skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruglskipting Reykjavíkur.

Skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi er rugl á fjóra vegu:

1. Þetta er eina tilfellið í sögu landsins þar sem bæjarfélagi er skipt í tvö kjördæmi. Rökin voru þau að vegna yfirþyrmandi stærðar Reykjavíkur yrði að búa borgina niður og haga stærð annarra kjördæma þannig að kjördæmin yrðu með sem jafnasta kjósendatölu. Sem hvort eð er hefur samt ekki tekist, - því veldur sífelld fjölgun í Suðvesturkjördæmi og fækkun í r.

2. Önnur hlið á þrýstingi "landsbyggðarkjördæmanna" til að draga úr vægi Reykjavíkur birtist í því að úr því að borginni var skipt upp á annað borð, skyldi henni ekki verða skipt við Elliðaár, þannig að hinn eldri hluti borgarinnar yrði annað kjördæmið en úthverfin hinn hlutinn. Þetta máttu landsbyggðarþingmenn helst ekki heyra nefnt vegna þess að með þessu yrði hætta á því að vegna mismunandi aðstæðna og hagsmuna í vestur- og austurkjördæmi Reykjavíkur myndi skapast hætta á einskonar kjördæmapoti þingmanna Reykjavíkurkjördæma. En eins og allir vita eru Reykjavíkurþingmenn lélegustu þingmenn landsins í að stunda slíkt pot. Þar að auki var höfuðástæðan fyrir kjördæmaskiptingu yfirleitt að það væri nauðsynlegt vegna mismunandi aðstæðna og hagsmuna! Þess vegna væri eðlilegt að gera það í landsbyggðakjördæmunum og efla kjördæmapot þar sem allra mest! Eðlilegast hefði verið að hafa kjördæmamörkin sem styst frá Elliðavogi yfir í Fossvog. En í staðinn liggja þau eftir borginni endilangri, svo hús sitt hvorum megin við Hringbraut, Miklubraut og Vesturlandsvegi lenda í sitt hvoru kjördæminu!

3. Of stór landsbyggðakjördæmi. Það er vonlítið fyrir þingmenn landsbyggðarkjördæmanna að sinna sambandi við kjósendur sína vegna stærðar þeirra. Gömlu kjördæmin fyrir 1999 voru mun skárri. Vegalengdin frá Akranesi vestur í Vesturbyggð og Bolungarvík og áfram norður til Skagafjarðar er of mikil. Sömuleiðis frá Siglufirði til Djúpavogs og Hornafirði til Sandgerðis. Og hagsmunir Skagamanna, sem búa í eins konar úthverfi Reykjavíkur, eru gjörólíkir hagsmunum Vesturbyggðar, Bolungarvíkur og Fljótamanna. Sama er að segja um hagsmunina í endum hinna kjördæmanna.

4. Misvægi atkvæða. Það er fráleitt að atkvæði kjósanda á Akranesi hafi meira en tvöfalt meira vægi en atkvæði kjósanda í Vallahverfi syðst í Hafnarfirði. Hvort tveggja er eins konar úthverfi Reykjavíkur og á álagstímum í umferðinni tekur álíka langan tíma að komast frá miðju Reykjavíkur til þessara hverfa.

4.  


mbl.is Mörk Reykjavíkurkjördæma óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband