Næsta skref er matið á umhverfisáhrifum við Kröflu.

Fréttablaðið velur setningu í grein minni í dag um mat á umhverfisáhrifum vegna stórfelldra virkjunaráforma á Kröflussvæðinu til þess að taka út fyrir með stærra letri.

Til þess er full ástæða.

Ég hef skoðað það dæmi árum saman og þetta mat er ekkert annað en reginhneyksli, greinilega til þess eins gert að þóknast sem best hagsmunum virkjanaaðila.

Í umhverfisfræðum ber þrjú atriði einna hæst: Vistkerfi, landslagsheildir og afturkræfni.

Gróflega rangt er farið með tvö síðastnefndu atriðið í þessu endemis mati.

Í matinu eru tilgreindar tvær landslagsheildir: Gæsafjöll annars vegar og hins vegar nokkurn veginn það svæði sem virkja við Kröflu.

Nú þegar er búið að virkja það mikið af þessari meintu landslagsheild við Kröflu, að "hvort eð er" röksemdin nýtist virkjanafíklum.

Engum dettur í hug að virkjað verði í Gæsafjöllum og því hentar vel skilgreina þau sem landslagsheild!

Alveg er skautað yfir þá stórkostlegu landslagsheild sem blasir jafnvel við leikmanni á þessu svæði, sem kallað var "Leirhnjúkur-Gjástykki" í kosningaloforði tveggja ráðherra Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2007 þar sem lofað var því að það ekki yrði virkjað á því svæði og nokkrum öðrum verðmætustu náttúrverðmætasvæðum landsins nema með sérstakri meðhöndlun hjá Alþingi.

Svæðið "Leirhjúkur-Gjástykki" var vettvangur Kröfluelda 1975- og á sér enga hliðstæðu, hvorki hér á landi né annars staðar í veröldinni.

Ég hef notað um það orðin "sköpun jarðarinnar og ferðir til mars."

Þar hafa alþjóðasamtök um marsferðir valið sér æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar og þetta er eini staðurinn þar sem sjá má gjár, þar sem meginlandsflekarnir, Ameríka og Evrópa, hafa rifnað hvor frá öðrum, og nýtt Ísland í formi hrauns komið upp úr gjám.

Og til af þessu einstæðar myndir og vitnisburðir, gagnstætt því sem er til dæmis í "gjánni milli heimsálfa" á Reykjanesi, þar sem ekki er hægt að sjá hvort og þá hvað kom upp úr gjánni og því síður nein gögn eða vitnisburði um það.

Þegar hafa verið unnin óafturkræf spjöll ofan við Víti, algerlega að óþörfu, og ending jarðvarmans til raforkuframleiðsu er áætluð um fimmtíu ár, sem er langt frá alþjóðlegri kröfu um sjálfbæra þróun.

Næsta skref er að stöðva þau áform sem hið dæmalausa mat á umhverfisáhrifum fela í sér.

Sjá má nánar um þetta í umsögn, sem ég sendi á vegum Framtíðarlandsins til iðnaðarráðuneytisins 2011.  


mbl.is Skora á stjórnvöld að bjarga lífríki Mývatns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki við blaðið að sakast.

Ef Greta Salóme ætlar að klæðast eins og getur að líta á fanta vel tekinni ljósmynd á forsíðu Fréttablaðsins er ekki við blaðið að sakast ef þetta verður að einhverju stórmáli.

Fréttablaðið er fjölmiðill og skylda fjölmiðila er að upplýsa um mikilsverð mál.

Sðngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er stórviðburður,sem verður að sinna.

Myndbirtingin verður til þess að nú gefst tækifæri til að athuga málið vel, því að auðvitað verður það klæðnaðurinn þegar hún kemur fram á sviðinu í keppninni sjálfri, sem mun skipta máli á endanum, og betra að hafa einhvern fyrirvara til að skoða allar hliðar málsins.  

Í stað þess að skamma sendiboða tíðindanna á blaðið þakkir skildar fyrir að upplýsa um það í hvað gæti stefnt ef ekkert er að gert og gert Gretu og öðrum kleyft að vinna úr þessu.

 


mbl.is Brjálað yfir bossanum á Gretu Salóme
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftfar, svo háð viðkvæmum vængjabúnaði sínum.

Þyrlur eru stórkostleg loftför, því að það hlýtur að vera draumur hvers einasta flugmanns að ná þeirri fullkomnun fuglsins að geta lent og hafið sig til flugs án atrennu eða lendingarbruns á hvaða bletti sem er.

En þyrlur kosta peninga, eru flókin loftför og viðhald er tímafrekt og dýrt.

Á að giska fjórum sinnum dýrara en á sambærilegri stærð af flugvél.

Ástæðan er fyrst og fremst sú, að sá hluti venjulegrar flugvélar sem skapar lyftikraftinn, vængirnir, eru fastir við skrokkinn.

Það heyrir til fágætra undantekninga að vængir detti af flugvél. Nær alltaf er hægt að nota vængina til að svífa inn til nauðlendingar ef drifkraftur hreyfilsins dvínar eða hverfur, ef einhver bilun verður í stjórntækjum eða flugvél skemmist á flugi vegna áreksturs.

Hins vegar þarf mjög flókinn búnað af drif- og tengiöxlum og legum með flóknum slitflötum til þess að hinir hreyfanlegu vængir þyrlunnar þjóni því hlutverki að lyfta henni eða lækka flug hennar og færa hana í allar áttir í loftinu.

Átakanlegt er að sjá myndir af þyrlum, sem missa flugið vegna tæknilegrar bilunar í búnaði þyrluspaða, tengingum spaðanna við stjórntækin eða vegna bilunar í hliðarskrúfunni, sem er aftast á þyrlunni og varnar því að hún fari að snúast um sjálfa sig í gagnstæða átt við snúning lyftispaðanna.

Einnig eru þyrlur skelfilega varnarlausar gagnvart árekstrum á flugi.

Slysið í Noregi er afar óvenjulegt og því mjög mikilvægt að finna út, hvað gat valdið svona algeru stjórnleysi á augabragði.

Þyrluspaðar eiga ekki að geta dottið af þyrlu bara svona eins og ekkert sé.

Ekki frekar en að svinghjól ("sveifluhjól") losni í bíl, en það getur gerst í ákveðnum tilfellum.

Við bræðurnir, Jón og ég, duttum einu sinni út úr ralli vegna þess að svinghjólið í bíl okkar, sem er milli vélar og driflínu, losnaði.

Þegar nánar var að gætt, sást, að vegna mjög aukins krafts og snúnings breyttrar vélar, var talið nauðsynlegt í handbók með breytingunni, að líma til öryggis boltana, sem héldu hjólinu föstu, með sérstakri gerð af lími.

Þetta var óheyrt í bílum umboðsins, BMW og Renault, og þess vegna fórst það fyrir.

Svona "smáatriði" er eitt af mörgum sem kemur í hugann þegar rær eða boltar losna í drifbúnaði.  

 


mbl.is Tæknibilun talin hafa valdið slysinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband