Stjórnarskrárumræða Sveins Björnssonar endurlífguð.

Í nýjársávarpi sínu 1949 brýndi Sveinn Björnsson, þáverandi forseti Íslands, Alþingi til að efna loforð talsmanna þingflokkanna frá 1943-44 um að setja landinu nýja íslenska stjórnarskrá í stað þeirra bráðabirgðastjórnarskrár, sem samþykkt var við stofnun lýðveldis.

Þá var senn liðin öld síðan Trampe greifi, fulltrúi Danakonungs, sleit þjóðfundi þar sem Íslendingar unnu að samningu íslenskrar stjórnarskrár.

1874 "gaf" Danakonungur síðan Íslendingum dansksmíða stjórnarskrá á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar og er hún í meginatriðum enn í gildi hér á landi.

Eins og er, hafa þrír forsetaframbjóðendur mest fylgi í skoðanakönnunum, í stafrófsröð Andri Snær Magnason, Guðni Th.Jóhannessson og Ólafur Ragnar Grímsson.

Andri Snær og Guðni hafa tekið upp að nýju orðræðu Sveins Björnssonar fyrir 67 árum um nýja íslenska stjórnarskrá á grundvelli þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 þar sem yfirgnæfandi meirihluti var hlynntur nýrri stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs 2011 og þjóðfundar þar á undan.

Ólafur Ragnar er hins vegar tregur til í þessu efni og þarna skilur nokkuð á milli hans og hinna tveggja.

Umræðan um stjórnarskrá, samda af Íslendingum, er orðin 166 ára gömul og hún mun vonandi fá byr í seglin í komandi forsetakosningum.


mbl.is „Það er ekkert að óttast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband