Allir möguleikar erfiðir fyrir Ólaf Ragnar.

Með útspili sínu í dag hefur Davíð Oddsson óvænt sett heldur betur strik í reikninginn hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, sem með ummælum sínum í dag á Eyjunni vísaði í bæði nýjársávarp sitt og framboðsfund um daginn til þess að gefa vísbendingu um grundvöll stöðu hans, sem sé þá, að hvort tveggja megi rökstyðja, að halda framboðinu til streitu eða hætta við.

Allir möguleikar Ólafs Ragnars sýnast erfiðir, einkum þegar höfð eru í huga þeirra samskipti þeirra í aldarfjórðung, allt frá einstæðum ummælum þeirra hvor um annan á þingi.

1. Að halda framboðinu til streitu en tapa kannski fyrir öðrum frambjóðanda. Davíð myndi varla sýta það, þótt hann sjálfur tapaði líka, sætt er sameiginlegt skipbrot og búið að tryggja snautlegan endi á einstæðum ferli Ólafs Ragnars á forsetastóli.

2. Að taka slaginn og verða kosinn. Í ljósi stöðunnar nú er það áhættusöm ákvörðun og útkoman varla eins góð og Ólafur Ragnar hefði kosið, einkum ef þetta mistækis og Davíð yrði kosinn og gæti sagt sigri hrósandi, að spyrja ætti að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum í samskiptum þeirra í gegnum tíðina.

2. Að hætta við framboðið með þeim rökum að staðan væri gerbreytt eftir að fram hafi komið tvö öflug framboð. Hann gæti rökstutt það með því að nú væri meiri líkur á því en fyrr að frambjóðandi með drjúgt fylgi yrði kosinn með viðunandi miklu fylgi. En eftir stæði að hafa sjálfur hrokkið af standinum og sjá jafnvel gamlan viðfangsmann sinn, standa uppi sem sigurvegara.

Kostirnir eru fleiri, en allir erfiðir.

Þetta verður spennandi.


mbl.is Metur forsendur framboðs síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Davíð höggva í fylgi Ólafs Ragnars?

Fjögurra blaðsíðna lofgrein Hannesar Hólmsteins um Davíð Oddsson fyrir viku kann nú að virðast sem framboðsbæklingur hans.

Hluti af fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar síðustu ár hefur líklega falist í gömlum stuðningsmönnum Davíðs sem þrá öfluga reynslubolta sem helstu ráðamenn þjóðarinnar.

Ef Davíð gengur vel, kann þetta fólk að kjósa hann frekar en Ólaf Ragnar og minnka þar með möguleika Ólafs Ragnars á endurkjöri.

Davíð er sammála því sem komið hefur fram hjá öðrum frambjóðendum, að 24 ára seta Ólafs Ragnars sé of mikið, og mun bjóða sig fram sem ekki síðri reynslubolta en Ólaf Ragnar.

Nú er spurningin hvort þeir Ólafur Ragnar og Davíð muni soga svo til sín alla athygli í kosningabaráttunni að það bitni á öðrum frambjóðendum, - eða - hvort einmitt eins konar hanaslagur þeirra í gamla stílnum muni flýta fyrir óhjákvæmilegum kynslóðaskiptum á Bessastöðum.

Hið síðarnefnda getur allt eins orðið niðurstaðan.


mbl.is Davíð býður sig fram til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að vera leysanlegt mál.

Trén, sem nú eru farin að takmarka flutningsgetu flugvéla vegna þeirrar hindrunar, sem þau eru í aðflugi og flugtaki, gefa enga hugmynd um þann trjágróður sem var á þessu svæði þegar land var numið en hvarf af völdum manna og svalara veðurfars.

Ef þessi tré áttu að tákna endurheimt íslensks skóglendis hefðu þau átt að vera af lágvaxnari íslenskum tegundum.

Trén eru hávaxin barrtré af erlendum uppruna, sem ekki uxu á Íslandi fyrr en farið var að gróðursetja slík tré fyrir rúmri öld.

Skógurinn, sem lækka þyrfti, til þess að flugbrautin nýtist til fulls, er mikill minnihluti skógar í Öskjuhlíð og það á að vera leysanlegt mál að breyta skóginum þannig að þarna verði lægri skógur með íslenskum trjám, svo sem birki og reyni.

Lítið samræmi er í því að þessi tré séu ósnertanleg á sama tíma og til stendur að fella fallegan og skjólsælan skóg austast í Smáíbúðahverfinu og reisa þar íbúðablokkir sem byrgja fyrir lægri hús, sem standa fyrir sunnan þennan skóg.


mbl.is Trén hafa skapað vandræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband