Mörg íslensk lög eru á heimsmælikvarða.

Íslenska þjóðin er álíka fjölmenn og þúsundir lítilla borga um víða veröld. Það er líkast til aðalástæðan fyrir því hve fá af bestu dægurlögum okkar hafa orðið þekkt erlendis.

En með góðu gengi íslensks tónlistarfólks víða um lönd hfur opnast möguleiki til þess að bestu lög íslenskra tónskálda hljóti verðskuldað brautargengi, því að það besta hjá Íslendingum á þessu svið gefur ekkert eftir því besta erlendis, jafnvel þótt aðeins sé sunginn íslenskur texti með þeim.

Ef vel tekst til með enska þýðingu eða jafnvel alveg nýjan enska texta, ættu líkurnar á góðu gengi að aukast.


mbl.is Vor í Vaglaskógi heillar í USA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hittingur í lagi.

Tilboð Björgvins Halldórssonar varðandi jólatónleika hans er nýstárlegt og frumlegt eins og margt sem honum dettur í hug.

Í hug kemur smásaga af heimapartíi sem einn af allra þekktustu hljómlistarmönnum þjóðarinnar hélt, þar sem Björgvin var meðal gesta.

Ákveðið var að panta pítsur og þegar bjallan hringdi, ætlaði húsráðandi til dyra.

En Björgvin stóð upp, og vildi fara til dyra. Það þótti húsráðanda sérkennilegt og afþakkaði boðið.

En Björgvin sat fastur við sinn keip.

"Af hverju ættir þú að fara til dyra en ekki ég?" spurði partíhaldarinn.

"Jú, sjáðu til," svaraði Björgvin, "hugsaðu þér 18 ára pítsusendil, sem heldur á pítsum og hringir dyrabjöllu og sjálfur Elvis kemur til dyra."


mbl.is Geta borgað meira og hitt Björgvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband