Hrokagikkur, ef rétt er eftir honum haft.

Ef þau ummæli, sem höfð eru eftir "ofurhetjunni" Ronaldo eftir leik Portúgala og Íslendinga, eru rétt eftir honum höfð, sýna þau algera andstöðu við kjörorð EM, "respect" eða "virðing", - sýna fyrirlitningu og oflátungshátt.  

Rétt er að minnst þeirrar fyrirlitningar sem margir sýndu enska knattspyrnuliðinu Leicester áður en Öskubuskuævintýri þess hófst.

Fæstir höfðu mikið álit á Grikkjum áður en þeir urðu Evrópumeistarar og veðmálin fyrir bardaga Mike Tyson og Buster Douglas 1990 voru 41:1.

Dramb er falli næst.

 


mbl.is Smáþjóð sem mun aldrei vinna neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvílíkur endir!

Handritshöfundur í fremstu röð hefði varla getað skrifað magnaðri lokakafla en þann, sem gafst í leik okkar við Portúgala, þegar sjálfur Ronaldo fékk á silfurfati tvær aukaspyrnur á allra síðustu sekúndum viðbótartímans, sem var að vísu runninn út á klukkunni rétt eins og leiktíminn sjálfur.

Þetta var lyginni líkast, hvernig minnsta örþjóð sem spilað hefur á stórmóti í knattspyrnu, kom í veg fyrir að stórveldisþjóð í knattspyrnu gæti nýtt sér það að vera "betra liðið."

En eins og allt annað í knattspyrnu veit Lars Lagerback allt um það hvernig á að bera sig að til þess að nýta sér þá einföldu staðreynd, að það eru mörkin sem telja og dagurinn í dag var ekki bara venjulegur tímamótadagur að fá að hlaupa með landslið inn á í fyrsta leik á stórmóti, heldur að ná svona úrslitum gegn einu af bestu landsliðum heims.


mbl.is Stórkostleg byrjun á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstök stemning.

Margar af dýrmætustu endurminningum mínum frá unglingsárunum tengjast þeim níu árum þegar reiðhjólið Blakkur var minn mikli gleðigjafi.

Ástæðan er sú, að það að bruna niður brekkur og inn á áfangastað, gefur svo miklu meiri nautn en ella vegna þeirrar umbunar sem það veitir eftir allt mikla erfiðið og stritið sem að baki er.

Síðasta árið hefur rafreiðhjólið Náttfari endurnýjað þessa gleði, og gleðin við að bruna niður af Öxnadalsheiði, Vatnsskarði og Holtavörðuheiði á hjólinu Sörla á leið frá Akureyri til Reykjavíkur, skapaði yndislegar minningar, sem annars hefðu aldrei orðið til.

Sérstaklega var 90 kílómetra hraðinn niður að Bólstaðarhlíð ógleymanlegur eftir allt erfiðið og vandræðin á móti vindi upp Bakkaselsbrekkuna og brekkurnar upp á Vatnsskarð.

Ég sendi WOW Cyclothon mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir það að hugmyndin að laginu og myndbandinu "Let it be done!" byrjaði að fæðast á þeysunni niður að Bólstaðarhlíð og þá var mér efst í huga samkennd með öllu fólkinu, sem hjólaði hringinn fyrr um sumarið.

Textinn byrjar svona:

 

Let it be done!

Come on, let´s have fun

on a journey to a fight, that must be won!

 

We are the generations that start cleaning up the earth!

We are the generations that shall give new vision birth

by spurting over obstacles up every slope and hill

with ever growing endurance and streangth and fait and will!

 

With power from clean energy we ligth the brightest beam!

With power from our deepest hearts because we have a dream!

By using all our wit and guts we sweep through storm and rain

to undertake enourmos task, defying weariness and pain!

 

Let it be done!

Come on, let´s have fun!

Bicycles on the run!

Father and mom!

Daugthter and son!

Electric bikes on the run!....*"

 

Sjá slóð inn á Youtube:  https://youtu.be/y_rFz-gF5dg

 


mbl.is Fer beint úr fluginu á hjólið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðnar ört á hálendinu.

Það leyndi sér ekki í flugferð í gær frá Tungubökkum í Mosfellsbæ til Sauðárflugvallar á Brúaröræfum, hvað snjó tekur ört upp á hálendinu.BISA 13.6.16

Miklu minni snjór er nú á Sprengisandsleið en 19. júní í fyrra og leiðin í Kverkfjöll er að opnast.

Sauðárflugvöllur var flekkóttur af snjó 2. júní síðastliðinn, en kemur nú þurrari og harðari undan vetri en nokkru sinni áður og þar að auki mun fyrr.

En gríðarlegur snjór á svæðinu kringum flugvöllinn á Brúaröræfum og Vestur-Öræfum er enn ekki farinn og miklar bleytur enn.BISA loftm. 13.6.2016

Sauðárflugvöllur er því enn eins og vin í eyðimörk skafla og bleytu og var valtaður og yfirfarinn i gær, svo að hann er opinn hér með, allar fimm brautirnar.

Það hefur verið árvisst að flugvöllurinn opnist 2-4 vikum fyrr en landleiðirnar á hálendinu.

Á neðri myndinni eru Brúarjökull og Kverkfjöll í baksýn.  


mbl.is „Fínasta júníblíða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband