Af hverju er textaheiti höfundarins ekki notað?

Ég var viðstaddur þegar Óðinn Valdimarsson kynnti lagið "Ég er kominn heim" í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Á þessum tónleikum voru kynnt nýjustu dægurlögin, og lagið og ljóðið "Ég er kominn heim" og ekki síður flutningurinn slógu verðskuldað í gegn.

Nú hefur hlotið sess sem ómetanlegur söngur fyrir okkar besta íþróttafólk og þjóðina sjálfa og er það vel.

Lagið hefur heitið þessu nafni í 56 ár, bæði á plötum, diskum og ævinlega í flutningi og höfundurinn sjálfur hlýtur að hafa staðið á bak við það.

Að minnsta kosti var aldrei hróflað við heitinu né textanum sjálfum fyrr en allt í einu núna þegar það er orðið svo vinsælt að engu þarf við flutning þess og innihald að bæta.

Að því leyti er það brot á höfundarrétti ef heitinu er breytt, ekkert síður en ef menn fara að hræra í textanumm sjálfum.

Af hverju er allt í einu búið að breyta heiti þessa frábæra lags eftir öll þessi ár og byrjað að nota heiti Jónasar Hallgrímssonar á frægasta ástarljóði Íslendinga? 

 


mbl.is Vigdís sendi landsliðinu kveðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ummæli forsetans og draumur minn.

Mig dreymdi Ólaf Ragnar Grímsson í nótt á þann veg að ég væri kominn að útidyrum heimilis hans til klukkan sex að morgni til að taka mér stöðu og og bíða færis á því að taka mynd af því þegar hann gengi út til verkefna dagsins, sem tengdust því að nýr forseti tæki við við sérstaka athöfn síðar um daginn.

En staðinn komst ég að því þegar ég kom á vettvang, að hann ætlaði fyrst í síðustu heimsóknina í embætti svona óskaplega snemma: Heimsókn á leikskóla Barnavinafélagsins Sumargjafar.

Ég hljóp að bíl mínum til að ná í myndavélina mína, því að ég hafði ekki búist við því forsetinn færri svona snemma í verkefni dagsins.

Mig hefur aldrei dreymt Ólaf Ragnar áður.

Síðan heyrði ég það í útvarpsfréttum nú áðan að merkilegt viðtal hefði verið tekið við forsetann á Sprengisandi sem ég hafði ekki hugmynd um fyrirfram.

Þar sagði forsetinn margt merkilegt, sumt afar persónulegt og annað afar merkilegt hvað varðar fjölmiðlun og stjórnmál.

Merkilegast fannst mér það sem hann sagði um það, sem svo margir virðast annað hvort ekki skilja eða vilja skilja, að ráðamenn í öllum löndum heims búa við nýjan veruleika nýrrar alþjóðlegrar fjölmiðlunar.

Hér á landi hafa margir sífrað um það að atburðirnir í vor hafi verið vegna samsæris RUV og Samfylkingarinnar.

Hið rétta er þó það, sem blasir við, að það var rannsóknarvinna erlendra blaðamannasamtaka í fjarlægu landi, Panama, sem setti valda- og fjármálaöfl um allan heim í nýtt ljós á einni dagstund.

Forsetinn hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að valdamönnum nútímans í hvaða landi sem væri, nægði ekki að njóta trausts í kosningum á fjögurra ára fresti, heldur á hverjum einasta degi, og að þetta traust gæti fokið út um gluggann hjá hverjum þeirra hvaða dag sem væri.

Forsetinn hóf embættisferil sinn með því að fara í óopinbera heimsókn daginn eftir embættistöku á Bindindismótið í Galtalækjarskógi.

Þess vegna væri heimsókn á leikskóla barnanna, sem taka við afleiðingunum af gerðun núlifandi kynslóða vel við hæfi hjá forseta sem er umhugað um jafnrétti kynslóðanna og sjálfbæra þróun.

Óopinber heimsókn á vettvang æskunnar er í samræmi við það sem Andri Snær Magnason segir um það hvernig forseti eigi helst að nálgast þjóð sína.

Það og margt annað áhugavert varðandi verkefni 21. aldarinnar mun áreiðanlega bera á góma í kaffiboði, sem hann heldur í dag.      


mbl.is Erfitt að vera ástfanginn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landkynningin 1950.

Fyrir 65 árum var hægt að telja flugferðir milli Íslands og Evrópu í hverri viku á fingrum annarrar handar og fljúga þurfti á vélum, sem voru ekki með jafnþrýstiklefa, komust ekki ofar en í 10 þúsund feta hæð og þurftu því að fljúga inni í skýjum og úrkomu.

Flug til London tók minnst sex klukkustundir.

Sáralítið var því af erlendum ferðamönnum á Íslandi og því hafði það ekki sömu þýðingu og nú egar einhver glæsilegasti hópu allra tíma á Íslandi fór frægðarför á EM í frjálsum íþróttum í Brussel 1950 og kom heim með fleiri gull en íþróttastórveldið Svíþjóð.

Um´mánaðamótin júní-júlí var staðan þannig, að Íslendingar áttu möguleika á að hreppa átta verðlaunapeninga á EM, þar af fjögur gull. Þeir komu heim með tvö gull og eitt silfur.

Gallinn var sá að keppt var í báðum greinum Torfa Bryngeirssonar á sama tíma og Örn Clausen átti möguleika á verðlaunapeningum í þremur greinum og valdi sína bestu, tugþrautina, en það kom í veg fyrir að hann gæti keppt í langstökki, 110 metra grindahlaupi og 4x100 metra boðhlaupi.

Haukur Clausen náði þetta sumar besta tímanum í 200 metra hlaupi í Evrópu en var meinað að keppa í þeirri grein og varð að láta sér nægja 5. sætið í 100 metrunum, sem var hans lakari grein.

Skúli Guðmundsson átti ekki heimangengt til að reyna við verðlaun í hástökki og Hörður Haraldsson tognaði í landskeppni við Dani.

Afrek íslenskra frjálsíþróttamanna á árunum eftir stríðið var mjög mikils virði fyrir örþjóð sem var að stíga sín fyrstu spor sem algerlega fullvalda lýðveldi.

Og hefði vafalaust skilað miklum gjaldeyri inn í landið ef nútíma samgöngur hefðu verið þá.


mbl.is Ómetanleg landkynning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband