Þjóðin vill forseta. Hann á að vera fulltrúi allra, líka komandi kynslóða.

Í skoðanakönnun, sem verður að teljast marktæk, kom nýlega í ljós að yfirgnæfandi meirihluti vill hafa þjóðkjörinn forseta. Líklegt verður að teljast að ef það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta myndi niðurstaðan verða sú sama. 

Í upphafi starfs stjórnlagaráðs lögðum við okkur eftir því að nema álit fólksins á þessu atriði og fengum um það margar ábendingar. 

Gagnstætt þeirri skoðun að unga fólkið væri róttækt og vildi svona "prjál"-embætti í burtu virtist það ekki vera þannig. 

Við gerð nýrrar stjórnarskrár var því viðfangsefnið fólgið í því að velja á milli embættis með afar litlum eða engum valdheimildum eða að nýta þá sérstöðu sem felst í eina beint þjóðkjörna embættismanni þjóðarinnar, þannig að hann hefði líka heimild til að koma til skjalanna á "ögurstundum" og til þess að hamla gegn of mikilli samþjöppun valds (checks and balance)

Ummæli Styrmis Gunnarssonar í Speglinum í gær og alla tíð um að leggja beri embættið niður og láta það í hendur forseta Alþingis eru því mótsagnakennd eins og staðan er í dag þegar litið er til hinna ágætu sjónarmiða Styrmis varðandi beint lýðræði. 

Ef þjóðin vill hafa forseta, á hún að fá að ráða því.

Það hefur verið hent á lofti að 1996 hafi legið fyrir að 26. greinin væri dauður bókstafur.

En Ólafur Ragnar Grímsson taldi hana þvert á móti í fullu gildi og lýsti þeirri skoðun yfir í kosningabaráttunni. Þetta atriði var eitt þeirra, sem réðu atkvæði mínu og áreiðanlega fleiri 1996.

Hitt er annað mál, að þrátt fyrir það, að sem betur fór beitti Ólafur heimild greinarinnar í þrígang, heyktist hann á því 2003 varðandi Kárahnjúkavirkjun, en það mál var eina málið sem Vigdís Finnbogadóttir taldi átta árum síðar, 2004, að hefði verið þess eðlis að hún hefði beitt málskotsrétti.

Grundvallarmunurinn á Kárahnjúkamálinu og EES áratug fyrr var sá, að EES-samningurinn var afturkræfur en Kárahnjúkavirkjun hafði hins vegar í för með sér mestu mögulegu óafturkræfu neikvæð umhverfisáhrif, sem hægt var að valda hér á landi.

 

Að öðrum forsetaframbjóðendum ólöstuðum hefur Andri Snær Magnason víðasta framtíðarsýn á öld, sem á eftir að færa okkur og öðrum þjóðum heims stórbrotnari viðfangsefni en nokkur önnur. 


mbl.is Sjötti forsetinn kjörinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband