Enginn verður samur ferð yfir Grænlandsjökul.

Það skiptir ekki máli hvort gengið er yfir Grænlandsjökul eða farið á farartækjum hvað það snertir að jökullinn sjálfur hefur þau áhrif, að enginn verður samur eftir slíka ferð.

Víst er Vatnajökull einstakur og býður upp á staði eins og Grímsvötn og Kverkfjöll, sem hvergi finnast annar staðar á jarðríki.

En stærð, hæð og mikilleiki Grænlandsjökuls er í slíkum mæli, að í samanburðinum verða íslenskir jöklar líkari sköflum. Grænlandsjökull er einfaldlega 200 sinnum stærri og meira en þúsund metrum hærri og risinn meðal íslenskra jökla.

Ég átti þess kost að fara í einu jeppaferðina, sem farin hefur verið yfir jökulinn, og enda þótt aðstæðurnar hafi verið gerólíkar því sem þær eru þegar gengið er eða farið á hundasleðum, þurfti samt að sofa í tjaldi í svefnpoka sem gæti staðist 30 stiga frost og ég á enn.

Leiðin lá frá Ísortoq í nágrenni Kulusuk yfir til Kangerlussuaq eða Syðri-Straumfjarðar á vesturströndinni og farið var upp í um 3000 metra hæð.

Síðustu 100-200 kílómetrarnir voru og eru erfiðastir og hrikalegastir, svakalegur skriðjökull með ótal sprungum og hættulegum hindrunum, krapa og grófu íslandslagi.

Þar fyrir vestan er komið niður í einstaklega fallegan dal með rennandi jökulsá í fossaflúðum og hreindýraslóðum.

Í nágrenni alþjóðaflugvallarins í Kangerlussuaq eru sandöldur, og allt í einu uppi á einni þeirra birtist flugvöllurinn í landslagi sem líkist frekar eyðimerkurlandslagi Arabalanda en þessum mikla heimskautslandi.

Í júlí er þar 16 stiga meðalhiti á daginn, hærri en nokkurs staðar annars staðar norðan heimskautsbaugs, á sama tíma og á austurströndinni, hinum megin við jökulinn, þar sem hitinn í júlí rétt skríður yfir 4 stig.

Eitt af mörgum atriðum sem sýnir öfgar og hrikalegar andstæður þessa mikla lands, sem liggur aðeins 285 kílómetra frá Vestfjörðum.

Ég lýsti fyrirbærum þessum lítillega í bókinni "Ljósið yfir landinu" og nú loks hillir undir það að geta farið í það verkefni að setja saman sjónvarpsmynd um þennan leiðangur, þótt seint sé.


mbl.is Í tíunda sinn yfir Grænlandsjökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipaðir straumar í forsetakosningum fyrr og nú.

Í fyrstu forsetakosnningunum hér á landi 1952 komu fram svipaðir straumar og síðan hafa ráðið miklu um úrslitin 1968, 1980, 1996 og 2016 varðandi val á nýjum forseta.

1952 vann frambjóðandi sem bauð sig fram á móti frambjóðanda þáverandi stjórnarflokka Sjalla og Framsóknar.

Í því félst aðallega tvennt: Að kjósa yngri mann og öðruvísi en fráfarandi forseti var og mann sem gæti verið ákveðið mótvægi við ríkjandi stjórnmálaöfl.

1968 var þetta enn meira áberandi, einkum hvað varðaði hið síðarnefnda, mótvægi við rikjandi öfl.

1980 kom það fram að kjósa frekar unga, glæsilega og vel menntaða konu sem mótvægi við endalaust karlaveldi heldur en miðaldra eða roskna karlmenn, sem var hægt að líta á sem hluta af kerfinu.

1996 voru Sjallar og Framsóknn við stjórn eins og 1952 og aftur var kosinn glæsilegur maður, sem þar að auki gat orðið mótvægi við ríkjandi stjórnmálaöfl.

2016 stendur þannig á að í þriðja sinn þegar kosinn er nýr forseti, eru Sjallar og Framsókn viö völd, enda ekki kosinn frambjóðandi sem hafði verið þar í flokki.

Fráfarandi forseti var karl á ellilaunum og þegar ég var að ræða þessi mál í vetur þegar fólk var að nefna ýmis nöfn, benti ég á það, að líklegast yrði að næsti forseti yrði alger andstæða Ólafs Ragnarson, ung og glæsileg kona.

Að því leyti sýndist mér þá að enda þótt Andri Snær Magnason væri að mínum dómi sá kandidat, sem helst væri maður framtíðarinnar og 21. aldarinnar, yrði hætta á að ung kona yrði fyrir valinu. 

Í byrjun féll Katrín Jakobsdóttir undir þau tvö atriði sem nefnd hafa verið, en ákveðið tómarúm myndaðist þegar hún gaf framboð frá sér.

Inn í það tómarúm komu Guðni Th. Jóhannesson fyrir einskæra tilviljun upphlaupsins vegna Panamaskjalanna, og síðar Halla Tómasdóttir, alger andstæða fráfarandi forseta hvað varðaði aldur og kyn.

Andri Snær er eftir sem áður maður framtíðarinnar og hann getur því sagt eins og Jóhanna forðum: "Minn tími mun koma!"

Og framboð hans er langt frá því að hafa verið sóun á tíma og fé, þvi að með því fékkst tækifæri til að kynna nýjar hugmyndir sem nauðsynlega þarf að hrinda í framkvæmd til að takast á við tröllaukin viðfangsefni þessarar aldar í umhverfis- og þjóðfélagsmálum.

Það var við ramman reip að draga fyrir Andra Snæ að koma þeim málum að og einnig voru aðrir frambjóðendur með einföld ummæli varðandi sjálfbæra þróun og umhverfismál.

Andri stóð sig mjög vel og var að öllu leyti til sóma. Hann vakti athygli á mikilvægustu málum framtíðarinnar, fékk áberandi mikinn hljómgrunn hjá unga fólkinu og þetta mun skila sér bæði nú og síðar.   


mbl.is Ánægður með undirtektir unga fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og svar við ákorun, sem á sér mikinn hljómgrunn.

"Forseti allra, líka komandi kynslóða" er eins konar áskorun, sem birtist í næsta bloggpistli á undan þessum. Miðað við fyrri kynni mín af nýkjörnum forseta, sem hafa verið einstaklega góð og gefandi er hægt að hafa góða von um að hann muni hafa þetta í huga, úr því að hann tekur fyrri hluta þessarar áskorunar upp sjálfur.

Kjör hans eru góð tíðindi þegar miðað er við það, að þjóðin þoki sér úr hinum gamla tíma 20. aldrinnar inn í 21. öldina.

Þegar hann sest í stól Bessastaðabónda er hægt að vera bjartsýnn á framtíðina, sem færir okkur svo mörg stórbrotin viðfangsefni.

Guðni er einstaklega vandaður og vel gerður maður og vel hefur til tekist.

Það er táknrænt og gott að nú flytjist ung börn inn á Bessastöðum á sama hátt það var táknrænt 1961 þegar Kennedyhjónin fluttu með sína fjölskyldu inn í Hvíta húsið.

Það gladdi mig mjög hvernig aðrir frambjóðendur tóku úrslitunum. Davíð Óddsson tók sínum ósigri af mikilli yfirvegun og jafnaðargeði og var það mér mikil ánægja að verða vitni að því, hvernig hann gerði það.

Því að það er fekar í viðbrögðum við ósigrum sem sigrum sem menn sýna úr hverju þeir eru gerðir.

Þetta er sá Davíð, sem ég hef haft lengi mætur á og ekki síður hans einstaklega mikilhæfu og góðu konu.


mbl.is „Framar öllu vil ég vera forseti allra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband