Stærra en "leikur aldarinnar"? Vítaspyrnukeppni hvað?

Þegar ungverska knattspyrnulandsliðið niðurlægði Englendinga tvívegis á fyrri hluta sjötta áratugarins fékk fyrri leikurinn heitið "leikur aldarinnar".

Það þarf því svolítið til þegar ein af helstu knattspyrnuhetjum Englendinga segir að leikurinn í kvöld hafi verið þeirra versta tap frá upphafi.

Björtustu vonir þeirra sem gældu við íslenskan sigur, voru bundnar við þann möguleika eftir framlengdan leik, að við ynnum Englendinga í vítaspyrnukeppni.

Nú er hægt að segja: Vítaspyrnukeppni hvað?

Í vor var skrifað hér á síðuna að rétt væri hafa í huga hið fornkveðna að spyrja skuli að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum.

Var það skrifað í tilefni af slakri útkomu landsliðsins í vináttulandsleikjum en voru hjá þjálfurunum æfingaleikir til þess að móta liðið og fá allan landsliðshópinn til þess að vera í takt og tilbúnir, sama á hverju gengi, þegar komið væri á EM.

En ljóst var að landsliðsþjálfararnir voru fjarri því að fara á taugum á þessum tíma, heldur allan tíman með hugann við það sem máli skipti.

Það er nefnilega einn stærsti kostur landsliðsþjálfaranna hve yfirvegaðir þeir eru pollrólegir.

 

 


mbl.is „Okkar versta tap frá upphafi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvílíkar 18 mínútur!

Síðasta mínúta leiks Austurríkismanna og Íslendinga verður lengi í minnum hafður en það er sama hvernig leikurinn, sem nú stendur yfir, fer, fyrstu 18 mínúturnar, hvílík veisla!

Hvílík dramatík! Hvílík frammistaða! Hún sýndi upp á hvað íslenska landsliðið í knattspyrnu gertur boðið þegar sá er gállinn á því.


mbl.is Ísland áfram eftir sögulegan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálmurinn bjargar mörgum. Þarf að binda hann.

Ég get tekið undir með Sigmari Breka Sigurðssyni og hans fólki um það hvernig hlífðarhjálmur getur bjargað fólki, bæði ungu og gömlu frá stórslysi og jafnvel örkumlum og dauða.

Fyrir rúmum tveimur mánuðum reyndi ég þetta á sjálfum mér ég varð fyrir bíl og kastaðist upp á framrúðuna á reiðhjólinu mínu, braut framrúðuna með hjálmnum og kastaðist síðan eins og Sigmar Breki, og í svona slysi er um að ræða tvo árekstra, hinn fyrri við bílinn, en hinn síðari jafnvel miklu harðari við að lenda úr fluginu á malbikinu.

Ég hef nefnt hið síðarnefnda "að lenda í árekstir við gatnakerfi Reykjavíkur."

En það er ekki nóg að hafa hjálm ef hann er ekki bundinn með bandi undir hökuna.

Því miður hefu ég séð of marga með hjálminn óbundinn, og þá er hætta á því að hjálmurinn hafi fokið af í fyrri árekstrinum og hinn síðari því orðið án hjálms.


mbl.is Hjálmurinn bjargaði Sigmari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er bara einn Maradona

Sumir sögðu að Pelé hefði verið lykillinn að heimsmeistaratitli Brasilíumanna.

Það snerist allt í kringum Puskás hjá ungverkska landsliðinu, besta landsliði heims 1956.  

Enginn knattspyrnumaður hefur fengið þau ummæli að enda þótt knattspyrna sé hópíþrótt hafi hann fært landi sínu heimsmeistaratitil.  Nema auðvitað Maradona.  

Það er erfitt fyrir besta knattspyrnumann heims að spila með lélegu landsliði og endurtaka afrek Maradona. Það er ekki bara vegna þess að liðið er ekki nógu gott heldur sennilega það að það hefur aldrei verið neinn annar Maradona. 


mbl.is Messi er hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband