Það þarf sterk bein til að þola góða daga.

Kannski var forsætisráðherra að leita að máltæki á borð við ofanritað þegar hann sagði að það væri erfitt að eiga peninga á Íslandi.

En vegna samhengisins við birtingu Panamaskjalanna þótti mörgum sem með þessum ummælum væri verið að réttlæta gerninga eins og skattaundanskot og peningaþvætti.

Nú segir Sigurður Ingi það þessi ummæli hafi verið óheppileg og klár mistök af sinni hálfu.

Þau hafi hins vegar verið slitin úr samhengi.

Þegar orð Sigurðar Inga núna eru borin saman við nýjustu ummæli fyrrverandi forsætisráðherra og það sem hann heldur fram núna, kemur fram grundvallarmunur, sem hugsanlega væri hollt fyrir Framsóknarmenn að íhuga þegar þeir búast til kosningabaráttu sinnar.


mbl.is Mistök að segja erfitt að eiga peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg dæmi um áhættuna af "hinu ljúfa lífi."

Það dylst engum, sem sér Ronaldo í leik að geta hans byggist ekki aðeins á meðfæddum hæfileikum, heldur þrotlausum æfingum og þjálfun í hvívetna. Ekki er að efa að árangur hans á nýliðnu keppnistímabili hefur tekið á og nauðsynlegt að pústa aðeins.

Þótt Ronaldo sé vafalaust með úthugsaða áætlun í þessu efni sýnir íþróttasagan, að það þarf ævinlega að ganga hægt um gleðinnar dyr.

Muhammad Ali kom stundum greinilega of þungur og ekki í nægilega góðu formi til barda og mátti til dæmis þakka fyrir að vera ekki dæmdur ósigur í hinum hundleiðinlga bardaga sínum við Jimmy Young, enda púað á Ali í lok bardagans.

Lennox Lewis veitt sér smá munað, að leika smáhlutverk í Hollywood mynd og það nægði til að draga nóg úr getu hans í hringnum til þess að Hasim Rachman rotaði hann.

Jack Dempsey, fyrsta stóra alþjóðlega íþróttastjarnan, var veikur fyrir því að njóta frægðarinnar með þátttöku í skemmtanalífinu, og náði aldrei fyrri styrkleika eftir það, tapaði heimsmeistaratigninni til Gene Tunney og mistókst að ná henni aftur í bardaga, þar sem hann skoraði Tunney á hólm.

Ali ofmat getu sína til að endurheimta fyrri styrkleika fyrir fyrsta bardagann við Joe Frazier og tapaði honum.

Frazier ofmetnaðist síðan í framhaldinu, fór að spila í hljómsveit og njóta lífsins og kom of þungur og ekki í nægilega góðu formi til bardaga við George Foreman með þaim afleiðingum að vera niðurlægður strax í upphafi bardagans og sleginn sex sinnum í röð í gólfið.

Prins Naseem Hamed var æðislegur og einstakur boxari í kjölfar erfiðs uppvaxtar í fátækt en þegar við Bubbi Morthens heilsuðum honum í Machester fyrir bardaga, var hönd hans köld og þvöl.

Hann hafði greinilega orðið meyrari og orðinn of þungur við að lifa ljúfu lífi í kjölfar heimsfrægðar og náði sér aldrei á strik eftir þetta.

Síðan eru dæmi um að afreksmenn hafi blekkt andstæðingana með því að láta líta út fyrir að þeir slægju slöku við æfingar.

Þegar Louis Firpo var heimsmeistari, tröll að burðum, tæplega tveir metrar á hæð, skoraði mun minni hnefaleikari, Max Bear, á hann og fór mikinn í samkvæmislífinu og sló um sig með grobbi og gríni, þannig að fjölmiðlarnir tóku eftir því og gerðu þessu ljúfa lífi hans góð skil.

En í raun æfði hann eins og berserkur og niðurlægði síðan risann ítalska, sem vanmat Bear gróflega.    

 

 

 


mbl.is „Villt partý“ Ronaldos fyrir Íslandsleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tignarlegt "átakasvæði".

Fyrir þremur dögum var tignarlegt að líta yfir Bárðarbungu og svæðið umhverfis hana þegar flogið var yfir hana á leið til Sauðárflugvallar. DSC00733

Þegar komið er í átt að henni úr suðvestri, er skriðjökullinn Köldkvíslarjökull nær okkur á þessari mynd.

lítið þarf út af að bregða um staðsetningu goss undir Bárðarbungu til þess hamfaraflóð fari niður undir Köldukvíslarjökul um Köldukvísl,Bárðarbunga 1.6.16 Hágöngulón og þaðan yfir stíflurnar við það og áfram niður í virkjanakerfið í Tungnaá og Þjórsá.

Auk þess gæti hluti hlaupsins færi til vesturs niður í Þjórsá og hafa sumir áhyggjur af Þjórsárverum í því sambandi.

Þegar flogið er nær Bárðarbungu sést hún sjálf auðvitað betur og útsýni birtist til austurs, þar sem Dyngjujökull, Kverkfjöll og fjærst Snæfell mynda bakgrunn fyrir það svæði, þar sem upphaf hamfarahlaups til norðurs um Jökulsá á Fjöllum, allt til sjávar gæti orðið.

Ef hlaup kæmi niður Rjúpnabrekkujökul, sem er næst okkur á þessari mynd, fer hamfarahlaup niður Skjálfandafljót til sjávar.IMG_7802

Á neðstu myndinni, sem ég ætla að setja hér inn, er skimað til norðurs yfir eina af þeirri leiðum, sem hamfarahlaup úr Bárðarbungu getur farið ef það kemur undan Dyngjujökli og æðir alla leið norður í Öxarfjörð.

Myndin er tekin á flugi yfir Kverkfjöllum, en það glyttir í sporð Dyngjujökuls vinstra megin á myndinni.

Það gefur hugmynd um stærð þess svæðis sem hamfarahlaup vegna goss í Bárðarbungu geta farið, að ef flogið er beint frá Þjórsárósum um Bárðarbungu og hlaupleiðina til norðurs um Jökulsá á Fjöllum, er flugleiðin jafnlöng og ef flogið er frá Reykjavík til Egilsstaða.

 


mbl.is Enn skelfur við Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband