Stóryrði eru ekki til bóta.

Stóryrði, sem fallið hafa varðandi atvikið í Laugarneskirkju, eru ekki til bóta, svo sem að fullyrða í útvarpi að hælisleitendurnir hefðu verið útsendarar ISIS, sendir til hryðjuverka, og sóknarpresturinn, biskupinn og jafnvel verðandi forseti samsekir eða í það minnsta nytsamir sakleysingjar.

Svo langt hefur verið gengið hér á blog.is að leggja til að íslenska þjóðkirkjan verði lögð niður fyrir svik gagnvart kristinni trú og gildum hennar.

Fyrir liggur að útlendingastofnun og aðrir, sem um þetta mál hafa vélað hér á landi, koma af fjöllum varðandi þær "upplýsingar" að hælisleitendurnir hafi verið grunaðir í Noregi um að vera útsendarar ISIS og sendir til Norðurlanda til að fremja hryðjuverk.

Verðandi forseti hefur verið atyrtur fyrir það að segja að þetta atvik hafi verið dapurlegt, sem það þó var, hvernig sem á málið er litið.  

 


mbl.is Mátti reyna að leita annarra leiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tignarlegur þjóðsöngur þegar hann er vel fluttur.

Íslenski þjóðsöngurinn er kannski háfleygari og erfiðari til söngs en margir aðrir, en þegar hann er vel fluttur á troðfullum stórleikvangi eins og til dæmis fyrir leik Íslendinga og Englendinga er hann tignarlegur og hrífandi.

Hann getur líka verið grípandi við einfaldar aðstæður. Þannig var eftirminnilegur flutningur Margrétar Eirar undirleikslaust í Egilshöll fyrir nokkrum árum.

Hann er hins vegar viðkvæmur til söngs, dálítið langur,tónsviðið mikið og textinn frekar óvenjulegur.

En landið okkar er líka óvenjulegt.


mbl.is Gerðum ekki lítið úr íslenska þjóðsöngnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárfín lína milli sjálfstrausts og ofmats.

Sjálfstraust, byggt á góðri greiningu á eigin getu og getu andstæðingsins, er nauðsynlegt í allri keppni.

Greina þarf sem best alla styrkleika og veikleika.

En einhvers staðar liggur hárfín lína á milli sjálftrausts og ofmats.

Innan þessarar línu er möguleikinn á sigri þótt viðkomandi teljist vera minni máttar.

Utan þessarar línu er fullvissa um að viðkomandi sé ósigrandi.

Dæmi um hvort tveggja eru óteljandi í íþróttasögunni.

Dæmi um íþórtamenn sem sjálfir og allir aðrir töldu ósigrandi voru hnefaleikakapparnir Max Bear, Sonny Liston og George Foreman.

Allir fóru þeir flatt á þessu ofmati.

Ungverjar voru með langbesta landslið heims 1950-56 en tapaði þó í úrslitaleiknu á HM fyrir gestgjöfunum, Vestur-Þjóðverjum.

Vonandi verður íslenska liðið á Stade de France á morgun fullt sjálfstrausts en þó vitandi um það að ekkert lið er ósigrandi, heldur ekki það íslenska


mbl.is 10.000 Íslendingar gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er galdurinn?

Það, að Íslendingar fengu að lánað Motherwell klapphrópið, varð til þess að engir aðrir en við vitum að það er upphaflega ekki víkingaklapp.

Á hinn bóginn er meira en þriðjungur íslensku þjóðarinnar af keltneskum uppruna, einkum vegna þess að víkingarnir rændu skoskum, írskum og jafnvel velskum konum og fluttu til Íslands.

Og þótt Wales-verjar séu sakaðir um að "stela" klappinu frá Íslendingum, er þetta allt innan norrænu-keltnesku ættarsamfélagsins.

En það er auðséð í orðsins bókstaflegri merkingu hvers vegna víkingaklappið vekur slíka heimsathygli.  Það er vegna þess að höfuð og hendur eru það eina sem áhorfendaskari getur sýnt svo athygli veki.

Enginn sér dansspor hjá massa af fólki sem er þjappað saman.

 


mbl.is „Stálu“ íslenska víkingaklappinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband