Óskiljanlegt ástand fyrir Íslendinga.

Sú staðreynd að hver sá, sem hefur tilskilið byssuleyfi megi, lögum samkvæmt bera jafnvel hríðskotarifill á götum Dallas-borgar að eigin vild er óskiljanleg okkur Íslendingum.

Allt uppnámið vegna manns sem þetta gerði og tengdist skotárásunum þar ekki neitt sýnir á hvaða stig ástand ótta og tortryggni getur komist þarna vestra.

Bandaríkin, land og þjóð, eru magnað og um margt aðdáunarvert fyrirbæri. 

Því leiðinlegra er það þegar svona ástand, sem byggir vaxandi ótta og öryggisleysi virðist fara versnandi.  


mbl.is Gekk um með riffil og gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Góða kvöldið", - á kannski að vera eitthvað fínt.

Myndi menn ekki sperra eyrun ef einhver Íslendinur heilsaði útendingum á ensku að kvöldlagi með því að segja: "The good evening."

Auðvitað heilsar enginn neinum með svona orðalagi á tungum nágrannaþjóðanna.

Menn segja til dæmis ekki den gode aften. 

Í öðrum tungumálum er ekki notaður greinir í þessari kveðju. 

En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa margir tekið upp þann sið að bjóða ekki gott kvöld á íslensku heldur "góða kvöldið."

Það er eins og það þyki eitthvað fínna nota greini. Að minnsta kosti finnst mér þetta tilgerðarlegt.

Og eins og sjá má á tengdri frétt er kveðja Pogba knattspyrnumanns þýdd á íslensku með því að nota orðin "góða kvöldið" sem er auðvitað röng þýðing. 

En svo mikið virðist liggja við að ryðja þessa fína orðalagi braut að leiðindaorðalaginu "góða kvöldið" er troðið inn í þýðingar þar sem á frummálinu er einfaldlega boðið gott kvöld. 

 

 

 


mbl.is Pogba þakkar fyrir víkingafagnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegt glæpaverk sem gerir gríðarlegt ógagn.

Morðin á fimm lögreglumönnum í Dallas eru skelfilegar fréttir sem vekja almenna fordæmingu og gera réttindabaráttu í Bandaríkjunum gríðarlegt ógagn.

Hún verður vatn á myllu þeirra, sem vilja kynda undir það almenna vígbúnaðarkapphlaup, sem knúið er áfram af þeim, sem trúa því að því betur sem almenningur er búinn skotvopnum, því meira öryggi fáist í þjóðlífinu.

Allir munu tapa á svona atburðum nema vopnaframleiðendurnir sem græða því meira sem meira er selt af skotvopnum.


mbl.is Obama: Fyrirlitleg árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband