Einstakt tækifæri fyrir Alþingi til að auka traust á sér.

Alþingi Íslendinga hefur notið svo lítils trausts í skoðanakönnunum, að miðað við mikilvægi þess að þar sé saman komið fólk sem hefur fengið fylgi út á traust kjósenda, er það rúið trausti. 

Ástæðan er augljóslega illvígar deilur og síendurtekið uppnám, sem hefur ekki einasta stóreyðilagt afrakstur þingstarfa, heldur hefur það oft á tíðum verið pólitískur sandkassaleikur, sem hefur blasað við áhorfendum sjónvarps, sem ekki eiga kost á að fylgjast með aðalstarfi þingmanna í nefndum þingsins og hafa yfir sér allt annan blæ. 

Í vor virtist allt í einu eins og alveg nýr andi viðleitni til samvinnu færi um þingið. 

Var tilviljun að það gerðist á sama tíma og einn þingmaðurinnn var í fríi?

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur vaxið sem stjórnmálamaður á sama tíma og flokkur hans er ekki nema svipur hjá sjón. 

Það var eitt sinn sagt um íslenskan stjórnmálamann, að hann kysi ekki frið ef ófriður væri í boði. 

Þessu virðist sem betur fer öfugt farið hjá núverandi forsætisráðherra. 

Daginn eftir að Gunnar Bragi Sveinsson hefur allt á hornum sér varðandi það að kosningadegi sé slegið föstum og segir að slíkt sé glapræði, er auglýst að hann verði 29. október. 

Stjórnmál snúast um traust. Nú er möguleiki á að hægt verði að vinna á sama hátt að framgangi mála á Alþingi fram að kosningum og unnið var í vor.

Með því að ákveða að klára ekki fjárlög fyrir kosningar hefur verið opnað á aukinn tíma fyrir önnur mál í meðförum þingsins.

Bæðí sú ákvörðun og ákvörðun um kjördag er traustvekjandi, og á móti getur stjórnarandstaðan ááunnið sér traust með því að nýta sér ekki tækifærið til að velja ófrið, þótt hann sýnist geta verið í boði í þingstörfunum, heldur að taka þátt í því með stjórnarmeirihlutanum, sem hugsi svipað, að þannig verði gengið til kosninga 29. október að Alþingi sem heild hafi aukið tiltrú kjósenda á sér.

Takist það mun það gagnast öllum frambjóðendum.   

 

 


mbl.is „Hótunin var tekin út af borðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miskunnarlauar kröfur staðalímyndanna.

Alls konar kröfur varðandi líkama fólks og útlit, sem koma heilbrigði ekkert við, hafa vaðið uppi lengi og fætt af sér miskunnarlausa og ósanngjarna gagnrýni á þær sálir, sem hafa fæðst inn í þessa líkama. 

Fólk á að vera í útliti í samræmi við einhverjar tískukröfur, annars er því úthúðað. 

Ansi langt er gengið þegar keyrð er af stað hörð gagnrýni á það hvernig fimleikakona, sem varð númer 31 í keppni bestu fimleikakvenna heims, er vaxin.

Í þessari gagnrýni er hún skömmuð fyrir að vera allt of þung, 45 kíló! 

Afsakið, ég sé ekkert athugavert við útlit þessarar mexíkósku konu, nema síður sé. 

 

Umræðan fer út á tún, 

að hún þurfi´í megrun. 

Aðalatriðið er að hún 

þurfi´ekki að fara´í fegrun. 

 


mbl.is „Hún hefði átt að fara í megrun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eruð þið aldrei ánægðir", júlí og ágúst á toppnum?

Þegar Raggi Bjarna stóð að baki sviðstjaldinu með alla hljómsveitina og skemmtikraftana í Sumargleðinni tilbúna fyrir það augnablik að tjaldið yrði dregið frá og enn ein skemmtunin fyrir troðfullu húsi hæfist, færðist óborganlegur hálkærings gallarasvipur yfir andlit hans þegar hann sagði við okkur: "Eruð þið aldrei ánægðir?" 

Aðsóknin þetta ár var eitthvað sem átti ekki að vera mögulegt, það var fullt út úr dyrum hvaða vikudag sem var og þessi orð Ragnars því aðeins skemmtileg öfugmæli næst á undan hinu klassíska herópi í upphafiinu: "Let´s go, give it to them!" 

Veðrið í sumar hefur svolítið minnt á þetta. 

Á sama tíma, sem sjá hefur mátt sjá á veðurkortunum endalausar lægðir vaða yfir Atlantshafið fyrir sunnan Ísland og bera hvassan vind og stórrigningar yfir Evrópu, höfum við Íslendingar notið einmuna veðurblíðu með sáralitlum vindi og sólskini dag eftir dag. 

Það væri því alveg viðeigandi, ef hringt er í veðurstofuna með þá spurningu hvort sumarið sé búið, af því að það kemur smá strekkingur með einhverri vætu, að veðurfræðigurinn spyrði á móti: "Erið þið aldrei ánægð?"

Rétt er að minna á í því sambandi að meðalhitiinn í ágúst er 1,3 stigum hærri í ágúst en í júní hér á landi og munar aðeins broti úr stigi á meðalhita ágústs og júlí. 

Ef sumarmánuðunum í Reykjavík er raðað eftir meðalhitanum, er röðin þessi: 

1. Júlí 10.6

2. Ágúst 10,3 

3. Júní 9,0

4. September 7,4

5. Maí 6,3 

Sem sagt: Varla marktækur munur á júlí og ágúst, sem tróna á toppnum. 


mbl.is Sumarið er „alls ekki búið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband