Einn af stöðunum, sem Íslendingar bruna framhjá.

Erlendis, til dæmis í Noregi, er mikið gert til þess að leyfa fólki að upplifa náttúruna og sambúð fólks við hana í gegnum tíðina, með því að útbúa útsýnisstaði með upplýsingaskiltum, til dæmis við vegi landsins.

Efstan myndin hér á síðunni, var tekin í ferð minni á vélhjólinu "Létti" þar sem horft til suðurs yfir Mývatn.  Léttir, Mývatn

Það vekur athygli mína að þegar ég hef farið framhjá þessum stöðum á ferðum mínum, eru útlendingar yfirleitt í miklum meirihluta.

Þetta var líka svona þegar útlendir ferðamenn voru miklu færri en íslenskir

Í gær stansaði ég sem snöggvast á "Létti" á einum þessara staða, sem er við hringveginn uppi á brekkunni fyrir austan Möðrudal.Herðubreið, séð ofan Möðrudals

Þaðan er góð fjallasýn ef veður er gott, og ekkert slor að bjóða upp af tvo af helstu höfuðfjöllum landsins, þjóðarfjallinu Herðubreið, og Kverkfjöll, "djásnið í kórónu landsins," sem sést þarna í meira en 70 kílómetra fjarlægð. Bæði eru eldfjöll, og Kverkfjöll þriðja hæsta fjall landsins, 1920 yfir sjávarmáli.Léttir, Kverkfjöll

Það mætti nefna fleiri staði, sem brunað er framhjá en eru þess verðir að skoða, svo sem Kattarhrygg í Norðurárdal í Borgarfirði, en því miður hefur það alveg verið vanrækt að gera góða gönguleið að honum.  


mbl.is Þriðja sæti þrátt fyrir sprungin dekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ók á eina staurinn, sem var til í landareigninni.

Þegar ég var í sveit norður í Langadal á bænum Hvammi, var Fordson dráttarvél nýkomin á bæinn. 

Bóndi, sem bjó á Ytra-Vatnshorni í Línakradal, sem hafði líka fengið svona dráttarvél, kunni ekkert á hana og varð að ráði að hann kæmi í Hvamm og lærði á Fordsoninn. 

Hann var þarna í tvo daga, en það var alveg augljóst að hann myndi seint ná valdi á tækinu. 

Var alveg kostulegt að sjá til karlsins, sem kórónaði vitleysuna með því að aka Fordsoninum á eina staurinn, sem til var á landareigninni, en þá hafði hvorki verið lagt þangað rafmagn né sími, og veit ég satt að segja ekki af hverju þessi staur stóð þarna. 

Þetta er svipað dæmi um svokallað kynslóðabil og munurinn á getu yngstu kynslóðarinnar í meðferð á tölvum og getu eldra fólksins. 

Einu sinni urðu vandræði á fjölmennri samkomu Ferðafélags Íslands vegna þess að mynd, sem átti að nota tölvu til að varpa á skjá, birtist ekki. 

Fundarstjóri lýsti eftir einhverjum í salnum, sem gæti hjálpað til, en enginn treysti sér til þess. 

Að lokum sagði fundarstjórinn að það væri sama á hvaða aldri hugsanlegur bjargvættur yrði.

Þá gaf feiminn níu ára drengur sig fram og leysti málið á örskotsstund. 


mbl.is Hljóp á fánastöng í miðri eyðimörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allur gangur á afsögn vegna ágreinings.

Á tímum Viðreisnarstjórnarinnar ríkti fádæma einhugur í afgreiðslu mála og afstöðu ráðherra og þingmanna til þeirra.

Þá voru öll samskipti þingmanna og ráðherra lokaðri en nú, enda engir samskiptamiiðlar og fleira, sem hefur galopnað allt, svo að fyrrverndi forseti sagði, að hver ráðamaður nú þurfi að njóta dagslegs traust í stað þess að það nægði að ganga í skugga um það á fjögurra ára fresti. 

Eitt dæmi var um það að ráðherra í Viðreisnarstjórninni styddi ekki stjórnarfrumvarp. 

Það var Eggert Þorsteinsson og kom þetta fram í atkvæðagreiðslu um málið í þingi. 

Ekki sagði hann þó af sér og ekki lét Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hann hafa pokann sinn. 


mbl.is „Hlýtur að afhenda afsagnarbréf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband