Gaman að fylgjast með maraþoninu.

Það var gaman að fylgjast með Reykjavíkurmaraþonhlaupinu í dag. Veðrið alveg himneskt og fjölbreytni keppenda með ólíkindum. Ninna, maraþon 16

Til dæmis magnað að sjá blindan mann hlaupa með fylgdarmanni.

Ég fylgdist með hlaupinu í klukkustund í yndislegu umhverfi í Elliðaárdal og síðan aftur við endamark niðri í Lækjargötu.

Hugsa sér að þessi dagur, Menningarnóttin, var ekki til fyrir nokkrum áratugum.  

Og síðan að sjá endaspretti af margvíslegum toga í Lækjargötunni. Ninna og Óskar, maraþon 16

Ninna okkar og Óskar tengdasonur hlupu bæði, hann að vísu styttra en hún því að hún hljóp heilt maraþon eina ferðina enn. 

Átti nóg eftir þegar hún hljóp endasprettinn eftir allri Lækjargötuna, sjá mynd, sem ég ætla að setja á facebook. 

Þegar maður er á rafreiðhjóli er það langbesti fararskjótinn á degi sem þessum þegar heilu hverfin eru lokuð fyrir skráðum farartækjum. 

Við Óskar notuðum báðir reiðhjól í dag, eins og sjá má á myndinni af honum og Ninnu. 


mbl.is Menningarnótt 2016 hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvílík býsn af fé og fuglum!

Það var sérkennileg upplifun að fara Fjarðaleiðina svokölluðu á vespuhjóli frá Egilsstöðum til Djúpavogs og Reykjavíkur í gærmorgun. Inni í bíl verður ekki til sú nálægð við náttúruna, sem útivera gangandi og hjólandi fólks veitir. DSCN7944

Hjólið Léttir er að visu millistig á meðan verið er að þróa betur rafknúin hjól sem geta komist hratt yfir og þannig nýst að öllu leyti eins og bílar til að fara erinda sinna. 

Það eru að vísu til rafhjól, sem geta komist langt yfir löglegan vegahraða hér á landi og komist hátt á þriðja hundrað kílómetra á einni hleðslu. 

En þau eru dýr, kosta 17000 evrur í Þýskalandi og myndu líklega kosta hátt í fjórar milljónir króna ef þau væru boðin til kaups á íslenskum markaði.2016_zero-s_product-page_sr-order-image_16635[1]

Og það tekur hálfa aðra klukkustund að hraðhlaða slíkt hjól og meira en tíu klukkustundir að hlaða það til fulls.Sólarupprás, Stöðvarfirði

Fyrir bráðum þremur árum lofuðu þáverandi forsætisráðherra og forseti Íslands því á ráðstefnu að drífa í því að koma upp hraðhleðstustöðvum á hringveginum, en ennþá vantar alveg upp á að hægt sé að komast meira en upp í Borgarfjörð eða austur á Hvolsvöll.

Í gærmorgun voru dýr og fuglar að fara á stjá og allt að lifna við þegar sólin var að reyna að brjótast í gegnum þokuna, sem tafði förina mikið en gaf þó dulúð, sem blandin var spennu.

Myndin er tekin yst í Stöðvarfirði norðanverðum.  Bíll kemur út úr þokunni. Skiptist á dýrð morgunsólarinnar ofan við hina frægu lágþoku, Austfjarðaþokuna.  

Ein myndin er tekin í Berufirði, þar sem sólin var að brjótast í gegn inni í firðinu og leysa upp þokuböndin, en utar var allt á kafi í þoku og súld. DSCN7948

En full mikið var þó af fé við veginn og jafnvel inni á honum.

Maður verður smeykari við að lenda í árekstri á hjóli á 90 kílómetra hraða en á bíl og reynir að hafa augun hjá sér.

Tvívegis var alls ekki hægt að sjá hvað lá í leyni við veginn.

Þegar komið var yfir eina brúna spratt allt i einu upp kind, sem hafði verið bak við hægri brúarstólpann og prjónaði með framfótunum í átt að hjólinu.

Á öðrum stað fór stærðar álft upp úr felustað sínum og skaust yfir veginn, svo að framhjólið sleikti afturendann á henni.Á hjóli er ekkert hægt að gera til að sveigja hjá kindum; sem hlaupa fyrir þau, nema að reyna að hemla.DSCN7947

Þótt úðinn stæðí framan hjálminnn á ferðinni var það bara hressandi, og í þau skipti, sem stansað var stuttlega til að njóta þess að heyra og sjá náttúruna taka við sér í dögun, var það yndisleg upplifun.  


mbl.is Fólkinu verulega brugðið eftir óhappið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband