Lítilsvirðing gagnvart öldruðum, einsdæmi á Norðurlöndum.

Í samfélögum í Austurlöndum eða meðal frumbyggja margra svonefndra "frumstæðra" þjóðflokka er borin mikil virðing fyrir öldruðum. 

Við lifum hins vegar í samfélagi þar sem aldraðir eru flokkaðir sem annars flokks fólk og "vandamál" og skerum okkur algerlega úr á Norðurlöndunum í þessum efnum. 

Á Hringbraut í gærkvöldi var afar athyglisverður umræðuþáttur Helga Péturssonar, Guðmundar Gunnarssonar og Vilhelms Wessmanns, þar sem þeir lýsti því skilmerkilega hvernig íslenskir ráðamenn í öllum flokkum umgangast aldraða með mikilli lítilsvirðingu. 

Guðmundur nefndi til dæmis, að ef einhver tekur sig til og leggur hluta af launum sínum inn á bankareikning, getur hann gengið öruggur að því fé þegar hann þarf á því að halda.

Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þegar hann verður gamall, muni ríkið skerða ellilífeyri hans vegna þessarar innistæðu.

Ef þessi maður leggur hins vegar fé sitt inn í lífeyrissjóð refsar ríkissjóður honum með því að svipta hann ellilífeyri í staðinn.

Þetta er í raun þjófnaður úr því að það myndi verða talinn þjófnaður ef maðurinn væri að taka út af sparifjárinneign sinni.

Svo mikil er afneitunin á því að lífeyrissjóðirnir séu bein eign þeirra, sem lögðu af launum sínum í þá, að í upphafi ríkisstjórnarinnar 2009, sem þurfti að taka á Hruninu, datt mönnum það í alvöru í hug að taka að mig minnir um 200 milljarða beint út úr lífeyrissjóðum landsmanna.

Og Helgi í Góu telur það hið besta mál að taka fé úr lífeyrissjóðunum, sem er hrein eignaupptaka, til þess að reisa hjúkrunarheimili.

Bjarni Benediktsson lofaði skriflega fyrir kosningarnar 2013 að framkvæma þá stefnu flokks síns að aflétta þeim ólögum, sem felast í því að refsa öldruðum fyrir að nýta það fé sem þeir eiga sjálfir í lífeyrissjóðunum með því að hýrudraga þá varðandi ellilífeyrinn.

Eitt það allra fyrsta sem hann gerði eftir kosningarnar var að láta þurrka út þessi loforð, svo það liti eins út og þau hefðu aldrei verið gefin!

Það virðist beinlínis vera stefna stjórnvalda að helst enginn aldraður fái meira en 200 þúsund til framfæris á mánuði.

Þetta bitnar mest á konum, sem unnu sitt merka uppeldisstarf kauplaust og er því klárlegt kynjamisrétti, gott ef ekki það stærsta hér á landi.

Ísland er sér á parti af Norðurlöndunum að haga sér svona gagnvart gamla fólkinu og Guðmundur Gunnarsson lýsti því á áhrifamikinn hátt hvernig frændur okkar á Norðurlöndunum tryðu vart sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu um það hvernig við leikum fólkið, sem byggði upp það þjóðfélag sem við lifum í í dag.  


mbl.is „Afar óheppileg staða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppreisn eftir óvægnar árásir.

Guðmundur Guðmundsson hefur á langri og erfiðri leið til gullverðlauna á Ólympíuleikum orðið að standa undir mikilli ágjöf og oft óvægnum og ósanngjörnum árásum frá svonefndum handboltaspekingu í Dannmörku. 

Stundum hefur mátt hafa það á tilfinningunni að mörgum Dönum svíði að maður úr röðum örþjóðarinnar á útnára veraldar, sem öldum saman var hluti af Danaveldi, skuli vera þjálfari landsliðs hinnar fyrrum herraþjóðar. 

En Guðmundur stóð þetta allt af sér og sagðist ekki lesa þessar skammmir álitsgjafanna. 

Nú gildir það sem sagt hefur verið á ensku: "You can´t argue with success." 

Eða upp á íslensku: Sá hlær best sem síðast hlær. 

Nú vildu allir Lilju Gullmundar Guðmundssonar kveðið hafa. 


mbl.is „Landsliðsþjálfarinn sýndi hugrekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangar forsendur gefa ranga útkomu.

Á tímum upplýsingaaldar, þar sem brýnt er að réttar forsendur séu fyrir málatillbúnaði, er dapurlegt að sjá hvernig oft er staðið að því að þvinga mál í gegn með því að beita því, sem er á ensku kallað "garbage in - garbage out." 

Láta verkfræðistofur finna rangar forsendur sem leiða til rangra niðurstaðna. 

Á þessari síðu hefur áður verið minnst á sláandi dæmi um þetta varðandi mat á umhverfisáhrifum virkjana á Kröflusvæðinu og virkjun Skaftár og einnig varðandi mat á notkunarhæfni minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. 

Þar vann verkfræðistofa út frá alþjóðlegum staðli sem miðast við margfalt stærri flugvélar en notaðar eru til sjúkraflugs á Íslandi til þess að fá það út, að þessi litla braut væri óþörf. 

Svæðið í Skerjafirði, sem nú er kynnt sem svæði fyrir íbúðabyggð, er lykilatriði fyrir það að hægt verði að endurvekja flugbrautina í breyttri mynd þótt byggð rísi á Hlíðarendasvæðinu. 

Talað er eins og að Skerjafjarðarsvæðið sé jafn nálægt þungamiðju byggðar á höfðuborgarsvæðinu og Hlíðarendasvæðið, en því fer viðs fjarri. 

Frá Skerjafjarðarsvæðinu til þungamiðju byggðar innst í Fossvogi eru 6,5 kílómetrar, og Skerjafjarðarsvæðið er 2,5 kílómetrum fjær þungamiðjunni en Hlíðarendasvæðið. 

Þetta fyrirhugaða íbúðabyggðarsvæði er álíka langt frá miðju höfuðborgarsvæðisins eins og austustu hverfi Reykjavíkur. 


Bloggfærslur 22. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband