Nafni hans Pálsson kom úr þessum herbúðum.

Þorsteinn Víglundsson er sterkur kostur fyrir nýja flokkinn Viðreisn. Hann er ekki sá fyrsti, sem kemur úr herbúðum atvinnurekenda inn í stjórnmálin. 

Þorsteinn Pálsson var talsmaður samtakanna í upphafi ferils síns og varð síðar formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra og síðar sjávarútvegsráðherra. 

Einar Oddur Kristjánsson fór á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir að verið einn af höfuðsmiðum einhvers mesta stjórnmálaafreks liðinnar aldar, Þjóðarsáttarinnar 1990. 


mbl.is Þorsteinn í framboð fyrir Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðlögun og aðstoð er nauðsynleg.

Íslensk kona, sem hefur verið ráðgjafi hjá BBC varðandi hraðar breytingar í fjölmiðlun og samskiptamiðlum, flutti fróðlegan fyrirlestur um þessi mál í fyrra. 

Ljóst er að bæði RUV né aðriar fjölmiðlar verða hafa sig alla við til að bregðast við gerbreyttu umhverfi.

Upp er að alast heil kynslóð sem varla horfir á sjónvarp eða les blöð heldur hefur allt sitt annars staðar frá.

Íslenskir ráðamenn virðast ekki átta sig á nauðsyn þess að styða við íslenska fjölmiðlun, bæði á ljósvakanum og í rituðu máli.

Þeir stóðu fyrir hækkun virðisaukaskatts á bókum í stað þess að fara í hina áttina, bæði á sviði bóka og tímarita og ekki síður á ljósvakanum.

Á sama tíma og RUV nýtur langmests trausts allra fjölmiðla er jafn fráleitt að ráðast gegn slíkum fjölmiðli hér á landi frekar en í nágrannalöndunum.

Afar erfitt er að draga línu á milli auglýsinga og nauðsynlegrar upplýsingagjafar um það sem er að gerast í þjóðfélaginu, svo sem á sviði menningar.

Skynsamlegra er að létta gjöldum af einkareknum fjölmiðlum, því að þeir þurfa ekki síður að keppa við nýja erlenda samkeppni en við RUV.  


mbl.is Fjölmiðlar vilja sjá breytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í landi frelsisins er víða 120 þús. kr. sekt við að fleygja rusli.

Í Bandaríkjunum, sem margir nefna land frelsisins, er víða þúsund dollara sekt við því að fleygja karamellubréfi eða sígarettustubbi. 

Þetta er gert á grundvelli þess að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar. 

Með því að henda rusli er framið nokkurs konar ofbeldi, - afleiðingunum af gerðum eins er þvingað upp á þann, sem lendir í því að þrífa upp eftir sóðann.

Bandaríkjamenn telja frelsi þess, sem vill fá að vera í friði fyrir sóðaskap annarra, vera meira virði en frelsi þess, sem veldur óþrifnaðinum.

Þess vegna sást aldrei svo mikið sem sígarettustubbur eða karamellubréf á þeim þremur flughátiðum með milljón gestum hver, sem ég fór á þar í landi og stóðu í marga daga.

Strax að kvöldi dagskrár Menningarnætur í Reykjavík varð maður að klofa yfir rusl af ótrúlegasta tagi á leið frá flugeldasýningunni og mér er sagt, að þegar nóttinni lýkur, séu yfirgengilegir haugar af drasli um alla miðborgina.

Þar með er það fjarri því að Menningarnóttin rísi undir nafni, heldur hefur hún breyst í andhverfu sína, ómenningarnótt.   


mbl.is Vilja banna fólki að fleygja rusli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsælasta keppnisgrein æsku minnar: Járnkarlskast.

Þau sumur, sem við Birnir Bjarnason vorum í sumardvöl að Hvammi í Langadal, kepptum við í íþróttum og bættum Hvammsmetin að sjálfsögðu á hverju sumri.

Við hlupum 100 m og 400 metra hlaup, stukkum hástökk á "sax"-tíl og stangarstökk á hrífuskafti, og síðan vorum við með eina sérgrein, sem var skemmtilegust, járnkarlskast.

Dinni átti Hvammsmetið í hrífuskaftsstökkinu, 1,44 en ég í járnkarlskastinu, 8,48 m.

Við vorum ekki nógu sterkir til að kasta járnkarlinum eins og spjóti, heldur notuðum báðar hendur á svipaðan hátt og ef stangarstökkvari setur stöngina ekki niður i´holuna, heldur hendir henni áfram.

En járnkarlinn varð að koma niður eins og spjót kemur niður í spjótkasti.

Þegar við vorum orðnir rúmlega tvítugir fórum við í ferð norður, og þá kom í ljós, að það hentaði best fyrir okkur að henda járnkarlinum með annarri hendi með því að henda honum "utanhandar" ef svo má að orði komast.

Ég er sannfærður um að járnkarlskast gæti orðið vinsæl keppnisgrein og á þann draum, að öflugir kraftakarlar finni upp ýmsar skemmtilegar aðferðir við að kasta járnkarli.


mbl.is Íslandsmet í sínum fyrsta Járnkarli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband