Líka dýrð í Dölunum.

Það stóð til hjá mér að vera bæði í Gleðigöngunni og að skemmta á hátið í Ólafsdal í Dölum vestur en tíminn til að fara á milli reyndist of stuttur.Léttir í Ólafsdal

Þetta var leyst með því að hún Lára mín ók opnum bíl fyrir mig með aldinn frumherja í réttindabaráttunni, en ég fór á vélhjólinu "Létti í morgun" vestur og er nú að leggja af stað til baka.

Hér er dýrð undir dalanna sól og mikil stemning. og ég set inn mynd af hjólinu, þar sem það stendur niðri á vegi þar sem gsm sambandið er best og hægt að vinna alla vinnu á hjólinu sjálfu, eins og myndin sýnir, þar sem afturendu hjólsins er skrifborð undir tölvuna.

Ekki hægt að gera þetta einfaldara og ódýrara eða með viðlíka útiveru og hollri hreyfingu.

Hjólið fer jafnhratt og bílarnir ef þess gerist þörf og eyðir aðeins fjórðungi af því sem meðal Yarisinn eyðir, enda níu sinnum léttara.

 


mbl.is Gleðigangan rennur úr hlaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar veruleikinn er lygilegri en nokkur skáldskapur.

Viðfangasefni og fréttir dagsins í dag eru af því tagi, að fyrir aðeins 15 árum hefði hvorki mig né aðra órað fyrir þeim, svo sem þessum:

Að á netinu væri þessi "status":  

Að 25 þúsund manns hið minnsta yrðu á Fiskidegi á Dalvík.  

Að ennþá fleiri yrðu í Gleðigöngu í Reykjavík.

Að flugvél, knúin sólarorku einni saman væri að fljúga síðasta áfangann í ferð sinni í kringum jörðina.

Að fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi hefði fimmfaldast.

Hvað "status" minn á facebook áhrærir, meðal annars þetta:

Mig hefði ekki órað fyrir degi með þessum viðfangsefnum: Að leggja síðustu hönd á viðfangsefni, sem hafa tekið tíma minn undanfarnadaga, að undurbúa atriði í Gleðigöngunni en jafnframt ferð til að skemmta á Ólafsdalshátíðinni í Dölum þann sama dag, jafnvel á fararskjóta sem mig hefði ekki órað fyrir að kæmi til greina, og með undirleikinn á örlitlum kubbi, svo smáum, að ég eyddi tíma í gærkvöldi til að leita að honum á nokkurra fermetra svæði eftir að ég hafði týnt honum.

Að fylgja bók úr hlaði, sem fylgir eftir áleitinni spurningu um það hvað gerðist í meira en 40 ára gömlu mannshvarfsmáli, sem getur ekki dáið, og skrá í þessa bók játningu, frásögn, sem er gerólík þeirri niðurstöðu, sem komist var að fyrir tæpum 40 árum.   


mbl.is Fjölmenni á súpukvöldi á Dalvík - Myndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband