Eftirsjá að konunum í kjördæminu.

Það er eftirsjá að Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Unni Brá Konráðsdóttur úr efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 

Á Ragnheiði dundu ásakanir um dugleysi og árangursleysi í starfi, en að mínu mati voru margar þeirra ósanngjarnar. 

Einkum fannst mér ósanngjarnt hvaða orðbragð menn notuðu frá upphafi um hugmynd hennar um náttúrupassa og í því máli tók ég upp hanskann fyrir hana hér á blogginu. 

Menn ruku upp með yfirlýsingar eins og "niðurlægingu" og "auðmýkingu" um það sem í landi frelsisins, Bandaríkjunum, er talið tákn þess að vara "stoltur þátttakandi", sjá mynd af bandarískum náttúrupassa. 

Líklega hefur þetta upphlaup komið Ragnheiði Elínu á óvart og átt þátt í því að henni tókst ekki að ná vopnum sínum til að verjast því að bíða ósigur, sem aldrei tókst að bæta. Stjórnmál eru list hins mögulega, og einnig gildir oft í þeim, að refsað sé grimmilega fyrir það þegar stjórnmálamenn ná ekki árangri þegar ætlunarverkið er ómögulegt. 

Náttúrupassi BNA


mbl.is Ragnheiður Elín kveður stjórnmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti galli prófkjöranna: Siðleysi og tortryggni.

Smalarnir spjalla og spjalla  /

og spillingin heltekur alla:  / 

Við fáum kalla og kalla /

en konurnar falla og falla. 

 

Ofangreind lýsing kann að þykja óvægin og glannaleg, en þetta er myndin sem blasir við mörgum eftir nótt hinna löngu hnífa. 

Það er synd, því að frá upphafi hef ég til dæmis ekki efast um að Páll Magnússon fengi gott gengi í upphafi stjórnmálaferils síns. Hann hefur flesta þá hæfileika sem færir stjórnmálamönnum það sem kallað er kjörþokki og á skilið að fá að njóta þess.

En, eins og Steinn Steinarr sagði forðum: "það er vitlaust gefið." 

Ef sú skipan kosninga, sem lögð er til í tillögum stjórnlagaráðs, væri komin á, myndu prófkjörin færast inn í kjörklefana, og jafnvel þótt einstakir flokkar beittu prófkjörum sem leið til að stilla upp á lista sína, myndi smölun og siðleysi, sem oft hefur fylgt henni, verða úr sögunni á úrslitastundinni þar sem kjósandinn er einn í kjörklefanum og lætur flokkinn, sem óskaframbjóðandi hans býður sig fram fyrir, njóta atkvæðisins.

Þá efast ég ekki um að Páll Magnússon fengi glæsilega kosningu hjá þeim sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en munurinn yrði sá, að sú tortryggni, sem nú nær nýjum hæðum vegna þess hvernig karlar leika kvenframbjóðendur grátt út um allar koppagrundir, skemmmir fyrir. 

Það voru ungir og ófyrirleitnir frambjóðendur sem fyrst beittu þeirri aðferð að smala jafnvel heilu íþróttafélögunum inn í flokka sína og láta þessi aðskotadýr skrá sig út strax eftir prófkjör.

Með þessari aðferð voru góðir og gegnir menn eins og Ólafur Björnsson prófessor og Guðmundur Þórarinsson felldir út af þingi.

Þegar þessar aðferðir spurðust út, breiddist þetta siðleysi út, jafnt og þétt.

Á okkar tímum þykja þessi spillin orðin sjálfsögð, því að hver og einn réttlætir þetta með því að segja: Úr því að aðrir gera þetta neyðist ég til að gera þetta líka.

Þetta minnir mig á alræmdan rummungsþjóf fyrir sjötíu árum, sem sagði, þegar hann var staðinn að verki: "Það er betra að ég hirði þetta heldur en að hinir steli því." 

Afleiðingin hefur sjaldan blasað eins vel við og nú: Karlarnir hrauna yfir konurnar og víðtæk tortryggni skyggir jafnvel á sigra, sem eru verðskuldaðir.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Páll Magnússon á leið á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundurleitt kjördæmi.

Suðurkjördæmi er afar sundurleitt að samsetningu. Íbúar á Hornafirði eiga til dæmis fátt sameiginlegt með íbúum í Vogum á Vatnsleysuströnd eða í Árborg. 

Ég hef frá upphafi haft trú á framboði Páls Magnússsonar og bloggað í þá veru, því að ekki einasta ætti hann vegna uppruna síns að vera sterkur í Vestmannaeyjum, heldur einnig sterkur á atvinnusvæðí höfuðborgarinnar sem nær um Suðurnes og austur að Þjórsá. 

Næstum fjórum sinnum fleiri búa á Suðurnesjum en í Vestmannaeyjum og íbúar Reykjanesbæjar eru ríflegur meirihluta kjósenda í kjördæminu. 

Þess vegna skiptir miklu úr hvaða byggðum kjördæmisins tölurnar koma, til dæmis fyrir Ragnheiði Elínu. 


mbl.is Páll leiðir í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkseigendurnir miðaldra karlar í jakkafötum?

Albert Guðmundsson heitinn kallaði ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum Flokkseigendafélagið. 

Styrmir Gunnarsson hefur lengi gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir skort á beinu lýðræði innan flokksins og einsleita forystu.

Ekki batnar einsleitnin ef prófkjörið verður látið ráða ferðinni og vandséð er hvort einhver karlanna fjögurra sætti sig við að stíga til hliðar.  


mbl.is Harma niðurstöðuna í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband