Churchill og Eisenhower hjartaveilir og Reagan með Alzheimer.

Það er ekki nýtt að menn í æðstu trúnaðarstöðum séu ekki sérlega heilsuhraustir.

Winston Churchill fékk vægt hjartaáfall eftir langa flugferð til Bandaríkjanna á fund Roosevelts Bandaríkjanna en lifði í 25 ár eftir það.

Hann lifði óheilsusamlegu líferni, drakk meira áfengi en góðu hófi gegndi, reykti stóra vindla, var of feitur og stundaði enga líkamsrækt.

Var hins vegar enn við völd sem forsætisráðherra nálægt áttræðu og andaðist á níræður.

En bleik þótti raunar nokkuð brugðið á síðustu valdaárum hans. 

Dwight D. Eisenhower, forseti Bandaríkjanna 1953-61 var veill fyrir hjarta þegar leið á valdatíð hans í embætti forseta Bandaríkjanna, og þótti eyða ansi miklum tíma á golfvöllunum.

 

Ýmis merki þóttu menn sjá undir lok valdatíma Ronalds Reagans að honum væri farið að förlast, og eftir á þótti það benda til þess að þar hafi einkenni Alzheimers sjúkdómsins verið byrjuð að láta á sér kræla.

Einkenni Parkinsonsveiki þykja sjást af myndum af Adolf Hitler á síðustu valdaárum hans, og var hann þá þó aðeins rúmlega fimmtugur.

Nixon var svo ölvaður þegar Jom Kippur stríðið braust út 1973, að næstráðendur hans urðu að taka mikilvægar ákvarðanir fyrir hann.

Þannig hefur líkamlegt ástand valdamanna oft haft áhrif á getu þeirra og frammistöðu alls staðar í heiminum.

Hannes Hafstein og Jón Baldvinsson voru orðnir heilsuveilir á síðustu árum sínum, svo að dæmi séu tekin, þótt aldurinn væri ekki sérlega hár.

  


mbl.is Trump hvorki drekkur né reykir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur Lilja brúað bilið?

Miðað við áframhaldandi afneitun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á þeim trúnaðarbresti, sem hann stóð sjálfur ítrakað fyrir í vor, er borin von að með slíku háttalagi sé hægt að sameina Framsóknarflokkinn. 

Það er synd, því að í flokknum er og hefur verið margt gott og gegnt fólk, þótt gróðaöfl hafi löngum borið þetta hugsjónafólk ofurliði. 

Eitt af góðum verkum Sigmundar var að fá Lilju til verka, því að hún er ung og efnileg. 

Úr því að Siguruður Ingi vill ekki verða varaformaður að óbreyttri forystu að öðru leyti, má láta sér detta í hug að ef SDG víkur fyrir Sigurði Inga, geti falist í því ákveðin brú á milli hans og Sigurðar Inga að hafa Lilju sem varaformann við hlið hans. 


mbl.is Lilja íhugar varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband