Spáði því að "skýrslan" yrði sprengja. Hvað nú?

Þegar Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson lögðu fram fyrir hönd meirihluta fjárlaganefndar "skýrsluna" margfrægu, spáði Vigdís því að skýrslan yrði "sprengja." 

Hún spáði rétt um það, en ekki því, hvers konar sprengja hún yrði. 

Því að skýrslan hefur reynst þvílík sprengja innan raða meirihluta fjárlaganefndar og stjórnarþingmanna, að allir hafa forðað sér frá henni nema Vigdís. 

Nú er að sjá hvernig stórsigur verður unninn á flokksþingi Framsóknarmanna. 


mbl.is Spáir stórsigri Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðagangurinn heldur áfram. Skaut sig í báða fætur í beinni.

Mjög mikilvægur langur þingflokksfundur og fréttir af honum hefur ekki minnkað vandræðaganginn í kringum formann flokksins, sem varla virðist getað opnað munn um sín mál án þess að bæta við fyrra rugl. 

Í sjónvarpsumræðum í gærkvöldi kom hann með nýtt rugl um það að Wintrismálið hefði engan þátt átt í þeim sviptingum, sem ollu því í vor að kosningum yrði flýtt um rúmt hálft ár og bar sömuleiðis á móti því að Wintris hefði verið aflandsfélag. 

Þar á ofan lét hann eins og að það hefði verið alkunna og uppi á borðinu undanfarin ár að kona hans ætti þetta félag og væri einn af "hrægömmunum", sem SDG var svo iðinn við að gefa það heiti fyrir þremur árum. 

Blinda hans í málinu er slík að hann skilur ekki að David Cameron lenti ekki í sömu hremmingum og hinn heimsfrægi íslenski forsætisráðherra, sem lét það verða sín fyrstu viðbrögð við einfaldri spurningu um Wintris að ljúga og rjúka út úr viðtali. 

Þetta slapp Cameron við, af því að hann greip ekki til lyga og óheiðarlegra aðgerða gagnvart sínum eigin þingflokki eins og okkar forsætisráðherra.

P.S. Nú er ljóst að Sigmundur Davíð skaut sig í báða fæturnar í beinni útsendingu í gærkvöldi og virðist vera einkar laginn við slíkt. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tekið þá óhjákvæmilegu ákvörðun að bjóða sig fram í formannsembættið.  


mbl.is Hollt að kjósa um forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni var brottrekstrarsök að vera á íþróttaskóm.

Stundum verða til reglur um fatnað, sem eru börn síns tíma. Þegar ég kom á reiðhjóli í Menntaskólann í ullarsokkum og íþróttaskóm þótti það allt að því brottrekstrasök. 

Verra varð þett þegar ég hóf að ganga fréttavaktir í Sjónvarpinu. 

Fréttastjórinn var afar vandur að virðingu sinni, kallaði mig á teppið og setti mér stólinn fyrir dyrnar: Engum fréttamanni á hans fréttastofu leyfðist að fara til dæmis í viðtal eða upptöku hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar svona klæddur til fótanna. 

Ég var svo heppinn að fara til að skemmta í útlöndum skömmu síðar og tók þar dag í að leita dyrum og dyngjum að svartleitum íþróttaskóm. 

Fann loks eina slíka, alveg nýja gerð, og fór að ganga í þeim heima. 

Fréttastjórinn sá þetta álengdar og áttaði sig ekki á því að þetta væru í raun íþróttaskór og þannig slapp ég fyrir horn. Hef ég gengið í svörtum íþróttaskóm alla tíð síðan. 

Hið hlálega við þetta var hins vegar, að gríðarlegar umbreytingar urðu í þjóðfélaginu á örfáum árum á áttunda áratugnum. Þéringar og fleira, sem talið hafði verið frágangssök að iðka ekki, lögðust einfaldlega niður. 

Áratug eftir að hótað var brottrekstri fyrir að vera í vinnunni á íþróttaskóm voru langflestir komnir á alls kyns íþróttaskó en ég hins vegar orðinn einn af fáum sem alltaf var á svörtum og til þess að gera virðulegum skóm. 

Er svo og verður þar til tærnar snúa upp hjá mér, en hefur í áratugi oft vakið undrun að slíkt skótau skuli notað hvar sem er, jafnt uppi á hálendinu sem í Hörpu og leikhúsunum. 


mbl.is Fréttakona rekin vegna fylgihlutanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband