Leðjuslagurinn á fullu, "brigsl, svik og óheiðarleiki."

Nú er kominn á fullt aðal leðjuslagur komandi kosninga, því það er erfitt að toppa slag á milli forsætisráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra úr sama flokknum á sama árinu.

"Kalinn á hjarta þaðan slapp ég" kvað Grímur Thomsen um stjórnmálin, sem hann dróst inn í, og þetta á ekki við um leðjuslaginn, sem hafinn er hjá Framsókn, heldur hvern leðjuslag stjórnmálanna.

Eina ráðið, sem maður getur fundið, er að sjá einhvern húmor í þessu, sem maður getur létt af sér á statusi dagsins á facebook.  á


Gerð var skýrsla sem stungið var ofan í skúffu.

Fyrir tæpum tuttugu árum létu samtök norrænna borga gera mjög vandaða skýrslu með samanburði í smáu og stóru á helstu atriðum, sem skiptu máli varðandi þessar borgir.

Í skýrslunni var meirihluti borganna á stærð við Reykjavík og í ljós kom að Reykjavík og þessi höfuðatriði voru verulega frábrugðin í stóru borgunum, svo sem Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, Björgvin, Helsinki og Gautaborg, eða í meðalstóru og smærri borgunum, svo sem Álaborg, Árósum, Óðinsvéum, Þrándheimi, Luleaa, Tampere o.s.fv. 

Stóru borgirnar voru yfirleitt eldri og með miklu þéttari byggð. 

Athygli vakti að smærri borgirnar voru áberandi líkar Reykjavík hvað þéttleika snerti og önnur höfuðatriði. Eina undantekning hvað þéttleika varðaði, var Stavanger, en það stafar af landfræðilegum ástæðum, af því að borgin er byggð á takmörkuðu svæði, sem umlukt er sjó.  

Þessi skýrsla hlaut hljóða útför, hafnaði ofan í skúffum og varð aldrei opinber.

Ástæðan fyrir því er óskiljanleg, af því að þetta voru þær borgir heims sem líkastar voru Reykjavík.

Eina hugsanlega ástæðan, sem mann gæti grunað, gæti verið sú að niðurstöður skýrslunnar rímuðu ekki við sönginn um það, hvaða borgir í Evrópu ættu mest sameiginlegt með Reykjavík.

Í Norðurlandaferðum mínum fyrir 10-15 árum heimsótti ég flestar þessar borgir og fleiri af sömu stærð til þess að sjá með eigin augum það sem skýrslan sýndi.

Aldrei gafst þó tími til að taka það til þeirrar meðferðar eins og málið hefði átt skilið að fá.  


mbl.is Affarasælla að heimsækja sambærilegar borgir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband