Hvað um þorramatinn?

Það eru engar smábreytingar sem hafa orðið á mataræði Íslendinga á innan við öld. Nú er rætt um vaxandi óhollustu hjá okkur, einkum í neyslu á hvítasykri og fitu og mat, sem sumir hafa kallað ruslfæði. Þorrablót 

Þorrinn byrjar í dag og þorrablótin þar með. Fróðlegt væri að vita hver hollusta þess matar er, sem kallaður er samheitinu þorramatur.Þorramatur (2)

Við skruppum nokkur, sem erum í hópi söngfólks frá sjötta áratugnum, sem kallar sig Frumherja rokksins, í hljóðver í fyrrakvöld og sungum einmitt um þennan mat og þorrablótin. 

Lagið heitir "Meiri háttar þorrablót." Grétar Örvarsson sá um hljóðfæraleik og útsetningu, en í framhaldi af þessu setti Friðþjófur Helgason saman myndband, sem sjá má á facebook-síðu minni. 

 


mbl.is Óhollusta í vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkan færð til baka um 77 ár ?

Einangrunarsstefna í stíl við það sem Donald Trump boðar nú, ríkti fram til 1917 þegar sjóhernaður Þjóðverja ógnaði sjóflutningum til og frá Bandaríkjunum og upp kom, að Þjóðverjar reyndu að egna Mexíkóa gegn Bandarríkjamönnum og Bandaríkjamenn sendu hermenn til Frakklands, sem réðu hugsanlega úrslitum um ósigur Þjóðverja . 

Eftir stríðið féllu Bandaríkjamenn aftur í far einangrunarstefnu sem ríkti til 7. desember 1941 þegar Japanir réðust á Pearl Harbour. 

Raunar hafði Roosevelt forseti horfið frá einangrunarstefnunni fyrr með því að veita Bretum dýrmæta hjálp í formi láns- og leigkjara varðandi vopnasendingar til þeirra. 

Roosevelt taldi sig knúinn til að lofa því að Bandaríkin myndu ekki láta draga sig inn í stríðið í Evrópu og hernað Japana í Kína nema að ráðist væri á Bandaríkin. 

Hann nýtti sér hins vegar Samúræja hugsunarhátt japanskra herforingja með því að hóta viðskiptaþvingunum og krefjast brottflutnings japansks herliðs frá Kína, en efnahagsþvinganirnar þýddu að japanski herinn yrði olíulaus eftir nokkra mánuði og bæði það og brotthvarf frá Kína var óhugsandi niðurlæging fyrir Japani og útþenslustefnu þeirra í Asíu. 

Þeir töldu sig þess vegna nauðbeygða til að gera árás af fyrra bragði á Bandaríkin á þann hátt að bandaríski flotinn yrði sleginn út í skyndárás. 

Eftir stríðið hefðu Bandaríkjamenn getað horfið til einangrunarstefnu á ný í stíl við það sem Trump hyggist gera nú. 

En þeir töldu að slíkt væri skammsýni því að hinar veikluðu Evrópuþjóðir og Japanir myndu fyrst og fremst gagnast Sovétríkjunum. 

Þess vegna var farið út í svonefnda Marshall-aðstoð sem byggðist á því að þegar til lengri tíma væri litið myndu allir aðilar, bæði gefendur og þiggjendur, græða á þessari aðstoð vegna semlegðaráhrifa aukinna viðskipta. 

Þetta gekk eftir og væði í Evrópu og í Japan var talað um "efnahagsundur." 

Donald Trump hyggst binda enda á þetta með því að kjörorðið verði "að gera Bandaríkin stórkostleg á ný." 

Svipað hefur reyndar heyrst áður, þegar Þjóðverja dreymdi um það eftir hina illræmdu Versalasamninga að "gera Þýskaland stórkostlegt á ný."


mbl.is Hyggst sameina Bandaríkjamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitarskilyrði skána. Málið enn óupplýst og galopið.

Nú er komin mikil þíða og nýfallinn snjór mun því sjatna hratt. Við það munu skilyrði til leitar að Birnu Bjránsdóttur skána. 

Mannshvörf eru einhver erfiðustu mál sem lögregla og yfirvöld fá til að fást við. Það er vegna þess að meðan manneskja finnst ekki, vantar aðal sönnunargagnið í því mannshvarfsmáli, hina týndu manneskju sjálfa.

Samanburður á mannshvörfum er áhugaverður.

Guðmundur og Geirfinnur hurfu og vegna skorts á þeirri tækni sem nú er beitt, voru ekki minnstu efnisleg gögn handbær um ferðir þeirra í fylgd með sakborningum í þeim málum né heldur um að þeir væru látnir. 

Ónafngreindur Íslendingur hvarf, staddur í Bandaríkjunum og var í framhaldinu úrskurðaður látinn. Hann birtist síðan sprelllifandi á Íslandi tólf árum síðar. Ekkert sakamál varð til. 

Meginregla vestræns réttarríkis er að hver maður skal álitinn sýkn saka nema sekt hans sé sönnuð.

Önnur regla er orðuð svona: "In dubio pro reo", eða: "Allur vafi skal túlkaður sakborningi í vil."

Þess vegna er þetta nýjasta mannshvarf enn óupplýst og galopið og nauðsynlegt að hrapa ekki að neinu, heldur sýna þolinmæði og biðlund.   


mbl.is Sex sólarhringar frá hvarfi Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband