Teikn á himni á Bessastöðum í dag?

Um fimmleytið í dag blasti við óvenjuleg sjón frá Bessastöðum. Um það leyti sem Alkirkjuráðið kom þangað í heimsókn með nokkrum mönnum, sem kallast heitinu "hans heilagleiki." Júguský 

Yfir suður- og suðausturhimininn dró sérkennileg ský upp á himininn líkt svonefndri maríutásu nema að það var margfalt lægra á lofti. 

Síðan var gengið inn og forsetanum heilsað með greinileg merki um höfuðmeiðsli, og var engu líkara en að um teikn væri að ræða á himni í tilefni dagsins. 

Við könnun á netinu kom í ljós að íslenska nafnið á svona skýjum er júgúrský. 

Stefnt er að því að setja lifandi mynd af þessu fyrirbæri inn á facebook síðu mína.  


mbl.is Forsetinn slasaðist í baði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðan er enn stórlega bjöguð.

Umræðan um orkumál, virkjanir og umhverfis-og náttúruverndarmál hefur lengi verið bjöguð hér á landi. 

Leyndarhygga er mikið notað orð um þessar mundir og leitun er að sviði í þjóðlífinu þar sem hún hefur verið meiri en á þessu sviði. 

Það hefur til dæmis verið vitað síðan upplýst var um það í sjónvarpsþætti um Kröfluvirkjun árið 1978, eða fyrir  tæpum 40 árum, að ekki væru gerðar meiri kröfur um endurnýjanlega orku en það að orkan entist í 50 ár áður en hún yrði uppurin. 

Það þýðir einfaldlega að þessi orka er langt frá því að vera endurnýjanleg á þann hátt að hún geti staðist kröfur um sjálfbæra þróun, en þetta hugtak er þegar orðið og verður í vaxandi mæli höfuðviðfangsefni mannkynsins. 

Tíu árúm eftir að Kárahnjúkavirkjun var gerð, veit þjóðin ekki enn hverju var fórnað og áttar sig ekki enn á því að Hjalladal, á stærð við Hvalfjorð en þrefalt dýpri en Hvalfjörður, var sökkt í aurugasta vatnsfall heims, sem á eftir að fylla þennan dal með eistæðum listaverkum Jðklu, upp á um það einni öld. 

Samkvæmt 1. áfanga rammaáætlunar, sem auðvitað var ekki gefin út fyrr en búið var  að skrifa undir samninga varðandi Kárahnjúkavirkjun, fól þessi virkjun í sér mestu neikvæðu óafturkræfu umhverfisspjöll, sem möguleg voru á Íslandi. 

Ein helsta röksemdin fyrir því að virkja alla virkjanlega orku á Íslandi er sú drífa verði í að gera þetta vegna loftslagsvandans. 

Ef þetta sjónarmið heimtar að einstæðustu og dýrmætustu náttúruverðmætum heims sé fórnað fyrst, á undan öðrum svæðum, má benda á, að meira að segja Bandaríkjamenn, sem valda mesta útblæstri á íbúa af öllum jarðarbúum, dettur ekki í hug að fórna Yellowstone, þar sem er langmesta samanlagða jarðvarma- og vatnsorka Norður-Ameríku, heldur segja BAndaríkjamenn, meira að segja sérfræðingar í jarðvarmavirkjunum, að Yellowstone sé heilög jörð. 

 


mbl.is Mátturinn eða dýrðin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega hefur þetta aldrei gerst áður hér.

Íslensk stjórnmálasaga geymir ekkert dæmi, svo að ég muni eftir, um það að formaður flokks og leiðtogi segi af sér formannsefmæbtti aðeins rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. 

Fylgi Viðreisnar hefur ekki enn tekið við sér í skoðanakönnunum og eftir ómarkvissa og brokkgenga frammistöðu formannsins í sjónvarpinu á mánadagskvöld hefur draumurinn um að auka fylgi flokksins fjarlægst. 

Enda hafa framboð og frambjóðendur þyrpst inn á miðjuna í stjórnmálunum þar sem of lítið veriðist vera til skiptanna til þess að allir geti fengið hin þráðu fimm prósent sem skilja á milli þess að fá engan þingmann eða þrjá. 

Svona óvenjuleg afsögn lyktar af því að ákveðin örvænting kunni að vera að grípa um sig í röðum flokksmanna og að eina ráðið sé að einhver von finnist með því að tefla fram jafn duglegri og röggsamri konu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er. 

Gallinn kann hins að vera sá, að Þorgerður muni fá í fangið upprifjun á ferli hennar sem ráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda Hrunsins auk gamalla mála úr Hruninu sjálfu. 

Í tímapressunni fyrir kosningar kann það að stela tíma í umræðum ef þessi mál Þorgerðar Katrínar verða mikið umtöluð í stað þess að óbreyttu hefði afsökunarbeiðni Benedikts hugsanlega orðið fljótafgreiddari og stefnumál flokksins fengið nauðsynlegt rými. 

Í kosningabaráttu skiptir miklu fyrir framboð að komast að með sín málefni og ráða umræðuvettvangnum.

Þetta er hið gamla lögmál úr íþróttum og hernaði um að halda frumkvæði og ráða því hvar barist er. 

Gott dæmi um þetta var hvernig rúmum þremur vikum fyrir kosningarnar 2007 gamli fjórflokkurinn tók umhverfismál algerlega út úr umræðunni og keyrði á velferðarmálin og efnahagsmálin í allri umræðunni og auglýsingaflóðinu. 

Og í kosningabaráttunni 2013 tókst Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að gera sínar hugmyndir um að herja á "hrægamma" og vogunarsjóði að næstum því eina umræðuefninu. 

Það reyndist lykillinn að því að kjósendur skiptust í tvo hópa, þá sem voru hlynntir hans stefnu og þá, sem höfðu efasemdir. 

Tæplega fjórðungur reyndist fylgjandi þessari stefnu Sigmundar Davíðs og það nægði til stórsigurs fyrir Framsóknarflokkinn og forsætisráðherraembættisins í nýrri stjórn.  


mbl.is Vék til hliðar vegna fylgis flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband