Áhrifarík lýsing sérfræðings. Meira að segja fleiri eldgos!

Þrír ólíkir fundir eða þing þessa dagana hafa verið með sama megin viðfangsefnið, umhverfismál með, hlýnun jarðar og afleiðingar hennar.

Þetta voru fundur Alkirkjuráðsins fyrir viku, Evrópska dreifbýlisþingið í Hollandi í þessari viku og Umhverfisþing í Reykjavík í dag. 

Á fundi Alkirkjuráðsins var fyrirlestur Halldórs Björnssonar sérfræðings á Veðuðrstofu Íslands mjög áhrifaríkur, enda afar vel samsettur og fluttur.

Og yfirlýsing ráðsins um skyldu kirkna undir hatti ráðsins, sem eru með 500 safnaðarmeðlimi, til að beita sér í þessum málaflokki, bar þetta með sér. 

Þessi fyrirlestur og stefnumótun ráðsins hefði verið upplagt fréttaefni fyrir fjölmiðla. 

Fólk sperrti eyrun í umræðuhópi um þessi mál á Evrópska dreifbýlisþinginu í dag, þegar það fékk að vita um áhrifin, sem þegar sjást á Íslandi, til dæmis stórfellt tjón á vegakerfinu á Austurlandi þegar stórir hlýir og rakir lofmassar skella æ ofan í æ á landinu suðaustanverðu, minnkun, lækkun og létting jöklanna, sem veldur meðal annars hinu hratt stækkandi og djúpa Jökulsárlóni, sem á eftir að verða að firði og rjúfa hringveginn verði ekkert að gert og súrnun sjávar og breytingar á lífríki hans sem veldur dæmalausum dauða sjófugla. 

Enn magnaðra fannst þeim að heyra að létting jöklanna ylli því að landið undir þeim og næst þeim lyftist með minnkandi fargi og að afleiðingarnar yrðu fjölgun eldgosa. 

Evrópubúum er í fersku minni búsifjarnar í flugsamgöngum vegna gosanna í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. 

Halldór Björnsson hafði greinilega mikil áhrif á viðstadda með hinum vel flutta fyrirlestri sínum á Umhverfisþinginu íslenska í dag eins og tengd umfjöllun á mbl.is ber með sér. 

 


mbl.is Víðtækar afleiðingar frekari hlýnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur valdhafa, að ráða efni fjölmðla.

Sjá má að afkastamikill bloggari sem titlar sig blaðamann átelur blaðamenn hjá Stundinni fyrir að hafa forsíðuna svarta en setja ekki eitthvað annað "fréttnæmt" í blaðið heldur en forsíðuna "fréttalausu."

Bloggarinn/blaðamaðurinn telur það aumt að blaðamenn Stundarinnar skyldu ekki setja eitthvað fréttnæmt á forsíðuna í stað þess efnis sem annars hefði verið þar, sem búið er að leggja lögbann á að birta. 

Þeir hefðu, þvert á móti átt að fylla blaðið svo út af flóði af öðrum og hugsanlega betri fréttum. 

Það er dapurlegt að "blaðamaður" skuli telja að ritskoðunarvaldið eigi að vera í raun utan fjölmiðlanna og lesenda eða áheyrenda/áhorfenda þeirra. 

Að skylda blaðamanna sé að fylla blaðið eingöngu af efni, sem handhafar valds og auðs náðarsamlegast leyfi. 

Ég tala af reynslu.   1999 var mér boðið "tilboð sem ég gæti ekki hafnað": Að hætta alveg að fjalla um orkunýtingaráform og svæði, sem þeim tengdust, þar sem þau væru dagskrá, en einbeita kröftum mínum að öðru efni. Ef ég gerði það myndi mér vegna vel á alla lund. Ef ég hafnaði tilboðinu "yrði ég stoppaður."

Konu minni var borið þetta tilboð einslega: Að stoppa mig og að þá myndi okkur hjónum vegna vel á alla lund. Ef hún gerði það ekki, myndi það engu breyta, ég yrði samt stoppaður.

Þess vegna hlyti hún auðvitað að taka því tilboði að stoppa mig.

Hún hafnaði tilboðinu á staðnum og var refsað á þeim vettvangi þar sem slíkt var í valdi tilboðsgjafans og ég hafnaði tilboðinu líka og reynt var að refsa mér fyrir það. 

Bloggarablaðamaðurinn telur að því er best verður séð að við höfum valið rangan kost. Það finnst mér sérkennilegt. 

 


mbl.is Svört forsíða Stundarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenski fáninn vinsæll í Hollandi. Jafnrétti kynslóða.

Áberandi er í þeim hollensku blöðum, sem ég hef séð í dag, hve mörg setja íslenska fánanna í forgrunn í ljósmyndum í dag af göngu grænklæddra barna með fána 40 landa í samtökunum Evrópska dreifbýlisþingið (ERP, European Rural Parlament) á setningarathöfn þingsins í Venhorst í gær.Íslenski fáninn í Hollandi 

Fulltrúarnir koma frá löndum allt frá Íslandi til Georgíu. 

Hugmyndin að göngunni er bæði myndræn og táknræn. Umhverfismál verða fyrirferðarmikil á þinginu og því er það táknrænt að grænklæddir fulltrúar afkomenda okkar minni á það hvaða þýðingu gjörðir okkar munu hafa á umhverfi og kjör kynslóða framtíðarinnar. 

Sjálfbær þróun snýst um jafnrétti allra kynslóða, jafnt borinna sem óborinna. 


mbl.is Norðmenn semja lag til íslenska landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband