Þarf frekar að skoða meginorsakir sigurs Trumps.

Jafnvel þótt upp komist um eitthvert leynimakk við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og að fyrir liggi að gölluð kosningalöggjöf skilaði manni upp í forsetastól sem  ekki var með meirihluta atkvæða Bandaríkjamanna og raunar næstum þremur milljónum frá því, eru þetta ekki aðalorsakir sigurs Trumps heldur hitt, hvernig svona maður gat yfirleitt komist í gegnum allar forkosningarnar hjá öðrum aðalflokki BNA. 

Hann hefur í engu breytt hegðun sinni í embætti, heldur sakar hvern og einn, sem heldur fram staðreyndum, sem ekki henta honum, um lygar. 

Svo langt hefur þetta gengið að hann og fylgismenn hans, sem eru ekki aðeins ótrúlega margir vestra, heldur líka ótrúlega margir hér á landi, halda því blákalt fram að allir veðurfræðingar og vísindamenn sem fást við rannsóknir á veðurfari og náttúrufari á jörðinni, falsi allar tölur sínar og stundi eitthvert ótrúlegasta lygasamsæri sögunnar. 

Reka þurfi allt þetta fólk og fá í staðinn "alvöru"vísindamenn sem komist að "réttum niðurstöðum." 

Trump leitaði uppi óánægjuhópa í Bandaríkjunum, sem er farið hefur halloka vegna breytinga á atvinnuháttum af völdum tækniframfaranna sem bylting í fjarskiptum og alþjóðasamskiptum byggist á, og gaf einnig færi á því að þeir sem eru óánægðir með spillinguna í stjórnsýslunni í Washington hefðu hann sem eina frambjóðandann, sem ætlaði að berjat gegn þeirri spillingu. 

 


mbl.is „Lygari“, segir Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eina atkvæði, sem myndar meirihluta, getur verið í hvaða flokki sem er.

Með hliðsjón af "handsprengju"tali er vafasamt að tala um sjö manna þingflokk sem "sigurvegara" kosninganna. 16 manna, 11 manna eða 8 manna þingflokkar hljóta frekar að vera það þótt þingflokkur Sjalla hafi minnkað um fimm þingmenn í kosningunum. 

"Handsprengja" Sigmundar Davíðs var lúaleg í garð Lilju Alfreðsdóttur og félaga hennar í Framsóknarflokknum, því að með því var gefið í skyn, að óheildindi hefðu leigið að baki öflugri áherslu á það að koma henni á þing. 

Hvað snertir meirihluta á þingi, er auðvitað betra að hafa hann stærri en einn þingmann. 

Þó sat Viðreisnarstjórnin sem fastast heilt kjörtímabil 1967-1971 með aðeins eins manns meirihluta, og svipað átti við þegar Steingrímur Hermannsson myndaði ríkisstjórn 1988 með jafnvel enn tæpari stöðu, pattstöðu í annarri þingdeildinni ef ég man rétt, og möguleika á að vinna ekkert hlutkesti í vali í nefndir, alls níu. 

En hann vann öll hlutkestin. 

Það er mest undir dýpra stöðumati komið hvort minnsti mögulegi meirihluti verður ofan á. 

Benedikt Gröndal hafnaði möguleika um myndun tæprar ríkisstjórnar krata og Sjalla 1979, og sagði Jón Balvin Hannibalsson síðar að það hefði verið "pólitískt umferðarslys".

Davíð 0ddsson lagði ekki í að halda áfram í tæpu sambandi við krata 1995 eftir mikið fylgistap krata, og Framsóknarflokkurinn lemstraðist það mikið í kosningunum 2007 þótt tæpur meirihluti héldi, að Geir Haarde sneri sér frekrar að Samfylkingunni. 


mbl.is „Handsprengjan“ dregur úr líkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband