Meira að segja Lilja ergir Trump.

Það er athyglisverð frétt, sem þessi bloggpistill er tengdur við.

Lilja Alfreðsdóttir leggur fram skýrslu um efnahagslegar afleiðingar  loftslagsbreytinga á norðurslóðum á fundi þingmanna NATO sem hefði verið samþykkt einróma ef fulltrúi langvoldugasta ríkisins hefði ekki lagst á móti henni. 

Greinilegt er að Donald Trump er svo mikið í mun að ekki verði haggað við því, sem hann hefur lýst sem því að að "gera Ameríku mikla á ný" að leitað sé uppi hvert tilefni til þess að afneita loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra. 

Sem þýðir einfaldlegra að Kaninn ríghaldi áfram í hina klassíku ábyrgðarlausu ofnýtingu hverra þeirra auðlinda sem hægt er að seilast í til þess að þjóna þeirri skammtímagræðgi sem er að verða helsta ógn við komandi kynslóðir.  


mbl.is Skýrsla Lilju samþykkt hjá NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri vandinn: Tvær stórar andstæðar fylkingar.

Stærsti vandinn varðandi átök um sjálfstæði Katalóníu er sá, að íbúar Katalíníu skiptast í tvær algerlega andstæðar fylkingar, stál í stál.

Þessar fylkingar virtust nokkuð jafnstórar þegar kosið var um sjálfstæði í ráðgefandi þjóðaratkvæði.   

Þarna er um að ræða dæmi um þann vanda sem getur orðið og hefur orðið við svona aðstæður. 

Afleiðingarnar hafa sums staðar orðið slæmar, svo sem á Norður-Írlandi á seinni hluta síðustu aldar. 

Í Færeyjum urðu ekki slík átök þótt þar væru fylkingar næstum jafnstórar, en fullt sjálfstæði fengu Færeyingar ekki. 

Blóðug borgarastyrjöld geysaði á Spáni 1936-39 og sárin eru ekki gróin. Harkalegar aðgerðir lögreglu um daginn ýfðu þessi ráð upp og vonandi kemur ekki til þess að til vopnaðra átaka komi. 

Það verður afar erfitt að ná samkomulagi á milli deiluaðila en sá kostur, að borgarastyrjöld brjótist út, ætti ekki að vera í boði. 

 


mbl.is Þjóðhátíðarstemning á mótmælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesta súrnun í milljónir ára.

Nú á sér stað mesta og hraðasta súrnun sjávar í milljónir ára. Í Ástralíu eru methitaárin frá þessari öld orðin að meðalárum og ný methitaár taka við. 

Á mbl.is er frétt um von á meira en 50 stiga hita þar í landi. 

Það er varla hægt að segja að haustið sé enn komið hjá okkur, þótt skammt sé í kuldann sem hraðminnkandi Grænlandsjökull gefur.  

Ekkert af þessu og ótal öðru virðist hagga þeim sem ekki vilja viðurkenna neitt af þessu, kenna fölsuðum mælingum um og fullyrða að ofangreint sé allt lygi. 

Hvers vegna? 

Vegna hins árþúsundaára gamla fyrirbrigðis að ríkir eiginhagsmunir eru sama eðlis og ollu hinu fornkveðna að asni klyfjaður gulli kemst yfir hvaða borgarmúr sem er. 


Virkar fljótast.

Barnsfæðingum fer ört fækkandi og nálgast kreppuárin fyrir 80 árum. Húsnæðisverð hefur rokið upp og húsnæðisekla er mikil. 

Of mörg börn búa við fátækt og það misrétti sem stafar af því. 

Á sama tíma fjölgar eldra fólkinu mikið. 

Ýmislegt kemur til greina til þess að bæta ástandið en líklega virkar ekkert eins fljótt og að hækka barnabætur og það ríflega, þess vegna um helming. 

Það tekur tíma að auka húsnæði og það er flókið mál að koma þar inn með framlög. 

Stórfækkandi barnsfæðingar og öldrun þjóðarinnar mun hefna sín þegar fram í sækir af augljósum ástæðum. 

Fyndið er að sjá skrif manna, sem vilja fækka barnsfæðingum til þess "að apara útgjöld" en líka að loka landinu fyrir innflytjendum til frambúðar. 

Hver á þá að vinna öll störfin á þeim tíma sem atvinnuleysi er ekkert og það er hrópað á vinnandi hendur?

Barnabætur hafa verið stórhækkaðar áður og það gefist vel. 

Þannig hækkaði Viðreisnarstjórnin barnabætur mjög og í fyrsta sinn var borgað með öllum börnum, en þau fyrstu hjá hjónum ekki skilin eftir eins og verið hafði áður. 


mbl.is Vill tvöfalda barnabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband