100 tilkynningar og 60 kvartanir yfir engu?

Í kvöldfréttum mátti sjá tvær mismunandi útgáfur af hinu "pottþéttu" og "ströngu skilyrðum" sem fullyrt er að sé á tveimur sviðum á Íslandi, í fiskeldi og í kísilverinu í Helguvík. 

Frá kísilverinu bárust 60 kvartanir um reyk og óþef frá kísilverinu, en talsmaður þess sagði í sömu frétt að engin lykt hefði fundist á verksmiðjusvæðinu, og af þeirri fullyrðingu mátti ráða að ekkert væri að. 

Í öðrum fréttum var fjallað um það að á tveimur stöðu á landinu, í Dýrafirði vestra og Berufirði fyrir austan hefði mikið af fiski sloppið út úr kvíum. 

En eins og kunnugt er, eru skilyrðin fyrir því að það geti ekki gerst svo ströng að slíka á að vera ómögulegt. 

Samt hafa borist 100 tilkynningar hringinn í kringum landið um að regnbogasilungur hafi fundist í íslensku ám, og nýlega var greint frá því í frétt, að ætlunin væri að tífalda fiskeldið á næstu árum. 

Þetta minnti mig á það að ég kom einu sinni seint um nótt úr fréttaferð út á land og átti leið fram hjá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, en þá lagði dökkan og mikin reyk hátt til himinst frá verksmiðjunni. 

Tók af því mynd, sem var sýnd í fréttum, en fram að því hafði jafnan verið harðlega þrætt fyrir að nokkur reykur slyppi þarna nokkurn tíma út, þótt fjölmargar kvartanir hefðu borist um það. 

Eitt af svörunum, sem sáust frá verksmiðjumönnum um þetta var, að þessi myndbirting sýndi hve mjög ég hataðist við verksmiðjuna, því að til þess að ná þessu einstaka tilfelli hefði ég greinilega þurft að bíða við verksmiðjuna allar nætur, jafnvel vikum saman, til þess að ná mynd af þessu eina skipti! 


mbl.is „Gjörsamlega stjórnlaus iðnaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalmálið: Að negla "Litla Landssímamanninn."

Það er einhver elsta vörn þeirra, sem misfara með völd, trúnað og fé, að hafi vitneskjunni um það verið "lekið" til fjölmiðla, sé "lekamálið" orðið að aðalmálinu en málið, sem lekið var, að algeru aukaatriði sem saknæmt sé að upplýsa um.

Sæmin eru svo mörg að erfitt er að velja eitthvert þeirra sem dæmi. Í Watergate-málinu 1974 var reynt að gera hlut hins svonefnda "Deep Throat", sem lekamaðurinn var kallaður, að aðalviðfangsefninu í stað málsins, sem felldi sjálfan Richard M. Nixon af forsetastóli.

Reynt er að "negla skítseiðin" og refsa þeim sem ekki aðeins grimmilegast, heldur finna eitthvað annað saknæmt á þá. 

Eitt besta dæmið á síðustur árum eru málin gegn Snowden og Assange. 

Hér heima hefur hvað eftir annað verið reynt að nota þessa aðferð, og varð "Litli Landssímamaðurinn" þjóðþekktur á sínum tíma þótt flestir séu búnir að gleyma því hverju hann lak. 

Svipað gerðist í máli hjá heilbrigðsiseftirliti Suðurlands hér um árið og mörgum öðrum málum. 

Nixon tókst að sitja á forsetastóli í sex ár áður en hann féll á Watergate-málinu, en Trump er ekki einu sinni búinn að sitja í einn mánuð áður en hann fær mál í fangið, sem er svo alvarlegt að mati hins virta sjónvarpsmans Dan Rathers, að það kunni að vera alvarlegra en Watergate-málið. 

Nixon reyndi að losna með því að reka starfsmann, og Trump gerir það sama nú, enn heldur því samt fram að "lekinn" sem olli brottrekstrinum sé aðalglæpurinn. 


mbl.is Trump heitir því að negla „skítseiðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Með sambærilegum hætti og hjá öðrum launamönnum"?

Þessi eina setning sem menn láta nú stranda á í samnningum milli sjómanna og útgerðarmanna felur í sér mismunun á milli stétta að mati fyrrverandi ríkisskattstjóra. 

Ef hann veit ekki hvað hann er að segja, þá hver? 

Og þetta eina strandatriði er samt það eina, sem báðir samningsaðilar virðast senda út neyðarkall til þriðja aðila um að afgreiða. 

Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir, að verði þetta "neyðarkall" samþykkt eftir nótum samningsaðila, muni aðrar sambærilegar stéttir senda út sín "neyðarköll" um að fá samsvarandi ívilnanir, rétt eins og bent hefur verið á áður hér á síðunni. 

Þjóðin og alþingismenn bera mikla virðingu fyrir neyðarköllum á vettvangi sjósóknar og annarra starfa sem eru unnin við erfiðar og oft hættulegar aðstæður. 

Með því að nota orðið "neyðarkall" um heimtukröfu á ríkissjóð í vinnudeilu, sem kemur neyð og hættu ekkert við, er verið að gjaldfella orðin "neyð" og "neyðarkall" af þeim, sem síst ættu að gera það. 


mbl.is Sendir neyðarkall til alþingismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar hlegið var að Preston Tucker.

Preston Tucker hét maður, sem taldi bandarískan bílaiðnað ekki nógu framsækinn eftir Seinni heimsstyrjöldina og lét hanna byltingarkenndan bíl með sínu nafni árið 1948, hlaðinn tæknilegum nýjungum af ýmsu tagi. Meðal annars var bíll hans með langminnstu loftmótstöðu bíla þess tíma, álíka lága og nú tíðkast. Tucker 48 (2)

Í reynsluakstri í kapp við Ford 1948 komu yfirburðir hins nýja bíls í ljós. Hann náði til dæmis meira en 50 km/klst meiri hraða en sambærilegir bílar. 

Bandarísku bílarisarnir lögðust á eitt og beittu öllum sínum miklu áhrifum í Washington og annars staðar til að knésetja Tucker, meðal annars með ákærum um saknæmt athæfi, sem tók það langan tíma fyrir Tucker að hrinda af sér, að hugmynd hans fór í hundana og aðeins 51 bíll var smíðaður. Tucker 48 á hlið

Í lok réttarhaldanna sagði Tucker, að ef Bandaríkjamenn héldu áfram á þessari braut myndu hinar sigruðu þjóðir, Þjóðverjar og Japanir, bruna fram úr Könum í bílasmiði og bílaframleiðslu. 

Raunar minna aðfarirnar gegn Tucker 1948 óþægilega mikið á þær aðferðir sem nú er bryddað upp á vestra við að gera "America great again." Tucker ´48 á ská aftan frá

Þegar Tucker sagði þetta um Japani og Þjóðverja brast á slíkur skellihlátur í réttarsalnumm að dómarinn varð að hasta á fólk.

En menn töluðu um að þetta sýndi að Tucker væri ekki með réttu ráði.

Engan hefði órað fyrir því þá að forspá Tuckers myndi rætast á aðeins örfáum árartugum og því síður að Kínhverjar yrðu mesta bílaframleiðsluþjóð veraldar í upphafi 21. aldarinnar.

Meira að segja Preston Tucker gat ekki látið sig óra fyrir því. 

Framfarir í gerð rafbíla er afaTucker 48 aftan frár hröð. Margir rafbílar frá því í fyrra verða úreltir að miklu leyti strax á þessu ári. Drægni þeirra er að tvöfaldast og hraðinn við að hraðhlaða bíla að stóraukast.

Ekki veitir þó af frekari framförum, því að eftir sem áður er þyngd rafgeymanna og eðli þeirra orkuvera, sem knýja þá í löndum eins og Kína, hvort tveggja stórir gallar.

Á næsta sumri stefnum við Gísli Sigurgeirsson að því að fara í þriðja leiðangurinn undir kjörorðinu "Koma svo!" en látum bíða í bili að auglýsa, hvaða kjörorð koma fyrir framan orðin "- koma svo!" Tucker 48 beint framan á

Fyrri leiðangrar voru "Orkuskipti - koma svo!" 18. ágúst 2015, og "Orkunýtni - koma svo!" 18. ágúst 2016.  

Við Íslendingar höfum það fram yfir Kínverja að geta notað miklu hreinni orku en þeir nota frá sínum mörgu kolaorkuverum, en slíkt stækkar svo mjög kolefnisfótspor rafbíla, að það er þeirra stærsti ókostur eins og er. 

En orkuskiptin verða að eiga sér stað ef það á að vera einhver von til þess að minnka heildar kolefnisfótspor orkunýtingar mannkynsins. 


mbl.is Spáð mikilli fjölgun rafbíla í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krím og Sevastopol svipað fyrir Rússa og Florida og Norfolk fyrir BNA.

Rússar fórnuðu meira en 50 þúsund mönnum fyrir Krímskaga í Krímstríðinu um miðja 19. öld. 

Þeir fórnuðu milljónum manna á ný fyrir skagann og höfnina Sevastopol í Seinni heimsstyrjöldinni.

Nikita Krústjoff gerði mikil mistök árið 1964 þegar hann "gaf" Úkraínumönnum skagann með því að færa hann frá því að vera rússneskt yfirráðasvæði yfir til Úkraínu.  

Á þeim tíma skipti þetta engu máli, því að bæði ríkin voru njörvuð í Sovétríkin með sterkri miðstjórn í Moskvu. 

En honum var vorkunn, því að hann sá ekki fyrir að Sovétríkin myndu hrynja rúmum aldarfjórðungi síðar og að skaginn gæti komist inn á vestrænt áhrifasvæði, sem árið 1964 náði aðeins yfir Vestur-Evrópu.  

Hernaðarleg þýðing Krím og Sevastopol er svipuð fyrir Rússland og Flórídaskagi og höfnin Norfolk norðar á austurströnd Bandaríkjanna er fyrir Bandaríkjamenn. 

Það er hægt að gagnrýna Pútín og harðsvíraða stefnu hans innanlands og í utanríkismálum en það breytir ekki því, að enginn rússneskur ráðamaður mun af augljósum hernaðarlegum ástæðum geta leyft sér að "taka Krústjoff á þetta" með því að afsala sér Krím og Sevastopol. 

Enda gerði Krústjoff það við gerólíkar aðstæður, þegar áhrifasvæði Vesturveldanna náði ekki einu sinni yfir allt Þýskaland og lá vestan við Tékkóslóvakíu og Ungverjaland. 


mbl.is Rússar hyggjast halda Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2ja ríkja lausnin sjötug á næsta ári ef hún verður ekki drepin. .

Tveggja ríkja lausnin svonefnda vegna þeirrar deilu, sem átti að leysa 1948 á vegum Sameinuðu þjóðanna með stofnun Ísraelsríkis og Palestínuríkis hlið við hlið, mistókst í upphafi þegar stríð hófst á milli Ísraelsmanna og arabískra nágrannaþjóða. 

Í því stríði og síðar 1956, 1967 1973 höfðu Ísraelsmann betur í öll skiptin og stækkuðu yfirráðasvæði sitt svo mjög samanlagt í þessum átökum, að að það er margfalt stærra en það var í upphafi. 

Nú er svo komið að Netanyahu og Trump tala um "eins ríkis lausn" og Trump reynir að gylla þá leið í augum heimsbyggðarinnar, þótt erfitt sé að sjá hvernig eigi framkvæma hana þannig að "báðar fylkingar geti sætt sig við hana." 

 


mbl.is Tveggja ríkja lausnin ekki sú eina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband