Lausnirnar margar við að draga bíl, þessi sérkennileg en virkar.

Umgengni við fannfergi er nánast heil fræðigrein, ef marka má það, hve fjölbreyttar og óvenjulegar aðstæður geta myndast og hve úrræði við ýmsum úrlausnarefnum geta verið margvísleg.

Sem dæmi má nefna, að það eru til ótal aðferðir við að draga bíla og liggja ekki allar í augum uppi. 

Vandinn er yfirleitt sá, hve erfitt er að finna dráttarkrókana, ef þeir eru þá á annað borð á bílnunum. 

Mjög þarf að vanda til ef binda á í annað en dráttarkróka, sem eru til þess gerðir. 

Í gamla daga var stundum bundið í hengslin á blaðfjöðrum þannig að átakið varð að vísu aðeins skakkt en hins vegar hægt að treysta því að hengslin væru nógu sterk. Suzuki Alto dreginn

Hins vegar er að sjálfsögðu fráleitt að krækja eða binda í jafnvegisstengur eða millibilsstengur og því síður í stýrisbúnað. 

Hér á síðunni eru þrjár ljósmyndir af því hvernig lítill Suzuki Alto var dreginn aftur á bak út úr skafli í bílastæði og með þessari aðferð sparaður tími og mokstur. 

Myndirnar eru teknar eftir að búið er að draga bílinn að vísu með litlu átaki og auðvitað með því að litlu Súkkunni var ekið aftur á bak um leið. 

Enginn dráttarkrókur er aftan á Altonum og ekkert gat fyrir hann, og þar að auki erfitt að finna hann fyrir snjó ef hann væri.Suzuki Alto dreginn (2)

Stöng liggur ská þversum á bílnum til að halda öxlinum, en fráleitt að koma nærri henni.

En svo vill til að aðal dráttarkaðallinn í jöklajeppanum létta, er afar heppilegur í laginu og með breiðan flatan flöt.

Þess vegna er hægt að leiða hann inn um aðra afturdyrnar og út um hinar og festa síðan báðum endum kaðalsins í dráttarkúlu jeppans.

Gætt var vel að listum meðfram dyrafölsum áður en byrjað var að draga, ekki rykkt að óþörfu, heldur bílnum þokað 2-3 fet í einu þangað til hann var kominn út úr stæðinu.Suzuki Alto 3

Á myndunum sést vel hvar gula dráttartaugin liggur inn í bílinn báðum megin.

Mikilvægt er að draga bílinn aðeins beint aftur á bak, hafa langt í tauginni og ekki að draga nema taugin liggi utan í sem allra stystum fleti og liggi alveg flöt upp að.  

Takið eftir því að enn er hluti snævarins ennþá uppi á þaki Súkkunnar.

Það var með vilja gert að skilja eins mikið eftir að snjó eftir uppi á þakinu við upphaf mokstursins, því að þegar snjórinn er jafn mikill og núna, verður að byrja á því að komast að bílnum síðan að moka nóg ofan af honum til þess að komast inn í hann og sjá út úr honum, en moka samt ekki öllu eða réttara sagt ýta honum með sópnum, strax ofan af þakinu, því að sá snjór myndi þá falla niður við hliðina á bílnum og kalla á annan mokstur á sama snjó.

Síðan er hægt að hægt að ýta snjónum af þakinu á heppilegum stað.    

 

 


mbl.is Stúlkan orðin grá og föl í framan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afgerandi íslenska forysta á þessu sviði. Tveir "hálfir Óskarar?"

Þótt lögmál Murphys hafi náð nýjum hæðum við misheppnaða afhendingur Óskars-styttunnar vestra, hafa Íslendingar ótvíræða forystu í neyðarlegum uppákomum við tilkynningar á úrslitum. 

 

Æðsta virðing allra þar, 

barst alveg röngu liði. 

En Framsókn er og Framsókn var 

fremst á þessu sviði. 

 

Í formannskjöri að þá skildi

ofurlítill þröskuldur, 

er þá frétt bar örsmár miði:

The chairman goes to.. Höskuldur. 

 

En eins og kunnugt er kom í ljós nokkrum mínútum seinna að hinn litli atkvæðamunur hafði verið Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í vil. 

Þar að auki hefur það gerst við afhendingu Eddu-verðlauna hér á landi, að styttan datt í tvennt við afhendinguna svo að handhafinn fékk tvær hálfar Eddur og hefur alla tíð síðan verið í vafa hvort hann eigi að halda meira upp á efri helminginn eða neðri helminginn. 

Það er eftir að sjá að Óskarinn detti einhvern tíma í tvennt og verði að tveimur hálfum Óskurum. Það er afar ólíklegt. 

 


mbl.is Lásu upp heiti rangrar myndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klofstuttir björgunarsveitarmenn.

Snjórinn í morgun mældist 51 sentimetri og var víðast jafnfallinn. 

Á meðalháum manni er hné í um 50 sentimetra hæð, en klof í um 75 sm hæð. 

Klofstuttir hafa þeir því verið, mennirnir, sem sagt er frá í tengdri frétt á mbl.is, að hafi vaðið 51 sm snjó upp í klof. 

Og líkast til ekki nema um 1,30-1,40 á hæð. 

 

Þetta´eru engir meðalmenn, 

sem margir ausa lofi. 

Við hreystiverkin hamast enn

með hné sín uppi´í klofi. 

 

Nei, annars, bara smá grín, ég var sjálfur björgunarsveitarmaður áratugum saman, og veit að þeir hafa húmor fyrir sjálfum sér. 

 

 

 

 

 


mbl.is Óðu snjóinn upp í klof með sjúkrabörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband