Stór áfangi í orkuskiptum og fagnaðarefni.

Hér á síðunni hefur verið nöldrað ansi mikið undanfarin misseri vegna þess hve lengi hefur dregist að skila rafbílavæðingunni út fyrir þéttbýlið. 

Tvær aðgerðir, "Orkuskipti - koma svo!" í ágúst 2015 og "Orkunýtni - koma svo!" í ágúst 2016 voru liður í því að halda þessu máli vakandi.Sörli í Staðarskála

Myndirnar hér á síðunni eru teknar á tveimur áningarstöðum í leiðangrinum 2015 þar sem bensínsölustöðvar voru notaðar sem hleðslustöðvar fyrir rafreiðhjól á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur.

Fyrst var þetta gert hjá N1 í Staðarskála, efri myndin, síðan hjá Olís í Borgarnesi, neðri myndin, og loks hjá Olís í Mosfellsbæ.  

Fyrir neðan eru síðan myndir teknar á þessari leið á Sörla (á Öxnadalsheiði) og rafreiðhjólinu Náttfara (við Engimýri). 

Skortur á hraðhleðslustöðvum og dráttur á því að setja þær upp hefur verið aðal gagnrýnisefnið.Sörli í Olís, Borgarnesi, tölva o.fl.

Þessi skortur hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að aka frá Reykjavík lengra en upp í Borgarfjörð og vestur í Miklholtshrepp og aka lengra en austur á Hvolsvöll.

Á neðri myndinni sést, að á meðan hleðslan er í gangi, er unnið á netinu í gegnum tölvu á borðinu við hjólið jafnframt því sem er setið að snæðingi. 

Uppsetning stöðvar á Sauðárkróki var virðingarvert framtak, en gat augljóslega ekki verið lausn á leiðinni milli Borgarness og Akureyrar.Sörli. Bakkasel.

Fyrir þá rafbíla, sem þegar eru komnir, getur verið tæpt að komast 100 kílómetra að vetrarlagi vegna minni drægni í kulda. Nýir bílar, sem eru að koma, svo sem Renault Zoe, munu bæta úr þessu.

Þar vegur líka sú staðreynd, að við hraðhleðslu í hálftíma næst aðeins að koma 80% hleðslu inn á rafhlöðurnar, þannig að bíll sem dregur 110 kílómetra, dettur niður í 90 kílómetra.

Á milli Borgarness og Staðarskála eru 90 kílómetrar og á milli Varmahlíðar og Akureyrar 94 kílómetrar. Náttfari við Engimýri

Uppsetning hraðhleðslustöðvanna nú er að vísu aðeins byrjunaráfangi á langri þróunarleið rafbíla, þar sem stöðvarnar verða afkastameiri og bílarnir langdrægari. 

Það var líka viss áfangi þegar áð var á rafreiðhjólinu Sörla 19. ágúst 2015 og bæði hjól og ökumaður nærðust og tóku inn orku á leið hjólsins frá Akureyri til Reykjavíkur. 

Það virðist við fyrstu sýn, að olíufélag tapi á því að fara að vera með orkusöluþjónustu við bíla, sem ganga ekki fyrir bensíni eða olíu.

En N1 virðist hafNáttfari á Hvolsvellinað dæmið lengra, því að bensín- eða olíuknúinn bíll sem á leið um Hrútafjörð, þarf ekkert endilega að stoppa í Staðarskála.

Eins og drægni rafbílanna er háttað núna, er hins vegar 100% pottþétt að þeir muni verða að stoppa í Staðarskála til að hraðhlaða.  Sem sagt: Pottþéttur viðskiptavinur, líka í veitingasölunni.

Neðsta myndin er af Náttfara við Hvolsvöll í einni af æfingaferðunum á Náttfara, sem farnar voru fyrir leiðangurinn 18. ágúst.

Tveimur vikum fyrr fór Gísli Gíslason ásamt tveimur ferðafélögum hringinn á Tesla-bíl á 30 klukkustundum, en hlóð þann bíl ekki á bensínstöðvum heldur annars staðar, þar sem hann gat átt aðgang að þriggja fasa rafmagni.

Með tilkomu hraðhleðslustöðvanna, sem nú er byrjað að setja upp, ætti það að vera leikurinn einn fyrir hvern sem er að fara hringinn.   


mbl.is Veðja á rafmagnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjöf að setja háan toll á þýska bíla til að setja "Ameríku í fyrsta sæti."

Donald Trump hefur haldið því fram og fengið út á það fylgi, að með róbótavæðingu nútímans geti þjóðir með afar lágum launum verkafólks framleitt bíla sem eru samkeppnishæfir á bandarískum markaði vegna lágs verðs bílanna. Oldsmobile Aurora

Þar með taki láglaunafólkið í fátæku löndunum atvinnu frá verksmiðjufólki í Bandaríkjunum. 

En það nýjasta, að setja refsitoll á þýska bíla, passar ekki inn í þessa mynd Trumps, vegna þess að Þýskaland er velmegunarland þar sem verksmiðjustarfsfólkið fær margfalt hærri laun en samsvarandi launþegar í fátækari löndum.1999_mercedes-benz_e-class_4_dr_e300dt_turbodiesel_sedan-pic-13796-640x480 

Ef þýskir bílar seljast betur í Bandaríkjunum en bandarískir er það ekki vegna þess að þeir séu ódýrari eða að verksmiðjufólkið í Þýskalandi fái svona lág laun, heldur einfaldlega vegna þess að þýsku bílarnir eru að jafnaði betri en bandarískir bílar. 

Gæði bandarískra bíla voru visslulega mikil og rómuð á fyrstu fimmtán árunum eftir Seinni heimsstyrjöldina og þá "voru Bandaríkin stórkostleg" og veldi þeirra mikið.

En síðan hrakaði gæðunum og Bandaríkjamenn drógust aftur úr í tækni og gæðum og hafa ekki verið nógu samkeppnishæf síðan.1999_bmw_528i-pic-3731051869287537246-1600x1200

Það felst alger uppgjöf og mótsögn í því að úthýsa þýsku bílunum með handafli og viðurkenna þannig, að Bandaríkin geti ekki orðið stórkostleg á ný.

Og refsingin bitnar á Bandaríkjamönnum sjálfum, sem mega ekki kaupa þær vörur sem þeim finnst bestar.

Á sínum tíma tókst Rússum að koma í veg fyrir samkeppni rússneskra bíla við bíla frá Vesturlöndum með því að láta Sovétríkin framleiða alla sína bíla sjálfir.

Er það á þann hátt sem Trump ætlar að gera "Bandaríkin stórkostleg á ný"? 

Skoðum smá dæmi, sem sýnir málið í hnotskurn. Oldsmobile var næst dýrasta merkið hjá GM, næst á eftir Cadillac og salan hafði fallið um 70% á árunum 1985-1995 á sama tíma og salan hafði stóraukist á bílum í sama flokki, svo sem Benz E, BMW 5 og Audi A6. 

1995 átti að "gera Olsmobile stórkostlegan á ný" með því að setja á markað langbesta bílinn, sem framleiddur hefði verið af þeirri tegund, Oldsmobile Aurora og átti að keppa við Mercedes-Benz E og BMW 5. 

Þessi Aurora eðalbíll, sem efsta myndin á síðunni er af, er árgerð 1999, en neðar eru Benz E og BMW 5 af sömu árgerð. 

Skemmst er frá því að segja að þessi fyrirætlan mistókst gersamlega og varð upphafið að endalokum Oldsmobile, sem var aflagt árið 2004 eftir 107 ára feril.

Engin ráð fundust til að halda áfram starfsemi eins af allra elstu bílategundum heims.  

Ef Trump hefði verið við völd hefði hann að sjálfsögðu komið í veg fyrir innflutning Benz og BMW og sagt hróðugur fyrir framan Oldsmobile Aurora og aðra slíka: "Ég hef gert Bandaríkin stórkostleg á ný!" 


mbl.is Mega ekki falla fyrir kænskubrögðum Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráhyggja gegn viðurkenndum almannahagsmunum.

Ótal þjóðþrifamál kalla jafnan á viðbrögð "hins háa Alþingis". Það er ljóður á ráði þess hve mög þeirra dagar uppi. Léttir%2c ská aftan frá (1)

Á sama tíma er hins vegar óþurftarmál orðið að þrjáhyggju ákveðins hluta þingmanna og virðist engu skipta hve oft því er sem betur fer vísað á bug, - þótt flutningsmenn þess detti af þingi, spretta nýir upp eins og höfuð á þursi, sem spretta tvö upp þar sem áður var eitt hoggið af. 

Það er margsönnuð staðreynd að eftir því sem aðgengi að áfengi er auðveldað eykst neysla þess. 

Um tjónið af völdum áfengis þarf heldur ekki að deila. Það hefur verið rannsakað áratugum saman og niðurstaðan er ævinlega sú sama, hvort sem það eru alþjóðlegar heilbrigðiststofnanir sem gera það eða aðrir, þetta er einhver mesti skaðvaldur og böl þjóðfélagsins. 

Hver áfengissjúklingur dregur með sér alla, sem nálægt honum eru, inn í þetta böl, þannig að þegar áfengissjúklingur fer í meðferð, þurfa fleiri helst að fara líka í meðferð vegna þess að þeir hafa orðið "kóarar", meðvirkir sjúklingar, ýmist með því að hefja líka drykkju eða með stanslausum feluleik og afneitun. 

Mótsögnin er æpandi varðandi það að auka aðgengi að áfengi og veita jafnframt stórauknu fé í forvarnaraðgerðir.  Enn meiri mótsögn að til þess að eiga fé í þessar forvarnaraðgerðir þurfi að auka drykkjuna svo hún skapi meiri peninga til aðgerðanna.  


mbl.is Leggja áfengisfrumvarpið fram aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg hugmynd! Vantaði samt Kröflugosin 1980 og 1984.

Sköpun lands, ljósasýningin eftir Ingvar Björn og hljóðverk eftir Magnús Leif Sveinsson, er einhver glæsilegasta sýning og hugmynd, sem lengi hefur sést, og það jafnvel á heimsvísu. 

Í endursýningunni hér á mbl.is er erfitt að heyra hvað röddin, sem nefnir eldgosin í rúma hálfa öld, segir, en þó er ljóst, að Kröflugosin 1980 og 1984 voru ekki nefnd. 

Kröflugosin voru alls níu, og engin ástæða til að nefna þau beint öll, því að nokkur ár voru þau tvö á sama árinu, og því nóg að nefna ártalið.

En þess heldur þarf að nefna þessi ártöl.    

Kröflugosin 1975, 1977, 1980, 1981 og 1984, voru bæði jarðfræðilega og ekki síður sem magnaðir viðburðir, með merkustu gosum Íslandssögunnar. 

Annars eru þetta smáatriði sem blikna við hliðina á því hve áhrifamikil og glæsileg þessi sýning er. 


mbl.is Setning Vetrarhátíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband