"Hvenær hefur maður drepið mann...?" "Að drepa einn mann er morð.."

Á sínum tíma skilgreindu margir Stalín, Hitler og Maó sem fjöldamorðingja, sem hefðu valdið dauða tuga milljóna fólks hver um sig. 

Engu að síður gerðu Roosevelt og Churchill bandalag við Stalín í styrjöldinni við Hitler á þeim forsendum að Hitler væri miklu verri en nokkur annar. 

Churcill sagði, þegar hann var gagnrýndur fyrir þetta bandalag og minntur á fyrri harðorð ummæli hans um Stalín, að Hitler væri svo slæmur og langverstur af öllum, að réttlætanlegt gæti verið að gera bandalag við sjálfan Kölska gegn honum. "Ég gæti áreiðanlega fundið einhver vinsamleg orð í garð Kölska til að segja í Neðri málstofunni", sagði Churchill. 

"Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær hefur maður drepið mann og hvenær hefur maður ekki drepið mann?" spyr Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni.

Stalín á að hafa svarað vangaveltum um morð svona: "Að drepa einn mann er morð. Að drepa milljón er tala."

Varðandi Pútín kunna skilin á milli morðs og ekki morðs að vera ákveðin tala, einhvers staðar á milli tölunnar einn og tölunnar milljón. 

Og þá er spurningin hve marga þarf að drepa til þess að teljast morðingi.

En kannski skiptir það engu máli fyrir Trump hvort eð er þegar um bætt samskipti Bandaríkjamanna við Pútín og Rússa er að ræða.  

 


mbl.is Segist virða „morðingjann“ Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7500 drepnar árlega á heimilunum í landi Pútíns "mikla".

Vladimir Pútín er "sterkur" stjórnandi sem Donald Trump vill líkjast. Eftir á fá margir af svonefndum sterkum stjórnendum, sem í raun voru kúgarar, viðurnefnið "hinn mikli".

Rússar og Prússar státa sérstaklega af "sterkum", "miklu" stjórnendum, - nöfnin lærum við í skólum, Pétur mikli, Katrín mikla, Friðrik mikli. Kannski bætist Pútín "mikli" síðar í hópinn. 

Ekki er hægt að kenna múslimskum hryðjuverkamönnum um allar 7500 drepnar konur drepnar á heimilum sínum á hverju ári í Rússlandi né um byssudráp tugþúsunda fólks árlega í Bandaríkjunum. 

En í báðum ríkjum er séð í gegnum fingur sér varðandi þetta. Nú milda Rússar refsingar fyrir heimilisbarsmíðar, í Rússlandi, þannig að aðeins þurfi að borga sekt, svona eins og vegna stöðumælabrota, og Trump hvetur  til aukinnar byssueignar í Bandaríkjunum og þar með fleiri drápa en nokkru sinni fyrr. 

Hve margir skyldu hafa fallið þar í landi fyrir hryðjuverkamönnum úr hópi innflytjenda frá þeim ríkjum, sem nú hafa lent á svarta listanum hans Trumps? 

Birtur hefur verið listi með nöfnum níu þekktra einstaklinga í Bandaríkjunum, svo sem Seinfelds, þekkts Óskarsverðlaunaleikara og stofnenda Ebay og Apple, sem ekki hefðu auðgað bandarískt þjóðlíf ef þegnum múslimalandanna, sem foreldrarnir komu frá, hefðu verið meinað að koma til Bandaríkjanna. 

 

 


mbl.is „Hann barði mig alltaf í höfuðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Leikrit, sett á svið"? "Aumingjagæska"?

Fyrir tæpu ári voru ofangreind orð viðhöfð oftar en einu sinni um þær fréttir af ástandinu á Landspítalanum, sem þá var, bæði í ræðu og riti. 

Nýlega talaði forsætisráðherrann í stefnuræðu um heilbrigðismálin og notaði orðalag sem gaf til kynna að ástandið væri huglægt en ekki raunverulegt, enda hefðu framlög til heilbrigðismála aukist. 

Í einum af bloggpistlum dagsins er talað um að nauðsynlegt sé að hverfa aftur til hinna gömlu góðu gilda frekar er "aumingjagæsku og styrkja" hins skelfilega kratisma.

"Má ég þá heldur biðja um Trump" segir skrifarinn og bætir við upphrópum um "gildi vinnunnar."

"Aumingjagæskan" sem Trump verður að afnema er meðal fólgin í því að Obama breytti því að 20 milljónir Bandaríkjamanna hefðu engar sjúkratryggingar og væru á sama stigi og fátækir Íslendingar fyrir 1946. 

 

Ákallið í bloggpistlinum um hinn sterka foringja sem hefur "gildi vinnunar" og hina gömlu góðu daga í hávegum er, eins og orðin sýna, ekki nýtt, heldur hefur það hljómað áður, þegar foringinn mikli lofaði að "gera lönd okkar mikil á ný" eins og pistlahöfundur orðar það og slagorðið "arbeit macht frei!" var fremst hinna "gömlu, góðu gilda."   


mbl.is 25 sjúklinga vantaði sjúkrarúm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband