Mál í heimsklassa, því miður.

Guðmundar- og Geirfinnsmálin voru ekki aðeins stærsta sakamál allra tíma á Íslandi, heldur á heimsmælikvarða. 

Því að þótt íbúar Íslands myndu komast fyrir í einu hverfi í erlendri borg, er málavafstrið orðið það langdregið og mikið og dramatíkin og fáránleikinn með eindæmum, að þetta er mál sem getur hvorki dáið né horfið í djúp gleymsku í sæg sakamála heimsins. 

Synd væri að segja að kvikmyndir, bækur, sjónvarpsþættir og blaðagreinar um þetta mál séu góð landkynning fyrir okkur. 

Meðal ötulla þátttakenda í málrekstrinum voru menn í ríkisstjórn og á Alþingi um gervalla kima þjóðfélagsins, auk þess sem kynt var af alefli undir fjölmiðlafárið. 

Það eru ekki aðeins erendir kvikmyndargerðarmenn sem vinna að 90 mínútnna heimildamynd, sem nú heiðra okkur með nærveru sinni, heldur fleiri erlendir fjölmiðlamenn, sem ég hef haft spurnir af. 


mbl.is Guðmundar- og Geirfinnsmálin á Netflix
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúfen og "Íbúafen."

Það jaðrar við hamfarir sem er að gerast í húnsnæðismálum á Íslandi um þessar mundir. Á sama tíma sem tekjur af erlendum ferðamönnum hafa vaxið um hundruð milljarða á ári og mikið gróðæri í gangi í kringum það, ríkir fordæmalaus ládeyða í húsnæðismálum síðustu 80 ár. 

Hún er svo mikil þessi allsherjar ládeyða að þetta stærsta viðfangsefni þjóðarinnar um þessar mundir er ekki nefnt í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 

Málin hafa fest sig í eins konar feni á borð við það sem nú er verið að byggja í í Vatnsmýri, þar sem eru 4-5 metrar ofan á fast.

Þetta nýja hverfi sagt vera merki þess að verið sé að byggja yfir unga fólkið, sem allar tölur sýna, að er fyrsta kynslóðin á lýðveldistímanum sem er að hrekjast frá þeirri einföldu þörf í kaldasta landi Evrópu að eiga þak yfir höfuðið. 

Og ellilífeyrisþegar stynja undir snarhækkandi húnsnæðisverði. 

Þegar þetta hefur verið gagnrýnt ásamt fleiru, sem kallar á umbætur svo að við missum ekki unga fólkið úr landi, hefur hlutunum verið snúið á haus með því að saka umbótasinna um að hafa stefnuna "ónýta Ísland." 

Það má sem sagt ekki nefna snöru í hengds manns húsi. 

Þegar gamla fólkið þjáist af verkjum, tekur það oft verkja- og bólgustillandi lyf, sem heitir íbúfen.

Bæði hinir elstu og unga fólkið á Íslandi ganga nú þrautagöngu í húsnæðismálum vegna skorts á úrræðum og mikillar verðbólgu á húsnæðismarkaðnum.

Þetta eru bæði verkir og bólga. 

Hverfi á borð við dýra hverfið í mýrinni þar sem er einna lengst niður á fast á höfuðborgarsvæðinu mætti kalla "Íbúafen" sem yrði samheiti fyrir þær hremmingar sem húsnæðismál landsmanna hafa lent í vegna sofandaháttar íslenskra stjórnmálamanna bæði hjá ríki og sveitarfélögum.  

Það má saka ríkisstjórnir og sveitarfélög á lýðveldistímanum um ýmis konar mistök í efnahagsstjórninni, en tölurnar um íbúðabyggingar frá 1944 til 2008 sýna þó, að húsnæðismálum var miklu betur sinnt allan þann tíma en núna. Það er sama hvert litið er: Það eina sem sést er íbúðafenið sem málaflokkurinn er sokkinn í.  

 


mbl.is Ládeyða án fordæma á lýðveldistímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarahneykslum verður seint útrýmt.

Svonefnd dómarahneyksli eru óhjákvæmilegir fylgifiskar íþrótta, rétt eins og aðrarAT misjafnar aðstæður, sem eru hluti af vettvangi þeirra og völlum. 

Bara þessa dagana eru tvö í hámæli, annað það atriði, að dómurum yfirsást að körfuboltaleikmaður stóð örlítið utan vallar þegar hann skoraði úrslitakörfu í bandaríska körfuboltanum, og hitt atriðið er enn æsingamál, varasöm vítaspyrna sem Barcelona fékk "gefna" í ótrúlegum 6-1 sigri þeirra á Paris SG. 

Atvikið vestra sást þegar í stað vel á myndavélum, en samkvæmt reglunum þar, er dómurum bannað að skoða slíkt, jafnvel þótt töf við það verði örstutt. 

"Sönnunargögn" fyrir hlutdrægni dómarans í Barcelonaleiknum eru ekki nægjanleg nema að mjög ítarleg rannsókn fari fram á öllum leiknum en ekki bara með því að safna saman atriðum þar sem hann dæmdi Barcelona í vil. 

Dæmin um það að "dómarar virðist hafa verið að horfa á aðra bardaga" eða leiki en íþróttafréttamenn og áhorfendur eru óteljandi. 

Frægust er sennilega  "langa talningin" yfir Gene Tunney, 14 sekúndur í stað 10, 1927, vegna þess að Jack Dempsey gleymdi að fara strax í hlutlaust horn þegar hann hafði slegið Tunney í gólfið. 

Síðar í sama bardaga sló Tunney Dempsey niður, en þá byrjaði sami dómari talningu umsvifalaust, þótt Tunney væri seinn að taka við sér. Þetta var 100 þúsund áhorfenda bardagi og mörg hundruð milljónir dollara í húfi. 

Eftir á birtust alls konar sögur af því að mafían hefði mútað dómaranum. 

Þegar Jack Sharkey var dæmdur sigur yfir Max Schmeling nokkrum árum seinna varð frægt þegar umboðsmaður Schmelings hrópaði hátt: "We wus robbed!, We wus robbed!" 

"Löng talning" var í Tokyo 1990 þegar Tyson sló Buster Douglas í gólfið og Douglas fékk 13 sekúndur til að standa upp. 

Þegar Douglas sló síðan Tyson síðar niður í bardaganum, liðu alls 14 sekúndur áður en Tyson hafði staðið upp og Douglas lýstur sigurvegari.

Don King setti fram kæru, en hún var ekki tekin til greina, og kannski var það "réttlátast", því að Buster Douglas, með verstu veðmál sögunnar á bakinu, 1:41, verðskuldað sigur og ónvæntustu úrslit hnefaleikasögunnar og var öllum á óvart betri keppandinn í þessum bardaga.  

Í bardögum Lennox Lewis við Evander Holyfield og Felix "Tito" Trindidad við Oscar Dela Hoya fyrir aldamótin var rætt um það á fjölmiðlum á eftir að svo virtist sem dómararnir hefðu verið að horfa á einhverja allt aðra bardaga en áhorfendur. 

Í handbolta verður alla tíð oft erfitt að dæma um það hvenær á að dæma ruðning á sóknarmann eða aukakast á varnarmann, - eða hvenær eigi að dæma skref eða línu á menn. 

Dómarar munu ævinlega eins og leikmenn gera fullt af mistökum og á meðan dómarar eru notaðir í íþróttakeppni, verða ævinlega til "dómarahneyksli." 


mbl.is „Ég er með sönnunargögn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband