Björgunarsveitirnar verða að hafa fjármagn til að fylgjast með tækninni.

Fjölgun ferðamanna og vaxandi verkefni björgunarsveitanna kalla á það, að þær geti fylgst með tækninni og endurnýjað og bætt búnað sinn.

Þessi pistill er skrifaður í fyrstu jöklajeppaferð minni í fimm ár, og þótt ekki sé liðinn meiri tími frá síðustu ferð bera sumir jepparnir þess glögg merki, hve miklar tækniframfarir eru í ´smíði þessar farartækja, sem svo mikla byltingu hafa fært okkur í ferðalögum um allt land við hin verstu skilyrði.

Fjarskiptaframfarir eru líka nauðsynlegar. Þar sem ég er núna, rétt hangir 3G inni, en efling fjarskiptakerfis og staðsetningarbúnaðar er líka mikilvægur.

Af því að 3G merkið er svona veikt og dettur út af og til, er alveg á mörkunum að hægt sé stunda fjarskiptin sem fylgja þessu kerfi.

Til dæmis get ég ekki tengt þennan pistil við frétt á mbl. is um þessi málefni, eins og leikur einn er ef 3G merkið er traust.


Ævinlega ný viðmið með nýjum kynslóðum.

Nýjar kynslóðir, ný tækni, nýr heimur, ný viðmið. Sá tími er að hverfa þegar það þótti nóg að gefa ungu kynslóðinni tækifæri til að fá vinnu í verksmiðjum til að geta stritað fyrir því að eignast þak yfir höfuöið. 

Unga fólkið lifir núna að stærstum hluta i netheimum, og veit, að þær þjóðir, sem best vegnar,búa afa yfir mestum mannauði, best menntaða fólkinu til þess að takast á við fyrirbæri eins og það að ný róbótatækni ryður burt gömlum og úreltum störfum, en býr í staðinn til ný og betur launuð, þar sem menntunin er aðalatriðið. 

Þess vegna er til komið nýtt fyrirbrigði, að fyrst notar unga fólkið timann til að mennta sig, og byrjar síðan í krafti góðra starfa að stofna fjölskyldu og koma sér vel fyrir. 

Trump, Sanders og fleiri hafa nýtt sér óánægjuna, sem ætti að beinast gegn því vanrækja að aðstoða fólk til og gera það fært til að skapa sér nýjan starfsvettvang í stað þess að hverfa til baka með höftum og þvi sem ætti að tilheyra fortíðinni.  


mbl.is Ungu fólki þykir það út undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband