Klofin þjóð sem aldrei fyrr.

Tyrkland á sér sögu sem markast mjög af því að hafa verið fyrrum stórveldi, sem stóð traustum fótum í tveimur heimsálfum. 

Síðan hrundi heimsveldið að mestu, en áfram hefur hluti ríkisins verið í Evrópu. 

Þetta hefur markað sögu þess síðustu öld og valdið því að þjóðin hefur verið illilega klofin, þótt á tímabili hafi verið sótt um inngöngu í ESB. 

Sú innganga tafðist lengi vegna þess hve erfitt var að sannfæra Evrópuþjóðir um einingu Tyrkja og á síðustu árum hafa breyttar aðstæður og vandamál í Evrópu stöðvað þá framrás til evrópskra gilda og hátta sem komin var í gang. 

Nú er ljóst, að Tyrkir fara öld afturábak í lýðræðisefnum, en jafnframt ljóst að þjóðin er klofin. 


mbl.is Naumur meirihluti sagði já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hugsanlegt eitthvað svipað og 1991 ?

George Bush eldri Bandaríkjaforseti var laginn samningamaður og hafði á sínum snærum menn, sem voru svipaðir honum að þessu leyti. 

Hann sigldi farsælu sambandi í gegn við fall Sovétríkjanna og ávann sér traust leiðtoga Sovétríkjanna og síðar Rússa. 

Illu heilli hefur það gagnkvæma traust beðið hnekki síðan. 

Bush eldri tókst að laða fram einstakt bandalag þjóða sem ekki gátu sætt sig lengur við framferði Saddams Husseins í Írak. 

Að vísu varð Flóastríðið niðurstaðan en fádæma samstaða þjóða heims náðist í því máli. 

Bush hafði vit á því að taka ekki Bagdad og róta ekki að óþörfu í viðkvæmu innanlandsástandi en illu heilli hafði sonur hans ekki burði til að fylgja fordæmi föður síns, svo að nú situr heimurinn uppi með hið hörmulega ástand í Miðausturlöndum, sem skilað hefur óróa og vandræðum norður um alla Evrópu. 

Nú væri gott að hafa við stjórnartauma mann með visku George Bush eldri til þess að ná upp samtöðu þjóða við lausn Norður-Kóreu málsins, sem heimurinn kallar eftir. 

Ef Trump vill efna kosningaloforð sín um minni umsvif Bandaríkjahers út um allar koppagrundir hefur hann tækifæri til að efna það með fulltingi H.R. McMaster þjóðaröryggisráðgjafa síns, sem skynjar, að þjóðaröryggi Bandaríkjanna er samofið öryggi allra þjóða heims. 


mbl.is Þetta getur ekki haldið svona áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróun, sem verður að bregðast við.

Fróðlegt væri að vita hve margir hafa atvinnu af því að aka bílum. Það eru ekki aðeins leigubílstjórar, heldur einnig ökumenn sendibíla, fyrirtækjabíla og almenningsvagna. 

Sú var tíð að talið var stutt í að flugvélar flygju algerlega sjálfar, allt frá því að þeim væri ekið frá flugstöð í flugtaksstöðu þar til eftir lendingu og akstur að endastöð. 

En það hefur teygst úr því að þessi draumsýn verði að veruleika og meira að segja hefur aukin sjálfvirkni í stjórn flugvéla fært mönnum heim nýjar hættur á mistökum, sem bregðast hefur þurft við í þjálfun og verklagi. 

Dæmi: Á farþegaþotu einni var sjálfvirkur búnaður sem setti vængflapa niður í flugtaksbruni ef flugmenn gleymdu því. 

Á einni þotu hafði þessi búnaður verið bilaður en það ekki komið að sök, flugmenn fór vel yfir gátlistann og settu flapana niður. 

Síðan gleymdist það og flugmennirnir voru orðnir svo vanir því að vera leiðréttir sjálfvirkt að þeir áttuðu sig ekki á því og flugvélin fórst eftir að hafa farið brautina á enda á hraða, sem var mun meiri en flugtakshraði en skóp ekki nægan lyftikraft til flugtaks af því að flaparnir voru ekki niðri. 

Ótal svipuð vandamál þarf að leysa við sjálkeyrandi bíla, og í þættinum 60 mínútur sagði einn helsti yfirmaður í þessari þróun, að langt væri enn eftir við þróun þessara bíla áður en þeir yrðu almennt að veruleika. 

En svo hröð er þessi breyting samt, að í ódýrasta aldrifna bílnum, Suzuki Jimny, er þegar boðið upp á alls kyns sjálfvirkni við aksturinn. 

Einna erfiðast er að komast í gegnum það ástand, þegar hluti bílaflotans er sjálfvirkur en hinn hlutinn ekki. 

En sá fjöldi manna um allan heim, sem missa myndi atvinnuna ef þessi bylting gengi í gegn, skiptir tugum milljóna.

Um það gildir svipað og um atvinnumissi í fyrrum bílaverksmiðjum í Ryðbeltinu í Bandaríkjunum, að í stað þess að ætla að snúa tækniþróunninni til baka, eins og til dæmis Trump sagðist vilja, þarf að taka myndarlega á því að búa til ný atvinnutækifæri og gefa fólki færi á að endurmennta sig til nýrra starfa, sem skapast við breytingarnar.   


mbl.is Apple þróar sjálfkeyrandi bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband