Dæmalaust klúður og furðulegt að telja ráðherra lögbrjót.

Saga United Silicon og ferill síðan í haust er algert einsdæmi í sögu stóriðju á Íslandi. 

Ekki er nóg með að klúður og vandræði tengist bunka að reglum um starfsemi, framleiðslu og umhverfismál, heldur er fyrirtækið á hraðferð inni í umfangsmikil málaferli vegna samskipta við starfmenn og stéttarfélög þar sem um brot fyrirtækisins á samningum og lögum og reglugerðum er um að ræða.  

Greinilegt er að Umhverfisstofnun fer í einu og öllu að lögum í viðleitni sinni til að fá fyrirtækið til að haga sér sómasamlega. 

Engu síður er nú bloggað á þá leið hjá Birni Bjarnasyni að umhverfisráðherra hafi orðið lögbrjótur með því að segja skoðun sína á málinu.  Sagði ráðherrann Björt Ólafsdóttir þó í viðtalinu að málið heyrði undir Umhverfissstofnum og að hún treysti þeirri stofnun til að annast það. 


mbl.is Frestur United Silicon framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sífellt ný tegund ógnar.

Eitt það athyglsiverðasta varðandi hryðjuverkin 11. september 2001 voru viðbrögð flugliða og annarra við flugránununm fjórum. Þessi viðbrögð höfðu þróast áratugina á undan í ljósi reynslunnar og byggðust á þeirri meginforsendu, að vinna þyrfti tíma með flugræningjum á meðan flogið væri inn til lendingarstaðar þar sem farið yrði i samningaviðræður og þref við flugræningjana. 

Mismunandi snemma þennan örlagaríka septemberdag rann síðan upp fyrir flugliðum og farþegum, að við sjálfsmorðssveitir væri að etja, sem gera myndu í framtíðinni hverja einustu farþegaflugvél heims að skæðu mögulegu morðvopni í nýrri tegund voðaverka.

Dæmi um afbrigði við þetta var þegar aðstoðarflugmaður þotu á flugi yfir Frakklandi læsti sig inni í stjórnklefa vélarinnar, svo að ekki var hægt að komast að honum, og hann fyrirfór síðan sér og öllum farþegum þotu í Frakklandi með því að steypa þotunni á fjall. 

Eftir flutngingabílsárásina í Nice í Frakklandi í fyrra varð ljóst, að ný ógn væri komin til skjalanna, - sú, að fólk sem væri tílbúið til sjálfsmorðsárása, gæti gert flutningabíla að skæðum morðvopnum.

Neyðarástandi í Frakklandi og Belgíu vegna hryðjuverka síðustu ára hefur fylgt, að æ fleiri lögreglumenn eru á ferli og almenningur hefur sætt sig við það, vegna þess að því fleiri lögreglumenn, sem væru sjáanlegir, því meira öryggi væri tryggt.

En nú hefur komið í ljós ákveðin tegund afbrotafólks, sem er tilbúið til sjálfsmorðsárása, - fólks með þá þráhyggju að drepa lögreglumenn.

Það þýðir, að því fleiri lögreglumenn, sem þetta fólk sér á ferð, því heppilegri aðstæður eru fyrir vorðaverk í samræmi við hina hættulegu þráhyggju þess.

Árásarmaðurinn í París í gærkvöldi hafði sannanlega verið haldinn þessari þráhyggju áratugum saman og því er ekki einu sinni víst að ISIS hafi átt frumkvæði eða staðið að árás gærkvöldsins úr því að þau samtök voru ekki til árið 2001 þegar hinn morðóði maður reyndi þrívegis að drepa lögreglumenn.

En áratuga reynsla sýnir að oft myndast ákveðnar tilhneigingar hjá þeim sem eru haldnir hættulegri drápsfíkn sem byggjast á nýjum fordæmum, eins konar morðtíska.

Í Bandaríkjunum hefur slíkt hegðunarmynstur verið þekkt áratugum saman varðandi árásir í skólum og á opinberum samkomustöðum.

Í fróðlegum þætti 60 mínútna var rakið hvernig bandarískar víkingasveitir eru þjálfaðar til að takaast á við slíka menn, sem nær undantekningalaust eru karlmenn.

Eitt atriðið í þjálfum á viðbrögðum er fólgið í því, að lögregla leggi áherslu á tafarlausar og árangursríkar, beinskeyttar aðgerðir, vegna þess að hinir morðóðu högnuðust nær alltaf á hikandi viðbrögðum lögreglu.

Svipað verður líklega æft varðandi hinar nýju ógnir vegna beinna árása á lögreglu og árása með flutningabílum á gangandi fólk, sem nú hafa litið dagsins ljós.   


mbl.is Hafði áður reynt að myrða lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband