Jafn "alvarlegur" leki og 2006?

Ekki kemur á óvart að skipuleggjendur Eurovision líti leka á atrið Íslands alvarlegum augum. 

Spurningin er hins vegar hversu alvarlegur lekinn telst vera. 

2006 kom upp meinlegur leki þegar lagið með Sylvíu Nótt var lekið á ljósvakann í trássi við reglur keppninnar, sem fastsetti ákveðinn tíma, þegar mátti kynna lögin, sem kepptu.  

Ágreiningur kom upp á milli nokkurra keppinauta lagsins og skipuleggjenda keppninnar, sem töldu málavexti þess eðlis að ekki væri, úr því sem komið væri, hægt að vísa laginu frá.

Varð það niðurstaða sem þáverandi útvarpsstjóri studdi.

Í frétt af þessum leka nú vantar upplýsingar um eðli málsins hvað varðar reglur keppninnar og það, hversu "alvarlegur" þessi leki telst.

Samanburður við lekamálið 2006 væri til dæmis vel þeginn frá þeim sem gerst vita um keppnina og reglur hennar.

Í þetta sinn gerist lekinn til dæmis miklu síðar én 2006 og á allt öðru stigi keppninnar.  


mbl.is Eurovision-atriði Íslands lekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjátíu ára hugboð hefur ræst.

Stundum fær fólk það sem kallað er hugboð, sér eitthvað svo greinilega í anda, að það verður ógleymanlegt og um leið forspá. 

Eitt slíkt hugboð varð til við að horfa á Ragnar Bjarnson vera að syngja á dansleik Sumargleðinnar úti á landi fyrir um 30 árum. 

Nokkrir staðir, sem Sumargleðin kom á, voru sérstaklega minnisstæðir vegna þess, að þar var ólýsanlega góð aðsókn og stemning á sunnudagskvöldum, þeim tíma vikunnar, þegar yfirleitt er erfitt að halda slíkar samkomur. 

Staðir eins og Suðureyri, Skúlagarður í Kelduhverfi og Fáskrúðsfjörðru koma upp í hugann. 

Við það að standa úti í sal, skammt frá sviðinu og horfa á Ragga Bjarna og hljómsveitina fara hamförum i því að lokka hvern einasta kjaft út á gólfið og viðhalda stemningu helstu samkomu hvers sumar, birtist einhver konar sýn á manninn og andrúmsloftið sem var í kringum hann, sem var eiginlega ólýsanleg, einhvers konar hugboð um að hann og framlag hans myndi lifa lengi með þjóðinni.

Þetta var einkennilega sterkt og eftirminnilegt augnablik. 

Þegar Ragnar varð svo hastarlega veikur eftir að dagar Sumargleðinnar voru liðnir, virtist slá mjög á þetta hugboð. Honum var á tímabili varla hugað líf. 

Og þegar Fréttablaðið bað svokallaða álitsgjafar og sérfræðinga um dægurtónlist að gera lista yfir 30 helstu dægurlagasöngvara 20. aldarinnar og Ragnar Bjarnason komst ekki einu sinni á blað hjá þeim varð ég ekki aðeins afar ósáttur og hryggur yfir þessu, heldur var þetta eins og að hugboðið góða hefði endanlega verið kæft. 

Þetta var svo ótrúlegt. Hafði það verið misskilningur að Ragnar og Haukur Morthens hefðu verið langvinsælustu söngvarar landsins á löngu árabili og Ragnar jafnvel haft betur árum saman?

Hafði þjóðin verið svona dómgreindarlaus?

En Ragnar varð sjötugur 2004 og hugboðið góða var vakið með látum, - hann varð 75 ára 2009 og 80 ára 2014 og í hvert sinn efldist hugboðið. 

Eins og Magnús Norðdal, sem er kominn enn lengra á níræðisaldurinn en Ragnar, hefur verið magnaðisti listflugmaður landsins, nokkuð, sem á ekki að vera mögulegt, hefur Raggi Bjarna átt dýrðardaga, sem hann á svo sannarlega skilið.

Héðan af verður hugboðið í fullu gildi.  


mbl.is Fyrirsæta á níræðisaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðavæðing má ekki vera stjórnlaus og fara úr böndum.

Það er rétt hjá Marine Le Pen að berjast eigi gegn stjórnlausri alþjóðavæðingu. 

En lausnin er ekki sú að fara ofan í svipaðar skotgrafir hafta, múra og þjóðernishyggju, sem á endanum getur leikið þjóðir heims jafn grátt og á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. 

Þess vegna er framboð Emmanuel Macron svo mikilvægt, því að það leitar lausna við beisla möguleika nútíma samskipta- og tæknibyltingar til jákvæðrar alþjóðasamvinnu, en ráðast jafnframt gegn því skefjalausa auðræði örfárra valdafíkla, sem þrífast á taumlausri græðgi og yfirgangi, sem ógnar heimsbyggðinni. 


mbl.is Baráttan um Frakkland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband