Sigur fyrir tónlistina!

"Its not fireworks, but feelings" sagði Salvador Sobral svo réttilega um það, hvað söngvakeppni skal fyrst og fremst snúast um. 

Og nú syngja þau systkinin saman þetta dásamlega lag þegar þetta er skrifað og það fór fyrir fleirum í Evrópu eins og mér, að ég hafði ekki hrifist svona mikið síðan Alexander Rybak flutti sitt lag hér um árið.

Þetta var sigur fyrir tónlistina, sagði Salvador, og því ber að fagna.

Sem minnir á það sem Páll Óskar nefndi sem númer eitt í viðtali um daginn: Lag og texti.  


mbl.is Portúgal vann Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hrifist svona mikið síðan Rybak söng hér um árið.

Einn á sviðinu, eins og einn gegn öllum, sem skilja varla eitt einasta orð, veiklulegur með "gamaldags" undirleik, - og maður tárast næstum því. 

Salvador!  Salvador! Salvador! Takk, takk, takk, hvernig sem þetta fer! 

Því að það er eftir að kynna úrslitin. 

Það eina sem tekur þessu fram er að vera í salnum og vera svo nálægt honum, að það myndist augnkontakt, því að ekkert tekur leiksviðinu fram, þar sem er maður á mann!  


mbl.is Salvador er algjör andstæða við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klassadæmi um "eitthvað annað."

Hver margir þekktu árið 1998? :

1. Þrídranga,  Reynisfjöru?   Fjaðrárgljúfur?  Brúarfoss, Eyjabakka?

2. Stapana og Lindurnar í Hjalladal? Kringilsárrana með sínum Hraukum, hjöllum, hreindýrum, gæsum og Töfrafossi og fleiri fossum í Kringilsá?  Stórfossana Faxa og Kirkjufoss í Fljótsdal og fossaraðirnar í Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá?

Jú, í umræðum um Fljótsdalsvirkjun 1999 sagði þáverandi forsætisráðherra að hann og allir aðrir héldu að þegar væri verið að tala um Eyjabakka, væri verið að tala um götuna Eyjabakka í Breiðholtinu.

Þetta sagði hann til að leggja áherslu á þá skoðun, að hér á landi væri það til marks um það hvort hlutir teldust merkilegir, hvort menn vissu almennt að þeir væru til eða þekktu þá.

Ef menn ekki þekktu þá, væru þeir einskis verðir og til dæmis hið besta mál að sökkva Eyjabökkum.

Nú má sjá í umræðu á netinu að það sem sökkt var í Hálslón hefði verið einskis virði né annað sem eyðilagt var að eilífu vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Upptalningin hér að ofan tengist öll Kárahnjúkavirkjun og öll þessi fyrirbæri telja ævilangir aðdáendur Kárahnjúkavirkjunar ennþá fullum fetum að hafi verið einskis virði og dæmi um það hvað "eitthvað annað" en stóriðja væri einskis virði.  

Í samræmi við álit stóriðjutrúarmanna á náttúruverðmætunum, sem eytt var með Kárahnjúkavirkjun, myndu fyrirbærin Þrídrangar, Fjaðrárgljúfur, Reynisfjara og Brúarfoss hafa verið einskis virði á meðan þau voru ekki almennt þekkt.

  


mbl.is Bieber deildi myndinni um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband