Gróði er gróði þegar hann verður til. Finnur kom hvergi nærri!

Gróði er gróði þegar hann verður til, og aðferðirnar til að græða eru staðreynd á þeim tíma sem þær eru notaðar. 

Ef þessi gróði tapast síðar, svo að sá sem græddi tapar öllu sínu, skiptir þeð engu máli varðandi tilurð gróðans. 

Olafur Ólafsson segir að blekkingafléttan sem hann bjó til skipti engu máli af því að S-hópurinn hefði hvort eð er getað keypt bankann og erlent eignarhald ekki skipt máli. 

En hvers vegna þurfti þá alla þessa fléttu?

Í nefndarfundinum í dag lagði Vilhjálmur Bjarnason á borðið hjá Ólafi gögn, sem sýndu, hve miklu það hefði skipt í augum seljenda Búnaðarbankans að þýski bankinn væri aðili að kaupunum. 

En ekkert virtist hagga Ólafi frekar en fyrri daginn. 

P. S.  Nýjasti brandarinn er að þátttaka sjálfs Finns Ingólfssonar, skömmu áður varaformaður, ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, í S-hópnum hafi ekki haft hin minnstu áhrif á þetta mál. 


mbl.is Ólafur fékk 4 milljarða í sinn hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf virkilega nýjar risaháspennulínur fyrir nokkra senda?

Nú rétt í þessu var maður að heyra það í útvarpsfréttum frá talsmanni Landsnets, að útsláttur á nokkrum sendum á Austurlandi væri því að kenna að raforkukerfið á Austurlandi væri of veikt.

Of veikt? Er það svona óskaplega mikið og orkufrekt verkefni að halda nokkrum vesælum sendum í gangi?

Fyrr í fréttunum hafði komið fram, að að sjálfsögðu væri gert ráð fyrir varafli þegar rafafl færi af sendunum, en í þetta sinn hefði truflunin orðið svo víðtæk, að varaaflið hefði þrotið. 

Undanfarin ár hefur varla mátt neitt út af bera í dreifingu rafmagns til almennra nota nema að hjá Landsneti hafi verið kyrjaður söngurinn um að það þurfi að reisa risaháspennulínur til að "bæta afhendingaröryggi til almennings." Og nú virðist hann vera byrjaður útaf rafmagnslausum sendum í öryggiskerfi. 

 

Les: Það verður að njörva landshlutann í nýtt net risaháspennulína til þess að jafn lítilfjörlegt verkefni og að gefa nokkrum sendum vararafmagn sé framkvæmanlegt!

Ég er að velta því fyrir mér, hvort umrætt varaafl sé meira en sem nemur einum milljónasta af orkuþörf álversins í Reyðarfirði og get með engu móti skilið hvers vegna ekki er aflögu rafmagn til að halda þeim gangandi ögn lengur í núverandi kerfi ef bilun kemur upp.  


mbl.is Rafmagnslaust víða á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðfangsefni ráðstefnu í Berkerley háskóla.

2. júní verður haldin ráðstefna í Berkerley háskóla í Kaliforníu þar sem valinkunnir sérfræðingar í lögum, sögu og stjórnmálafræði fjalla um tvíþætt viðfangsefni:  

1. Aðdragandi og gerð nýrrar stjórnarskrár Íslands.  

2. Það, að þing okkar hefur stöðvað stjórnarskrármálið svo algerlega, að ekki bólar á svo miklu sem einni nýrri stjórnarskrárgrein. 

Hvort tveggja, gerð stjórnarskrárinnar 2009-2011 og atburðarásin 2011-2017  þykir afar óvenjulegt og merkilegt, ekki síst það síðara vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem Alþingi hefur haft að engu. 

Ekki er vitað fyrirfram hvort á ráðstefnunni verði farið yfir stjórnarskrármál Íslendinga allt frá 1849, þegar gerð var ný stjórnarskrá fyrir Danmörku, þar sem fyrstu 30 greinarnar voru til þess að friðþægja dönskum konungi og staðið var í framhaldinu að kosningu íslensks stjórnlagaþings (Þjóðfundarins) til þess að Íslendingar sjálfur settu sér nýja stjórnarskrá. 

Fulltrúi konungs kom í veg fyrir það og síðan hafa liðið 166 ár þar sem þetta sama hefur verið stöðvað í raun aftur og aftur, að Íslendingar sjálfir gerðu sína eigin stjórnarskrá frá grunni.

Því að núverandi stjórnarskrá er í grunninn sú sama og sú danska 1849, meðal annars fyrstu 30 greinarnar að því einu undanskildu, að forseti er settur inn í staðinn fyrir konung og ákvæði um að á Íslandi sé þingbundið lýðveldi.

En Danir köstuðu sams konar stjórnarskrá 1955 og gerðu nýja.  

Sagan frá 1849 gæti orðið tilefni til jafnvel enn meiri undrunar og heilabrota hjá bandarískum fræðimönnum en atburðarásin frá 2009 til þessa dags. 


mbl.is „Ég er búin að fá nóg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband