Hún er ekki að keppa í einstaklingsíþrótt.

"Ég kom mér í þessi vandræði og aðeins ég get komið mér út úr þeim" getur íþróttamaður í einstaklingsíþrótt sagt, ef hann honum hefur mistekist. Þetta gildir um alla þá, sem fást við eitthvað svið, þar sem árangurinn snýr aðeins að þeim sjálfum.

En þannig er það ekki hjá Theresu May eða öðrum þeim, sem keppa í hópíþrótt eða starfa á sviði, þar sem hægt er að velja aðra til starfans.

May getur svo sem vel lofað því að standa sig betur næst, en hún verður líka að líta til þess að það er keppni meðal helstu áhrifamanna í flokki hennar, sem getur leitt í ljós, að það séu fleiri en hún, sem geti komið flokknum út úr ögöngum og jafnvel gert það betur en hún.  


mbl.is „Ég kom okkur í þessar ógöngur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið verkefni fyrir kuldatrúarmenn.

Kostulegt hefur verið að fylgjast með áðdáendum Donalds Trumps hér á landi þegar þeir hafa verið að fylgja eftir kenningunum um samsæri "vísindamanna, sem trúa á kólnun veðurfars og voru ráðnir af vinstri öfgamönnum." 

Þessir aðdáendur Trumps eru þegar farnir að uppfæra kenningar forsetans á íslenskar aðstæður varðandi það að mælingar þessara "svokölluðu" vísindamanna séu falsaðar. 

Og ráðið sé að reka þá alla en ráða í staðinn "alvöru vísindamenn" sem komast að réttum niðurstöðum. Og vegna þess hve miklu betri fagmenn þeir eru, munu þeir að sjálfsögðu verða að fá sanngjörn laun og því betri laun sem niðustöðurnar eru "betri". 

En íslensku kuldatrúarmennirnir verða nú að gyrða sig í brók og leysa ennþá stærra viðfangsefni en átrúnaðargoðið, en kannski á þann hátt að eggið sé farið að kenna hænunni.

Þetta snýr að sjálfsögðu að þeim myndum sem "svonefndir" ljósmyndarar og kvikmyndargerðarmenn taka að bráðnandi og hverfandi jöklum. 

Nú þarf að koma í veg fyrir að þessir fúskarar taki "falsaðar" myndir og þess vegna verði að reka þá, gera myndir þeirra upptækar og ráða "alvöru" ljósmyndara og kvikmyndatökumenn í staðinn, sem taka "réttar" myndir. 

Og að sjálfsögðu á að banna að einhverjir amatörar séu að taka svona myndir sem geta valdið miklu tjóni. 

Í staðinn verði aðeins "innvígðum og innmúruðum" treyst til þess. 


mbl.is Sólheimajökull bráðnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boltinn, sem allir virtust halda að myndi "leka" yfir markið.

Sérkennilegt en ljúft var skallamarkið sem skilaði þremur stigum til íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 

Þótt Hörður Björgvin Magnússon ætti kröftugt og gott hlaup og stökk að að boltanum, hitti hann boltann ekki vel og hann skrúfaðist upp í loftið í átt að markinu í stað þess að þjóta beint áfram. 

Öllum sýndist blotinn stefna í að fara rólega í boga yfir markið, og markvörður króatiska liðsins gerði ekki einu sinni tilraun til að lyfta höndum, - sýndist greinilega að boltinn færi yfir þverslána. 

En svo virtist sem snúningur á boltanum skrúfaði hann niður á við þannig að hann smaug undir þverslána og lak niður í markið. 

Og nú er vonandi gamla Króatagrýlan dauð. 


mbl.is Aldrei séð bolta fara hægar yfir markmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband