Þarf að fara að finna nýjan "bókstaf"?

Í umræðu um íslam hefur mjög verið vitnað í afmarkaðar trúarsetningar sem sýni, að gera verði ráð fyrir að hvaða múslimi sem er taki þær bókstaflega og sé því mögulegur hryðjuverkamaður.  En múslimar í heiminum eru 1500 milljónir.  

Nú er strax farið að tala um það hér á blogginu að árásarmaðurinn sem særði nokkra menn með skothríð í gærmorgun hafi "tekið hatursorðræðu vinstri manna" of bókstaflega. 

Hann spurði fyrst hvort hópur manna við hafnaboltaiðkun væri republikanar og hóf síðan drápsárás sína. 

En fyrst orðið "bókstaflega" er notað hlýtur næsta skrefið að vera að finna þennan bókstaf og birta hann. 

Ef hann finnst gæti þar næsta skref verið að umgangast vinstri menn á sama hátt og múslima, hvern og einn sem hugsanlegan skotárásarmann og þar næsta skref gæti verið að banna vinstri menn og skoðanir þeirra og koma þeim úr landi. 

Leita má aftur í tímann líkt og gert hefur verið varðandi Múhammeð spámann þegar leitað er skýringa á athæfi öfgafólks, og finna til dæmis fyrirmynd vinstri manna í Ólafi "helga" Haraldssyni Noregskonungi sem kristnaði Noreg endanlega með vopnavaldi. 

Stytta af hinum "heilaga" konungui er sýnd á Stiklastað, vígvelli blóðugrar orrustu, sitjandi á hesti með sverð í annari hendi og Biblíuna í hinni.

Hinn heilagi konungur taldi sig greinilega vera að fylgja beinni fyrirskipun Krists um að "fara og kristna allar þjóðir, skíra þær til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda." 

Einnig má finna "bókstaf" í orðum Krists þess efnis að frekar komist úlfaldi í gegnum nálarauga en að ríkur maður komist í himnaríki. 

Sem þýðir að allir ríkir menn eigi að fara til helvítis.

Og einhver "vinstri maður" kynni að taka þetta svo bókstaflega að hann ákveði að drepa þá sem eiga ekkert betra skilið en loga helvítis.

Trúarsetningin um Jíhad er að sönnu bókstafur, sem íslamskir hryðjuverkamenn ákveða að taka bókstaflega.

Ef fjalla á um skotárás vinstri manns er því hollt fyrir alla umræðuna að vitna beint í þann bókstaf, sem sagt er að hafi verið tekinn bókstaflega.

Donald Trump tísti að sjálfsögðu um þessa árás og fordæmdi hana, og eru vonandi allir því sammála.

Hann sá hins vegar ekki ástæðu til að tísta neitt þegar norðóður maður myrti á dögunum tvo menn með sveðju fyrir þær sakir að þeir voru að reyna að koma múslimskri konu til varnar, sem þessi sveðjumaður réðist á. 

 


mbl.is „Var að reyna að drepa fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur mál fyrir Héraðsdómi verið "dómstóll götunnar"?

Nú sést það útmálað sem siðleysi að að tveir lögmenn ætli að höfða mál fyrir Héraðsdómi. 

Stimplar Páll Vilhjálmsson það sem "dómstól götunnar", að með þessari málshöfðun sé verið að virkja almenningsálit, sem er afgreitt með þessu heiti. 

Hingað til hefur það verið talið sem hluti af réttarríki að einstaklingar geti látið dómstóla skera úr um mál, sem þeir eru lögformlegir aðilar að. 

En í bloggpistli um þetta efni er fullyrt: "Lögmennirnir velja götudómstól frekar en lögformlega leið réttarríkisins."  

Halló, bíddu nú aðeins, þeir eru einmitt að höfða mál fyrir dómstóli. Síðan hvenær er það ekki "lögformleg leið réttarríksins"? 

Hvernig í ósköpunum sé hægt að kalla slíkt "dómstól götunnar" þarfnast frekari skýringar, því að til lítils er að hafa hér dómstóla og réttarfar, ef vinsa á úr ákveðin mál, sem ekki megi vísa til dómstóla, af því að almenningur kunni að hafa skoðanir á því. 

Ef enginn má höfða mál fyrir dómstóli af því að með því sé verið að "vekja hávaða í fjölmiðlum" eins og segir í bloggpistlinum er það undarlegt réttarrík. 


mbl.is Held að fólki misbjóði vinnubrögðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband