Enn eitt dæmið um þörf á nýrri stjórnarskrá.

Ekki verður tölu komið á það hve oft það er til umræðu að núverandi stjórnarskrá taki skýrt á málum eða fjalli yfirleitt um þau. 

En sömu mennirnir og telja brýna þörf á nýjum stjórnarskrárákvæðum eru oft hinir sömu og leggjast alfarið gegn því að breyta stjórnarskránni. 

26. grein núverandi stjórnarskrár fjallar um málskotsrétt forseta varðandi lög frá Alþingi. 

Hingað til hefur verið vísað til þess að lengra nái málskotsréttur hans ekki. 

Iceasave-lögin voru lög frá Alþingi og því gilti málskotsrétturinn um þau. 

Hins vegar verður að skoða betur eðli máls varðandi það þegar Alþingi samþykkir skipun dómara og að sjálfsögðu rétt að forseti léti lögfróða menn leggja mat á það mál. 

Uppreisn æru er hins vegar alls ekki á valdsviði né í meðferð þingsins og því augljóst að forsetinn hefur enga heimild til að skipta sér af því máli. 

 


mbl.is Ákvörðunin tekin í ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður nafn landsins öfugmæli eins og nafn Grænlands?

Löngum hefur það virkað truflandi að Grænland skuli heita því nafni. Algert öfugmæli segja margir. 

Nafnið Ísland hefur hins vegar aldrei vafist fyrir fólki þótt mörgum hafi það hafa gert landinu ógagn. 

Þó er varla hægt að hugsa sér betra nafn til að auglýsa land, sem selur matvæli eins og fisk. 

Og landnámsmennirnir, sem sáu hina stóru jökla á suðausturhorni landsins, sáu ekkert þessu líkt neins staðar annars staðar í Evrópu. 

Ef Ísland verður orðið íslaust eftir 150 til 200 ár munu sumir kannski verða óánægðir með að að þetta öfugmæli, sem nafnið verður þá, verði áfram til þess að skapa ranga ímynd af landinu. 

En síðan er það spurningin, sem margir hafa velt upp, hvort loftslagið sé ekkert að hlýna og hvort jöklarnir hafi minnkað hraðar að dæmi eru til um fyrr. 

Þessir efasemdarmenn taka undir með Donald Trump um að vísindamennirnir sem hafa stundað mælingar og rannsóknir hafi hagrætt þeim svo mjög, mistúlkað og afvegaleitt, að loftslag fari jafnvel kólnandi.

Donald Trump hefur reyndar lýst því yfir að slíkir vísindamenn verði reknir og aðrir betri ráðnir í staðinn.

Íslendingar, sem styðja þessa stefnu, geta nú farið að skrifa niður nöfn þeirra, sem þurfi að láta fjúka.  

 

 


mbl.is Jöklarnir þynnast um metra á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem helst hann varast vann...

"Það sem helst hann varast vann  /  varð þó að koma yfir hann" kvað séra Hallgrímur. 

Donald Trump komst meðal annars til valda með því alofa að lofa því að gera Bandaríkin mikilfenglega á ný, og átti einn þátturinn í því að vera stórfelldur niðurskurður á hernaðarútgjöldum í kjölfar fráhvarfs frá stefnu BNA í 75 ár.

Trump lýsti réttilega misheppnaðri stefnu BNA í Miðausturlöndum og kvaðst með breyttri stefnu draga Bandaríkjamenn út úr mistökum á borð við innrásina í Írak og kyndingu á Arabíska vorinu, auk þess sem Bandaríkjamenn myndu setja bandalagsþjóðum í NATO stólinn fyrir dyrnar í fjármögnun herafla bandalagsins.

Nú liggur fyrir stóraukning á útgjöldum til hermála og stór samningur við Sádi-Araba til eflingar herafla á hendur Írönum.

Það sem helst hann varast vann virðist nú koma yfir hann.  


mbl.is Trump ofsóttur af „vondu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein byssa á mann á öllum vanda vann?

Það er meðal annars á grundvelli þess að Bandaríkjamenn séu landnemaþjóð (frontier) sem ofurtrúin á mátt byssunnar er svo mikil, að máttur hennar fyrir sjálfsímynd hvers manns er rómaður.

Það var byssan sem gerði hvíta manninum kleift að ná landinu af rauða manninum jafn hratt og raun bar vitni, - "ein byssa á mann á öllum vanda vann /  með sóma og sann"  hefði kannski íslenskur hagyrðingur í sporum landnemans í villta vestrinu ort um þetta fyrirbæri.

Aðrar "frontier"-þjóðir eins og Kanadamann og Ástralir eru hins vegar með margfalt lægri tíðni byssudrápa, enda ekki eins ofurtrúaðir á nauðsyn hvers manns að hafa jafnan byssu tiltæka til sjálfvarnar og byssueign miklu minni. 

Það hlýtur að vera íhugunarefni að tveggja ára börn skjóti fólk þar vestra á hverju ári.

Eða það hefði maður ætlað.  


mbl.is Tveggja ára barn skaut frænku sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband