Heilsteyptur og trúr sjálfum sér.

Alfreð Hitchcock var líklega þekktasti kvikmyndaleikstjóri heims á sinni tíð en fékk samt aldrei Óskarsverðlaun, var óheppinn með keppinauta þau ár sem myndir hans voru frumsýndar. 

Volkswagenverksmiðjurnar stefndu í gjaldþrot um 1970 vegna þess að tími bíla með loftkældar vélar að aftan var liðinn og nýjustu bílarnir með framdrif og þverstæðar vatnskældar vélar með yfirliggjandi kambásum. 

Volkswagen tók sér hressilega tak, keypti Audi/NSU og nýtti sér reynslu þeirra verksmiðja.

NSU K70 var notaður sem brú yfir í nýju bílana, en fyrst kom Scirocco, síðan Polo og loks Golf 1974.

Þótt með honum kæmi til sögu heill stærðarflokkur, sem var kenndur við hann, varð hann ekki fyrir valinu 1974 sem bíll ársins í Evrópu, heldur Citroen CX sem flestum er gleymdur, enda ekki einu sinni með jafn góða cx-tölu (loftmótstaðu) og fyrirrennarinn, Citroen DS frá 1955.

Það kom í ljós, að ef haldin var tryggð við höfuðatriði góðs bíls, gæði, var forysta í sölu tryggð. 

 

Golf hefur elst vel. Rétt eins og mennirnir hefur hann aldrei breyst það mikið í útliti að hann hafi ekki haft svip frá næsta bíl á undan.

Þetta hefur verið aðdáunarvert núna eftir aldamótin, þar sem keppinautarnir reyna sífellt að stunda tískubrögð til að ná athygli kaupenda með alls kyns skúlpúrum og tilhneiginu til að minnka glugga og útsýni.

Það kann til dæmis vel að vera að útlit Mercedes-Benz A, með sínar ávölu útlínur, hátt nef og aflíðandi línur að aftan, þyki smart og töff, en þetta er gert á kostnað rýmis í aftursæti og svo mjög á kostnað afturdyranna, að það er beinlínis erfitt að troða sér inn um þær. 

 

Golf og Polo hafa aldrei verið látnir falla fyrir einhverjum útlitstrixum og tískubólum, heldur hefur einmitt það að halda útlitinu skapað þeim sérstakan yfirlætislausan svip sem sker sig úr, svo mótsagnarkennt sem það kann að hljóma.

Það er auðvelt að þekkja þessa bíla úr, - ættarsvipurinn er sterkur og einfaldur.

Ef Golf væri maður, væri sagt um hann að hann hefði ævinlega verið heilsteyptur og trúr sjálfum sér.   

 


mbl.is Allir vildu Golf kveðið hafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmi um óviðráðanlegra þenslu: Auð salerni. Sjúddírallírei.

Árið 2007 horfðu landsmenn á það eins og í leiðslu þegar byggingakranar þutu upp eins og gorkúlur út um allt. Haustið áður munaði hársbreidd að yfirhlaðið bankakerfi landsins hryndi til grunna, en aðeins örfáir "innvígðir og innmúraðir" vissu um það þá. 

Nú er horft á ný í leiðslu þegar byggingakranar þjóta upp um allt á sama tíma sem samdráttur er skollinn á í ferðaþjónustunni úti á landsbyggðinni á sama tíma og hún er að kollkeyra allt í vexti annars staðar, því að allir, allt frá æðstu stjórnendum niður í manninn á götunni, horfa líka sem í leiðslu á íslensku krónuna bólgna og bólgna án þess að nokkur virðist geta við því gert, heldur hellir Seðlabankinn olíu á eld þenslunnar með vaxtalækkun. 

Ein af viðbrögðunum við endalausu risi krónunnar eru þau, að hún sýni með hækkun sinni, að enda þótt hún sé langminnsti gjaldmiðill í heimi, sé hún sterkasti gjaldmiðlill í heimi, - það sé ekki hún sem hækki, heldur lækki allir aðrir gjaldmiðlar, dollarar, pund og evrur af því að þeir séu svo veikir og vesælir.  

Sem þýðir að það er öllum öðrum stjórnandun þjóða að kenna öðrum en okkar, hvernig ástandið er. 

Menn horfa líka vanmegnugir á skort á íbúðarhúsnæði og leiguhúsnæði og sífellda hækkun leiguverðs á sama tíma sem óviðráðanlegt hótelbyggingaæði ríkir hvarvetna. 

Einnig horfa menn dolfallnir og sem lamaðir á svæði við náttúruperlur vaðast upp í drullu og ferðafólk bregðast við skorti á salernum á sama tíma og ný salerni standa auð og ókláruð vegna manneklu af völdum hinnar óviðráðanlegu þenslu. 

 

MBL.IS FRÉTT Í HNOTSKURN. (Ekki fyrir viðkvæma) 

(Með sínu lagi)

 

Klósett autt er undarlegt að líta, 

ekkert vatn, samt gljáir skálin hvíta. 

Yfirvöldin ákaflega sýta 

að enginn skuli þarna vera að ...

..sjúddírallírei, 

sjúddirallíra...

..enginn skuli tefla páfann við, 

ónei!. 

 

Í iðrum fólks er ógnar matarbrennsla

og af því getur hlotist mikil þensla. 

Af auðu klósetti er illt að vita 

ef á fólkið hleypur mikil...

..sjúddírallirei, sjúddirallira....

ef að fólki hleypur kapp í kinn, -  

rasskinn!  

 

 


mbl.is Salerni í Dyrhólaey stendur autt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband