Of margir að rótast á sama svæðinu, þ.á.m Trump.

Donald Trump gagnrýndi Hillary Clinton og Barack Obama harðlega fyrir hernaðaraðstoð og aðgerðir hersins í Sýrlandi og Írak undanfarnir ár en er nú sjálfur að auka útgjöld til hernaðarumsvifa Bandaríkjahers. 

Enda ekki furða, því að eftir því sem Ríki Íslams fer hallloka eykst hættan á því að Rússar, stjórnarher Sýrlands, uppreisnarmenn og Kúrdar fái miklu meira í sinn hlut af unnu landi en þeir, sem eru samherjar Bandaríkjamanna. 

Þar með eykst hættan á árekstrum milli þessara fimm aðila að hernaðinum og staðan verður æ flóknari og hættulegri.  


mbl.is Nýr og hættulegur kafli að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostleg hjólreiðahugmynd framkvæmd með glæsibrag.

Í tilefni hinnar miklu árlegu hjólreiðakeppni, sem nú er hafin bendi ég á tónlistarmyndbandið "Let it be done!" sem ég set á facebook síðu mína í tilefni dagsins og til heiðurs keppninni. 

Það er tvöföld ástæða til þess, því að einmitt í dag voru gögn send til útlanda sem hefja framleiðslu á 4 diska albúmi með 72 lögum úr minni smiðju, sem fjalla öll að meira eða minna leyti um íslenska náttúru og tengsl þjóðarinnar við hana. 

Þegar diskurinn kemur út, vonandi í byrjun júlí, verður einmitt notaður táknrænn hjólagerningur til að kynna hann. 

Nafnið er "Hjarta landsins - náttúran og þjóðin" til að vekja athygli á hugmyndinni um stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands og einnig á möguleikunum, sem felast í komandi orkuskiptum.

Í laginu "Let it be done", sem tríóið "The messengers" syngja, Egill Ólafsson, Þór Breiðfjörð og ég, eru meðal annars þessar ljóðlínur:  

 

"Let it be done!  Come on, let´s have fun

on að journey to a fight that must be won!...

 

"Spurting over obstacles up every slope and hill

with ever growing endurance and strenght and faith and will..!" 

 

Let it be done!  Let it be done!

Bicycles on the run! 

Father and mom!  Daughter and son!...

...Fighting spirit and fun!..."

 

With power from clean energy we light the brigtest beam!

With power from our deepest hearts because we have a dream!

By using all our wit and guts we sweep through storm and rain

To undertake enormous task,  defying weariness and pain!"

 

Tónlistarmyndbandið má finna á Youtube með því að slá upp nafni mínu og lagsins. 

 

Fyrir aðeins tíu árum hefði hver sá, sem hefði sett fram framtíðarsýn um svona stóra hjólakeppni í kringum landið, verið álitinn alger draumóramaður. 

En stundum flytur trúin fjöll. Góða ferð! 


mbl.is WOW Cychlothon hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Heitt og hátt."

Því ástandi, sem flugmenn er einna verst við við flugtak og lendingar er lýst með þremur orðum:  "Heitt og hátt" ( hot and high).

Sem sagt: Verst er ef völlurinn liggur hátt yfir sjó og hitinn á honum er mikill. 

Einnig versnar mjög fluggeta véla í farflugi við slík skilyrði þannig að hindranir, sem annars eru viðráðanlegaar, verða hættulegar. 

Stundum er flugleið eða flugvöllur í mikilli hæð en samt getur orðið funheitt. 

Sem dæmi um flugvöll sem liggur hátt og íslenskar flugvélar fljúga áætlunarflugferðir til, er Denver í Colorado. 

Hann liggur í 1600 metra hæð, og þess vegna er loftið þar miklu þynnra en við sjávarmál og þa með verður burður loftsins minni og vélarnar þurfa að komast á meiri hraða til að geta lyfst frá jörðu og klifrað eftir það.

Það fer fyrst og fremst eftir hreyflum vélanna hve geta þeirra er mikil og eftir flatarmáli vengja frekar en eftir stærð véla.

 

En minni flugvélar eru oft með bulluhreyfla, sem missa afl með aukinni hæð.

Sumar eru með forþjöppu sem gefur betra afl upp að ákveðnu marki en þó ekki eins mikið og þotuhreyflar.  


mbl.is Flugferðum aflýst vegna hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera menn ef verð er of hátt? Þeir verða að lækka það.

Hrikalegar tölur eru nú nefndar varðandi hækkanir á vörum og þjónustu, sem ferðamenn verða að kaupa hér á landi og þær notaðar sem röksemd fyrir því að það þurfi að snarlækka gengi krónunnar. 

En verði það gert mun æða af stað höfrungahlaup í kjaramálum með tilheyrandi verðbólgu og verðhækkunum af hennar völdum.. 

Margs konar verð, sem nefnt er, til dæmis á einföldum varniningi eins og kaffibollum er ekki aðeins dæmi um hækkun krónunnar, heldur líka oft á tíðum dæmi um fádæma græðgi seljenda. 

Ef svona verð er of hátt og veldur því að hrun verði í ferðaþjónustunni, er, úr því sem komið er, aðeins ein leið til að bregðast við því: Að lækka verðið. Að slá af græðginni.  með góðu eða illu.

Í sumum tilfellum er það ekki aðeins allt að 40 prósent hækkun á gengi krónunnqr, sem hefur valdið samsvarandi hækkun verðs á vörum og þjónustu fyrir ferðamenn. Upphaflegt græðgisverð var einfaldlega of hátt allt of víða.  

Og síðan má nefna það hvort endilega þurfi að hækka opinberar álögur á ferðaþjónustuna einmitt þegar hún stendur á viðkvæmasta punkti rekstrarumhverfis síns. 


mbl.is Pakkaferðin hefur hækkað um 42%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hítardalur og Hítará leyna á sér, en áin getur þó ekki opnað.

Hítartalur og náttúra hans var eitt af því sem kom mér verulega á óvart þegar ég fór að kynnast þessum merkilega dal, fyrst úr lofti og síðan af jörðu niðri. 

Í dalnum er að finna fjölbreytilegar jarðmyndanir og land mótað af eldvirkni, og við ána niður af mynni dalsins er aldeilis magnað að sjá muninn á gróðrinum á tiltölulega litlu svæði sem vindar og líklega misjöfn beit hafa annars vegar valdi mikilli gróður- og jarðvegseyðingu en hins vegar kjarr og graslendi heldið sér vel.  

Hítará fellur síðan um Mýrar til sjávar eftir að hún kemur út úr dalnum, og þótt ég þekki ekki til veiðarinnar í henni, þykir mér líklegt að hún sé mikið augnayndi með góða og gefandi veiðistaði. 

En þótt hún sé mögnuð opnar Hítará ekki neitt eins og segir í upphafi tengdrar fréttar. 

Það er rökleysa þegar sagt er að fjöll, ár svæði opni sig þegar þau eru opnuð af mannavöldum. 

Það má deila um misjafnan málsmekk og málnotkun, en það verður þó að draga línuna varðandi það hvort orðalag sé rökleysa og vitleysa. 


mbl.is Flottur fyrsti dagur í Hítará
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband