Hefur valdið alvarlegu slysum.

Frænka mín ein varð fyrir því að ökumaður sem var að senda smáskilaboð ók beint aftan á hana þar sem hún sat í kyrrstæðum bíl sínum og beið á rauðu ljósi. 

Hún hlaut slæma áverka og axlarbrotnaði svo illa, að ári síðar var hún langt frá því að hafa jafnað sig. 

Ég reikna með því að ég sé ekki einn um það að hafa séð fólk vera í símanum, jafnvel á fullri ferð inn á hringtorg.

Stór flutningabíll með tengivagni ók eitt sinn fram úr út úr hringtorgi og bílstjórinn var á fullu í símanum.

Eitt sinn þegar ég beið fremst eftir grænu ljósi á vélhjólinu mínu sá ég að konan við hliðina á mér á hinni akreininni var í óða önn í smáskilaboðum.

Þegar græna ljósið kom sat hún kyrr áfram og ég heyrði álengdar á leið í burtu að bílstjórarnir fyrir aftan hana voru byrjaðir að flauta.

Oft hafa bílstjórar, sem hafa komið akandi að gangbrautum eða hjólabrautum verið í símanum.

Ég hef það fyrir reglu, ef ég er á hjóli eða gangandi að taka enga áhættu af því að halda út á gangbrautina.  

Það er yfirleitt minnsta mál í heimi fyrir bílstjóra að finna stað til að stöðva bílinn og líta á skjáinn á símanum, sem sýnir númerið sem hringt var úr til að hringja til baka. 

Oft kemur fyrir að hringt er úr númeri, sem sem kemur í gegnum skiptiborð, sem tugir eða hundruð manna hafa aðgang að, svo að engin leið er að sjá úr hvaða einstaka númeri var hringt.

Þeir, sem hringja þannig í gegnum skiptiborð, ættu að athuga hvaða afleiðingar það getur haft og hringja frekar þannig að hægt sé fyrir viðtakandann að rekja leiðina til baka í stakt símanúmer frekar en skiptiborðsnúmerið.

 


mbl.is Allt of margir í símanum við akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svipað að gerast hér og í borgum Evrópu fyrir 60 árum?

Eftir Seinni heimsstyrjöldina fór einskonar faraldur um Evrópu við uppbyggingu stórskemmdra borga af völdum loftárása. 

Þessi bylgja fór víðar um miðja síðustu öld og gósentíð var fyrir arkitekta að hanna stórhýsi í anda tískustrauma í formi stein- og glerkassa, svo að stefnur eins og fúnkisstíllinn gætu notið sín. 

Í Reykjavík er Morgunblaðshöllin ágætis dæmi en litlu munaði að Bernhöftstorfan yrði jöfnuð við jörðu og reistur þar stór steinkassi fyrir stjórnarráð Íslands. 

Stokkhólmur var meðal þeirra borga í Evrópu sem fékk að kenna á þessu fyrirbæri, og er það margra mál að þar hafi verið gengið of langt og að miðborgina skorti nú þann sjarma sem hún hafði áður, og til dæmis Prag hefur í krafti þess að hafa sloppið við loftárásir og andlausra nýbygginga. 

Nú, hálfri öld eftir að steintröllabylgjan stöðvaðist um sinn hér á landi, virðist hún hafa líkt og risið sem holskefla af hafi, ætt inn í höfnina og hrúgað upp allt of háu og fyrirferðarmiklu steinferliki. 

Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, reyndi að hafa áhrif á þessar fyrirætlanir en það mistókst. 

Þetta gerist á söguslóðum landnáms Ingólfs, sem þar með verða um aldur og ævi að engu metnar á þessum stað. 

Ýmsir heillandi möguleikar til þess að gera svæðið að sögustað en reisa þó byggingar við hæfi, fengu aldrei að komast að. 


mbl.is Sundurgrafinn miðbær séður úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband