Eitt af því sem okkur yfirsést en er merkilegra en við höldum.

Það má segja að það hafi ekki verið fyrr en haldin var norræn sundkeppni í fyrsta sinn sem við Íslendingar byrjuðum að átta okkur á sérstöðu lands og þjóðar hvað sundlaugar og sundfærni varðar. Léttir, Reykjanesi

Við sigruðum með yfirburðum í þessari keppni, sem fólst í því að synda 200 metra og komast að því hvar þátttakan yrði mest. 

Enn í dag virðumst við ekki átta okkur á því til fulls hvaða gildi sundlaugarnar hafa, ekki bara fyrir okkur sjálf og sjálfsímynd lands og þjóðar, heldur sem aðdráttarafl fyrir ferðafólk. 

Um þetta eins og margt fleira horfum við á íslensk fyrirbæri sem svo sjálfsagðan hlut, að það sé ekkert merkilegt. 

En því fer fjarri. Í fornsögunum kemur strax fram gildi náttúrugerðra sundlauga, svo sem þegar Grettir hvíldist eftir Drangeyjarsundið og Snorri Sturluson lét gera Snorralaug í Reykholti. 

Það er bæði mikill ljómi yfir því og um leið upplifun fyrir erlenda ferðamenn að fara í íslenska sundlaug, sem er tákn um andstæður elds og íss hér á landi. 

Á ferðinni "Hjarta landsins - koma svo!" og "Orkunýtni - koma svo!" tvo hringi á landinu, er til dæmis náttúrugerð laug alveg við veginn í Vestfjarðahringnum, nánar til tekið í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. 

Staðurinn dregur nafn af hverasvæðínu og ekki má gleyma því að höfuðborg landsins, Reykjavík, dregur nafn af heitu laugunum í Laugardalnum, sem líka dregur nafn sitt af sundlaugunum. 


mbl.is Sjarmerandi sundlaugar landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband