"Minnkandi flugvélasæti" að hálfu leyti villandi orðalag.

Það er ekki fyrr en í lok annars ágætrar fréttar á mbl.is sem það kemur í ljós að með orðalaginu "minnkandi flugvélasæti" er átt við enska orðið "pitch" sem táknar það, hve langt bil er á milli sætaraða í flugvélum, en sú vegalengd hefur ekkert með stærð sætanna að gera, heldur eingöngu bilið á milli sætaraða. 

En þetta bil ræður því hve mikið rými er fyrir hnén á farþegunum, og ef hnén ná alveg fast upp að sætaröðinni fyrir framan, verður ómögulegt fyrir fólk sem situr í innri tveimur sætunum, að komast út á ganginn, nema að þeir, sem eru nær ganginum, standi upp og fari á undan út á ganginn. 

Til fróðleiks má geta þess, að þegar meðalmaður að stærð situr í sæti, er fjarlægðin frá sætisbakinu, sem hann er með bakið upp að, og fram að afturbrún sætisins fyrir framan um 66 sentimetrar eða 26 tommur. 

En vegna þess að sætisbök verða að vera að lágmarki um 5 sentimetra þykk og sum eru reyndar þykkari, sést að 71 sm "pitch" veldur því að meðalmaður er með hné sín fast upp að sætinu fyrir framan hann. 

Sú þróun að minnka þessa fjarlægð um 10 sm að meðaltali síðustu 40 ár er alveg á skjön við það að meðalstærð fólks hefur vaxið um 5-10 sm á þessum árum. 

Það er nefnilega lengd lærleggsins sem skiptir mestu máli varðandi hæð fólks, og það er einmitt lengd lærleggsins sem skiptir máli varðandi það að nægt rými sé fyrir hnén hjá farþegunum. 

 


mbl.is Rannsaki dularfullu minnkandi flugvélasætin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gölluð reglugerð um léttustu hjólin.

Á Íslandi gilda svipaðar reglur og í flestum löndum Evrópu um léttustu hjólin, þar sem nægir að vera 13 ára til að aka þeim, skyldutryggning er ekki áskilin og hámarkshraðinn 25km/klst. 

Í Ameríku er hámarkshraðinn 33 km/klst (20 mílur) og leyfilegt að vera með handgjöf eða handstýrða orkugjöf auk fótaafls á rafreiðhjólum. 

Í sumum löndum Evrópu eru ýmist aðrar reglur um hámarkshraða eða um handgjöf en í meginreglugerð ESB. 

Í löndum beggja vegna hafsins er handgjöf á vespuhjólunum, líklegast af þeirri ástæðu, að þau eru tvöfalt og uppí fjórfalt þyngri en rafreiðhjólin og því yfirleitt ekki hægt að fótstíga þau. 

Að mínu mati er það galli á evrópulöggjöfinni sem hér gildir, að ekki skuli leyfð handgjöf á rafreiðhjólum eins og á vespuhjólunum, því að það er augljós mótsögn í því að leyfa hana frekar á þeirri gerð hjólanna, sem er miklu léttari en hin. 

Best væri að fara að dæmi þeirra Evrópuþjóða sem víkja frá aðal reglugerðinni í þessu efni og taka sér þær eða Bandaríkin sem fyrirmynd. 


mbl.is Tryggja að börnin valdi ekki skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki minni kröfur en til farartækja.

Gerðar eru ákveðnar kröfur til ástands bíla og flugvéla til þess að leyft sé að nota þessi farartæki í umferð. 

Sennilega er samt flestir, sem virðast gera minni kröfur til ástands eigin líkama, sem hefur áhrif á allt lífið og þar með á hættuna á stóráföllum eða dauða.

Farartæki eru dauðir hlutir og tæknlega séð jafn dauðir þegar þau eru í fullkomnu lagi eða í lamasessi.

Öðru máli gegnir um líkamann. Þess vegna er saga Bjarna Hauks Þórssonar áminning til okkar allra.  


mbl.is Upp á bráðamóttöku NÚNA!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband